Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. júlí 2019 13:00 Vigfús sést hér við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í síðasta mánuði. vísir/mhh Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. Vigfús var ákærður fyrir manndráp og íkveikju en til vara fyrir manndráp af gáleysi. Vigfús var jafnframt dæmdur til þess að greiða sjö aðstandendum konunnar sem lést í eldsvoðanum bætur vegna málsins að upphæð samtals 23,3 milljónir króna. Bótaupphæðirnar eru á bilinu tvær til fimm milljónir. Þá var hann líka dæmdur til þess að greiða sakarkostnað sem hann varðar í málinu, alls 4,1 milljónir króna, sem og málsvarnarlaun og ferðakostnað verjanda síns, rúmar fjórar milljónir króna einnig. Elva Marteinsdóttir, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að gerð sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, var sýknuð. Allur sakarkostnaður hennar, þar með talin málsvarnarlaun verjanda og ferðakostnaður, greiðast úr ríkissjóði. Ákæra var gefin út á hendur þeim Vigfúsi og Elvu í janúar síðastliðnum en eldurinn kom upp í húsi við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október í fyrra. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda.Frá dómsuppkvaðningu í dag en hvorugt hinn ákærðu mættu.vísir/mhhSlökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru þau Vigfús og Elva handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu Elvu undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með Elvu eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott. Elva bjó svo í húsinu með leyfi Vigfúsar en samskipti þeirra daginn sem kviknaði í voru ekki góð að því er fram kom í máli hans fyrir dómi.Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“ Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér. 6. júní 2019 19:45 Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár Karlmaður sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með íkveikju á Selfossi er ekki talinn hafa framið verknaðinn með hæsta stigi ásetnings. 26. júní 2019 18:07 Parið reyndi að bjarga sér úr eldinum Fundust látin í svefnherberginu. 6. júní 2019 13:51 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. Vigfús var ákærður fyrir manndráp og íkveikju en til vara fyrir manndráp af gáleysi. Vigfús var jafnframt dæmdur til þess að greiða sjö aðstandendum konunnar sem lést í eldsvoðanum bætur vegna málsins að upphæð samtals 23,3 milljónir króna. Bótaupphæðirnar eru á bilinu tvær til fimm milljónir. Þá var hann líka dæmdur til þess að greiða sakarkostnað sem hann varðar í málinu, alls 4,1 milljónir króna, sem og málsvarnarlaun og ferðakostnað verjanda síns, rúmar fjórar milljónir króna einnig. Elva Marteinsdóttir, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að gerð sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, var sýknuð. Allur sakarkostnaður hennar, þar með talin málsvarnarlaun verjanda og ferðakostnaður, greiðast úr ríkissjóði. Ákæra var gefin út á hendur þeim Vigfúsi og Elvu í janúar síðastliðnum en eldurinn kom upp í húsi við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október í fyrra. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda.Frá dómsuppkvaðningu í dag en hvorugt hinn ákærðu mættu.vísir/mhhSlökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru þau Vigfús og Elva handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu Elvu undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með Elvu eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott. Elva bjó svo í húsinu með leyfi Vigfúsar en samskipti þeirra daginn sem kviknaði í voru ekki góð að því er fram kom í máli hans fyrir dómi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“ Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér. 6. júní 2019 19:45 Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár Karlmaður sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með íkveikju á Selfossi er ekki talinn hafa framið verknaðinn með hæsta stigi ásetnings. 26. júní 2019 18:07 Parið reyndi að bjarga sér úr eldinum Fundust látin í svefnherberginu. 6. júní 2019 13:51 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
„Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“ Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér. 6. júní 2019 19:45
Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár Karlmaður sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með íkveikju á Selfossi er ekki talinn hafa framið verknaðinn með hæsta stigi ásetnings. 26. júní 2019 18:07