Flýtimeðferð Guðmundur Brynjólfsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Íslendingar trúa því að þeir séu sérstakir átaksmenn, afkastamiklir akkorðsmenn; oft er vísað í vertíðarstemminguna. En stenst þetta, hvað gerum við þegar mikið liggur við? Við byrjum á því að opna samráðsgátt, sem er höfð opin í mánuð eða tvo. Það er lýðræðislegt. Og samhliða, eða nokkrum mánuðum seinna (sem er nánast það sama), er skipaður vinnuhópur til þess að fara yfir það sem barst í samráðsgáttina. Þegar vinnuhópurinn hefur eftir 4-6 vikur skilað til rýnihóps er málið yfirleitt komið á borð nefndar áður en mjög langt um líður (óræð tímamæling). Þegar nefndin hefur starfað í hálft ár eða svo kemst hún að því – oftast kengbogin í krísu – að hún hefur ekki nægar valdheimildir. Bíður hún þá um sinn til þess að athuga hvort valdheimildirnar detti ekki af himnum ofan. Það gerist ekki – fyrir því er reynsla. Því þarf ráðherra að skerast í leikinn og auka valdheimildir nefndarinnar. Það gerir ráðherra ekki fyrr en eftir að í honum hefur verið djöflast í hálfan mánuð eða svo (eftir að í hann næst), en það tekur ekki minna en tíu daga að finna ráðherra. Ráðherrann eykur þá valdheimildir og gefur nefndinni aukið svigrúm til starfa. Það lukkast vel og nefndin skilar áliti – og tillögum ef minnisblað ráðherra gaf slík fyrirmæli. Þegar niðurstöðum hefur verið vísað til þeirrar stofnunar sem á að sinna mikilvæga málinu þá kemur oftar en ekki í ljós – eftir mánuð eða svo – að stofnunina skortir fé til þess að hrinda því í framkvæmd sem nefndin lagði til. Þá er að bíða þess að ný fjárlög komi, ári seinna, til afgreiðslu Alþingis. Það er engu logið með eljuna! Íslendingar eru vertíðarmenn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Hælisleitendur Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar trúa því að þeir séu sérstakir átaksmenn, afkastamiklir akkorðsmenn; oft er vísað í vertíðarstemminguna. En stenst þetta, hvað gerum við þegar mikið liggur við? Við byrjum á því að opna samráðsgátt, sem er höfð opin í mánuð eða tvo. Það er lýðræðislegt. Og samhliða, eða nokkrum mánuðum seinna (sem er nánast það sama), er skipaður vinnuhópur til þess að fara yfir það sem barst í samráðsgáttina. Þegar vinnuhópurinn hefur eftir 4-6 vikur skilað til rýnihóps er málið yfirleitt komið á borð nefndar áður en mjög langt um líður (óræð tímamæling). Þegar nefndin hefur starfað í hálft ár eða svo kemst hún að því – oftast kengbogin í krísu – að hún hefur ekki nægar valdheimildir. Bíður hún þá um sinn til þess að athuga hvort valdheimildirnar detti ekki af himnum ofan. Það gerist ekki – fyrir því er reynsla. Því þarf ráðherra að skerast í leikinn og auka valdheimildir nefndarinnar. Það gerir ráðherra ekki fyrr en eftir að í honum hefur verið djöflast í hálfan mánuð eða svo (eftir að í hann næst), en það tekur ekki minna en tíu daga að finna ráðherra. Ráðherrann eykur þá valdheimildir og gefur nefndinni aukið svigrúm til starfa. Það lukkast vel og nefndin skilar áliti – og tillögum ef minnisblað ráðherra gaf slík fyrirmæli. Þegar niðurstöðum hefur verið vísað til þeirrar stofnunar sem á að sinna mikilvæga málinu þá kemur oftar en ekki í ljós – eftir mánuð eða svo – að stofnunina skortir fé til þess að hrinda því í framkvæmd sem nefndin lagði til. Þá er að bíða þess að ný fjárlög komi, ári seinna, til afgreiðslu Alþingis. Það er engu logið með eljuna! Íslendingar eru vertíðarmenn!
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar