Óeining um hækkun launa forstjóra hjá OR 9. júlí 2019 06:15 Grunnlaun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, hafa verið hækkuð afturvirkt til 1. mars um 5,5, prósent. Heildarlaun hans hafa þó lækkað milli ára vegna breytinga á stjórnarsetu í dótturfélögum. Fréttablaðið/Stefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar forstjóra um 5,5 prósent, eða sem nemur tæplega 130 þúsund krónum á mánuði. Er hækkunin afturvirk til 1. mars síðastliðins. Eftir hækkunina nema grunnlaun forstjórans 2,5 milljónum króna. Stjórnarmaður gagnrýndi hækkunina á fundinum. Heildarlaun forstjórans lækka þó umtalsvert milli ára. Ástæðan fyrir því er að forstjóri OR gegnir nú ekki lengur launaðri stjórnarformennsku í tveimur dótturfélaga fyrirtækisins. Greiðslur til forstjórans vegna stjórnarstarfa í Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur námu ríflega einni milljón á mánuði sem áður lagðist ofan á grunnlaun hans. Gerðu þessar aukagreiðslur það að verkum að heildarlaun forstjórans með hlunnindum voru komin vel yfir þjár milljónir á mánuði. Breytinguna má rekja til niðurstöðu Innri endurskoðunar OR um vinnustaðamenningu og mannauðsmál í vetur þar sem lagt var til að forstjóri samstæðunnar sæti ekki í stjórnum dótturfélaga. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að endurskoðun launa forstjórans hefði tafist bæði vegna áðurnefndrar úttektar og viðkvæmrar stöðu í kjaraviðræðum. Á fundi stjórnar OR þann 24. júní síðastliðinn var svo loks samþykkt tillaga starfskjaranefndar OR um að hækka grunnlaun forstjórans úr 2.371 þúsund krónum í 2.502 þúsund, eða um 5,5 prósent. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði stjórnarmannsins Valgarðs Lyngdal Jónssonar sem færði til bókar gagnrýni sína. Benti hann á að á síðasta aðalfundi OR hafi verið samþykkt að hækka laun stjórnarmanna um 3,7 prósent. „Var sú ákvörðun í samræmi við vel rökstudda tillögu starfskjaranefndar, þar sem tekið var mið af ástandi á vinnumarkaði og óvissu í íslensku efnahagslífi. Undirritaður telur að þar hafi verið sýnt ákveðið fordæmi og að rétt væri af stjórn OR að halda sig við það nú við ákvörðun launa forstjóra OR. Hæfileg hækkun á launum forstjóra væri því að mati undirritaðs 3,7 prósent,“ segir Valgarður í bókun sinni. Við grunnlaunin bætist svo föst mánaðarleg greiðsla upp á 132 þúsund krónur vegna bifreiðahlunninda. Grunnlaun forstjóra OR hafa frá 2017 í þremur ákvörðunum starfskjaranefndar hækkað um rúmar 300 þúsund krónur á mánuði eða 14 prósent, heldur umfram vísitölu launa sem á sama tímabili hefur hækkað rúm þrettán prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar forstjóra um 5,5 prósent, eða sem nemur tæplega 130 þúsund krónum á mánuði. Er hækkunin afturvirk til 1. mars síðastliðins. Eftir hækkunina nema grunnlaun forstjórans 2,5 milljónum króna. Stjórnarmaður gagnrýndi hækkunina á fundinum. Heildarlaun forstjórans lækka þó umtalsvert milli ára. Ástæðan fyrir því er að forstjóri OR gegnir nú ekki lengur launaðri stjórnarformennsku í tveimur dótturfélaga fyrirtækisins. Greiðslur til forstjórans vegna stjórnarstarfa í Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur námu ríflega einni milljón á mánuði sem áður lagðist ofan á grunnlaun hans. Gerðu þessar aukagreiðslur það að verkum að heildarlaun forstjórans með hlunnindum voru komin vel yfir þjár milljónir á mánuði. Breytinguna má rekja til niðurstöðu Innri endurskoðunar OR um vinnustaðamenningu og mannauðsmál í vetur þar sem lagt var til að forstjóri samstæðunnar sæti ekki í stjórnum dótturfélaga. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að endurskoðun launa forstjórans hefði tafist bæði vegna áðurnefndrar úttektar og viðkvæmrar stöðu í kjaraviðræðum. Á fundi stjórnar OR þann 24. júní síðastliðinn var svo loks samþykkt tillaga starfskjaranefndar OR um að hækka grunnlaun forstjórans úr 2.371 þúsund krónum í 2.502 þúsund, eða um 5,5 prósent. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði stjórnarmannsins Valgarðs Lyngdal Jónssonar sem færði til bókar gagnrýni sína. Benti hann á að á síðasta aðalfundi OR hafi verið samþykkt að hækka laun stjórnarmanna um 3,7 prósent. „Var sú ákvörðun í samræmi við vel rökstudda tillögu starfskjaranefndar, þar sem tekið var mið af ástandi á vinnumarkaði og óvissu í íslensku efnahagslífi. Undirritaður telur að þar hafi verið sýnt ákveðið fordæmi og að rétt væri af stjórn OR að halda sig við það nú við ákvörðun launa forstjóra OR. Hæfileg hækkun á launum forstjóra væri því að mati undirritaðs 3,7 prósent,“ segir Valgarður í bókun sinni. Við grunnlaunin bætist svo föst mánaðarleg greiðsla upp á 132 þúsund krónur vegna bifreiðahlunninda. Grunnlaun forstjóra OR hafa frá 2017 í þremur ákvörðunum starfskjaranefndar hækkað um rúmar 300 þúsund krónur á mánuði eða 14 prósent, heldur umfram vísitölu launa sem á sama tímabili hefur hækkað rúm þrettán prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira