Ariana Grande fer með aðalhlutverkið í söngleiknum Wicked sem er nú kominn á stóra skjáinn. Hún er líklega ein frægasta tónlistarkona í heimi, með 376 milljónir fylgjenda á Instagram og rúmlega 83 milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify.
Laufey birti mynd bæði á Instagram hjá sér og í Instagram stories þar sem hún skrifaði „Ariana Grande ég elska þig“.

Skvísurnar voru í sínu fínasta pússi, klæddust báðar hvítu og Laufey skein skært í Chanel kjól með svarta slaufu. Hún segir Wicked algjört meistaraverk og að tónlistarnördinn innra með henni hafi verið í skýjunum með þetta.