Turner, sem er 23 ára gömul og þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Game of Thrones, var glæsileg þegar hún gekk í það heilaga en hún klæddist kjól frá hönnuðinum Nicolas Ghesquiere sem er listrænn stjórnandi hjá Louis Vuitton.
Kjóllinn var skreyttur 50.400 kristöllum og 50.400 hvítum pelum og var slóðinn sjálfur fjórtán metrar að lengd. Það sem mesta athygli vekur er sú staðreynd að það tók yfir 350 klukkustundir að gera kjólinn.
Absolute beauty @sophietView this post on Instagram
A post shared by (@nicolasghesquiere) on Jul 3, 2019 at 6:55pm PDT
Það má því segja að brúðhjónin hafi lagt aðeins meira í þetta brúðkaup en það fyrra, en þau gengu upprunalega í það heilaga fyrr á árinu í Las Vegas.