„Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2019 13:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, var gestur í umræðuþættinum Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. Flokksforystan hefur verið gagnrýnd, meðal annars af gömlum foringjum og hafa meðlimir flokksins verið ósammála í fjölda mála, má þar nefna Orkupakka III, sykurskattinn, innflytjendamál, fjölmiðlafrumvarpið og fleiri. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, það í raun vera styrk Sjálfstæðisflokksins hve margar mismunandi skoðanir rúmist innan hans. Núverandi stjórnmálaumhverfi sé hins vegar áskorunum fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum frá stofnun, ég fjallaði um það á landsfundi að það er áskorun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að starfa í umhverfi þar sem ekki eru fjórir flokkar heldur átta. Þar sem við höldum áfram að reyna að ná til kjósenda á okkar forsendum en ekki forsendum smáflokka,“ sagði Þórdís sem segir að í minni flokkum sé einfaldara að hafa fleiri sammála um einstök mál, Sjálfstæðisflokkurinn sé hins vegar ekki slíkur flokkur.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniGetur Sjálfstæðisflokkurinn rúmað svona ólíkar skoðanir þegar menn eru farnir að hnakkrífast opinberlega?„Grasrót Sjálfstæðisflokksins er mjög þétt út um allt land, meirihluti hennar er ekki að hnakkrífast. Það er það fólk sem við sækjum okkar stuðning og styrk til. Það er enginn flokkur sem nýtur í sama mæli slíkrar grasrótar.,“ segir Þórdís Kolbrún sem gengst við því að það sé kurr í flokknum. Þórdís segir að önnur ástæða fyrir óeiningu innan flokksins séu sú að breyttir tímar séu uppi í íslenskum stjórnmálum. Nýir kjósendur nálgist pólitík á annan hátt en áður viðgengst. „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum og við höfum alla jafna sótt styrk okkar í það. Við gerum það á ákveðnum forsendum innan ákveðinna ferla, til dæmis á landsfundi. Svo komum við sameinuð fram. Að einhverjir aðilar hafi miklar skoðanir við mig, eða einhverja aðra í þingflokknum eða forystu, það er ekkert nýtt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. Flokksforystan hefur verið gagnrýnd, meðal annars af gömlum foringjum og hafa meðlimir flokksins verið ósammála í fjölda mála, má þar nefna Orkupakka III, sykurskattinn, innflytjendamál, fjölmiðlafrumvarpið og fleiri. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, það í raun vera styrk Sjálfstæðisflokksins hve margar mismunandi skoðanir rúmist innan hans. Núverandi stjórnmálaumhverfi sé hins vegar áskorunum fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum frá stofnun, ég fjallaði um það á landsfundi að það er áskorun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að starfa í umhverfi þar sem ekki eru fjórir flokkar heldur átta. Þar sem við höldum áfram að reyna að ná til kjósenda á okkar forsendum en ekki forsendum smáflokka,“ sagði Þórdís sem segir að í minni flokkum sé einfaldara að hafa fleiri sammála um einstök mál, Sjálfstæðisflokkurinn sé hins vegar ekki slíkur flokkur.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniGetur Sjálfstæðisflokkurinn rúmað svona ólíkar skoðanir þegar menn eru farnir að hnakkrífast opinberlega?„Grasrót Sjálfstæðisflokksins er mjög þétt út um allt land, meirihluti hennar er ekki að hnakkrífast. Það er það fólk sem við sækjum okkar stuðning og styrk til. Það er enginn flokkur sem nýtur í sama mæli slíkrar grasrótar.,“ segir Þórdís Kolbrún sem gengst við því að það sé kurr í flokknum. Þórdís segir að önnur ástæða fyrir óeiningu innan flokksins séu sú að breyttir tímar séu uppi í íslenskum stjórnmálum. Nýir kjósendur nálgist pólitík á annan hátt en áður viðgengst. „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum og við höfum alla jafna sótt styrk okkar í það. Við gerum það á ákveðnum forsendum innan ákveðinna ferla, til dæmis á landsfundi. Svo komum við sameinuð fram. Að einhverjir aðilar hafi miklar skoðanir við mig, eða einhverja aðra í þingflokknum eða forystu, það er ekkert nýtt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent