Flýtimeðferð Guðmundur Brynjólfsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Íslendingar trúa því að þeir séu sérstakir átaksmenn, afkastamiklir akkorðsmenn; oft er vísað í vertíðarstemminguna. En stenst þetta, hvað gerum við þegar mikið liggur við? Við byrjum á því að opna samráðsgátt, sem er höfð opin í mánuð eða tvo. Það er lýðræðislegt. Og samhliða, eða nokkrum mánuðum seinna (sem er nánast það sama), er skipaður vinnuhópur til þess að fara yfir það sem barst í samráðsgáttina. Þegar vinnuhópurinn hefur eftir 4-6 vikur skilað til rýnihóps er málið yfirleitt komið á borð nefndar áður en mjög langt um líður (óræð tímamæling). Þegar nefndin hefur starfað í hálft ár eða svo kemst hún að því – oftast kengbogin í krísu – að hún hefur ekki nægar valdheimildir. Bíður hún þá um sinn til þess að athuga hvort valdheimildirnar detti ekki af himnum ofan. Það gerist ekki – fyrir því er reynsla. Því þarf ráðherra að skerast í leikinn og auka valdheimildir nefndarinnar. Það gerir ráðherra ekki fyrr en eftir að í honum hefur verið djöflast í hálfan mánuð eða svo (eftir að í hann næst), en það tekur ekki minna en tíu daga að finna ráðherra. Ráðherrann eykur þá valdheimildir og gefur nefndinni aukið svigrúm til starfa. Það lukkast vel og nefndin skilar áliti – og tillögum ef minnisblað ráðherra gaf slík fyrirmæli. Þegar niðurstöðum hefur verið vísað til þeirrar stofnunar sem á að sinna mikilvæga málinu þá kemur oftar en ekki í ljós – eftir mánuð eða svo – að stofnunina skortir fé til þess að hrinda því í framkvæmd sem nefndin lagði til. Þá er að bíða þess að ný fjárlög komi, ári seinna, til afgreiðslu Alþingis. Það er engu logið með eljuna! Íslendingar eru vertíðarmenn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Hælisleitendur Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar trúa því að þeir séu sérstakir átaksmenn, afkastamiklir akkorðsmenn; oft er vísað í vertíðarstemminguna. En stenst þetta, hvað gerum við þegar mikið liggur við? Við byrjum á því að opna samráðsgátt, sem er höfð opin í mánuð eða tvo. Það er lýðræðislegt. Og samhliða, eða nokkrum mánuðum seinna (sem er nánast það sama), er skipaður vinnuhópur til þess að fara yfir það sem barst í samráðsgáttina. Þegar vinnuhópurinn hefur eftir 4-6 vikur skilað til rýnihóps er málið yfirleitt komið á borð nefndar áður en mjög langt um líður (óræð tímamæling). Þegar nefndin hefur starfað í hálft ár eða svo kemst hún að því – oftast kengbogin í krísu – að hún hefur ekki nægar valdheimildir. Bíður hún þá um sinn til þess að athuga hvort valdheimildirnar detti ekki af himnum ofan. Það gerist ekki – fyrir því er reynsla. Því þarf ráðherra að skerast í leikinn og auka valdheimildir nefndarinnar. Það gerir ráðherra ekki fyrr en eftir að í honum hefur verið djöflast í hálfan mánuð eða svo (eftir að í hann næst), en það tekur ekki minna en tíu daga að finna ráðherra. Ráðherrann eykur þá valdheimildir og gefur nefndinni aukið svigrúm til starfa. Það lukkast vel og nefndin skilar áliti – og tillögum ef minnisblað ráðherra gaf slík fyrirmæli. Þegar niðurstöðum hefur verið vísað til þeirrar stofnunar sem á að sinna mikilvæga málinu þá kemur oftar en ekki í ljós – eftir mánuð eða svo – að stofnunina skortir fé til þess að hrinda því í framkvæmd sem nefndin lagði til. Þá er að bíða þess að ný fjárlög komi, ári seinna, til afgreiðslu Alþingis. Það er engu logið með eljuna! Íslendingar eru vertíðarmenn!
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar