Enginn þurfti að borga inn á einstaka tónleika í Básum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 15:25 Fjöldi fólks hlustaði á fagra tóna sveitarinnar og sólin skein. „Þetta var frábær stemmning, rosalega flott veður og flott tónlist,“ segir Sigríður Karlsdóttir vörður í skála Útivistar í Básum. Hljómsveitin GÓSS spilaði fyrir gesti á Goðalandi á laugardagskvöldið og var stemmningin sérstaklega góð að sögn Sigríðar. Þau Guðmundur Óskar, Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius eru á tónleikaferðalagi um landið og duttu ferðalangar í Básum í lukkupottinn á laugardagskvöld.Sigurður, Sigríður og Góskar í rjómablíðu í Básum.Sigríður skálavörður telur helgina hafa verið þá fjölmennustu í Básum í sumar. Líklega hafi 800-1000 manns verið í tjöldum og skálum laugardagsnóttina og bróðurparturinn skellt sér á tónleika. „Svo voru auðvitað líka þeir sem komu bara til að fara á tónleikana,“ segir Sigríður.Allur gangur var á því hvort börnin hlustuðu af athygli eða nutu tónlistarinnar í bakgrunni meðan á leik stóð.Svið hafi verið búið til uppi á hól og þar í kring hafi fólk setið. Fólk á öllum aldri og hvaðanæva að úr heiminum enda Þórsmörk vinsæll aðkomustaður erlendra sem innlendra ferðamanna. Þeir sem ganga Fimmvörðuháls úr Skógum koma niður í Básum. Fjöldi manns gekk hálsinn um helgina.Lopapeysur og flíspeysur voru vinsælar í Básum.Ókeypis var á tónleikana og meira að segja lögreglan kíkti í heimsókn. Laganna verðir þurftu þó engin afskipti að hafa af gestum að sögn Sigríðar. Alls ekki sé algengt að blásið sé til tónleika í Básum. Hljómsveitarmeðlimir segja að dagurinn hafi verið „algalinn“ en fyrr um daginn spiluðu þau fyrir gesti og íbúa á Sólheimum í Grímsnesi. Rangárþing eystra Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira
„Þetta var frábær stemmning, rosalega flott veður og flott tónlist,“ segir Sigríður Karlsdóttir vörður í skála Útivistar í Básum. Hljómsveitin GÓSS spilaði fyrir gesti á Goðalandi á laugardagskvöldið og var stemmningin sérstaklega góð að sögn Sigríðar. Þau Guðmundur Óskar, Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius eru á tónleikaferðalagi um landið og duttu ferðalangar í Básum í lukkupottinn á laugardagskvöld.Sigurður, Sigríður og Góskar í rjómablíðu í Básum.Sigríður skálavörður telur helgina hafa verið þá fjölmennustu í Básum í sumar. Líklega hafi 800-1000 manns verið í tjöldum og skálum laugardagsnóttina og bróðurparturinn skellt sér á tónleika. „Svo voru auðvitað líka þeir sem komu bara til að fara á tónleikana,“ segir Sigríður.Allur gangur var á því hvort börnin hlustuðu af athygli eða nutu tónlistarinnar í bakgrunni meðan á leik stóð.Svið hafi verið búið til uppi á hól og þar í kring hafi fólk setið. Fólk á öllum aldri og hvaðanæva að úr heiminum enda Þórsmörk vinsæll aðkomustaður erlendra sem innlendra ferðamanna. Þeir sem ganga Fimmvörðuháls úr Skógum koma niður í Básum. Fjöldi manns gekk hálsinn um helgina.Lopapeysur og flíspeysur voru vinsælar í Básum.Ókeypis var á tónleikana og meira að segja lögreglan kíkti í heimsókn. Laganna verðir þurftu þó engin afskipti að hafa af gestum að sögn Sigríðar. Alls ekki sé algengt að blásið sé til tónleika í Básum. Hljómsveitarmeðlimir segja að dagurinn hafi verið „algalinn“ en fyrr um daginn spiluðu þau fyrir gesti og íbúa á Sólheimum í Grímsnesi.
Rangárþing eystra Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira