Íhugar að fara með álit siðanefndar fyrir Evrópuráð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2019 19:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd Alþingis gjörspillta. Nefndin féllst á álit siðanefndar um að Þórhildur hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um þingmanninn Ásmund Friðriksson. Forseti Forsætisnefndar segir að um bindandi niðurstöðu sé að ræða innan þingsins en Þórhildur íhuga að fara með málið fyrir Evrópuráð. Forsætisnefnd féllst á dögunum á álit siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur Alþingismanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Ummælin lét hún falla íþættinum Silfrinu á RÚV íársbyrjun, en hún sagði að rökstuddur grunur væri um aðÁsmundur hefði dregið að sér fé. Hingað til hefur hún ekki tjáð sig um álitið en það gerði hún núíþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði hún forsætisnefnd gjörspillta. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferðí klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjáöllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar. Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema bara mína framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Forsætisnefnd Alþingis.Fréttablaðið/StefánÞá íhugar hún að fara með málið lengra. Fréttastofa náið tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta forsætisnefndar, í dag sem sagði álitið bindandi niðurstöðu og því væri málinu lokið innan þingsins. Þórhildur ætlar þó að kanna aðra möguleika. Nefnir hún Evrópuráðið sem dæmi. „Ég myndi vilja leita mér ráðgjafar þar vegna þess aðþeir eru heldur betur sérfræðingar um tjáningarfrelsi og tjáningarfrelsi þingmanna líka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir tjáningarfrelsi þingmanna rúmt og telur hún álitið ganga gegn rétti hennar til tjáningar sem þingmaður. „Sömuleiðis er ég að skoða vettvang innan Alþjóðaþingmannasambandsins. Þar er nefnd um mannréttindi þingmanna. Sem ég tel vel skoðandi að bera málið undir og athuga hvaðþeir hafa um málið að segja,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd Alþingis gjörspillta. Nefndin féllst á álit siðanefndar um að Þórhildur hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um þingmanninn Ásmund Friðriksson. Forseti Forsætisnefndar segir að um bindandi niðurstöðu sé að ræða innan þingsins en Þórhildur íhuga að fara með málið fyrir Evrópuráð. Forsætisnefnd féllst á dögunum á álit siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur Alþingismanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Ummælin lét hún falla íþættinum Silfrinu á RÚV íársbyrjun, en hún sagði að rökstuddur grunur væri um aðÁsmundur hefði dregið að sér fé. Hingað til hefur hún ekki tjáð sig um álitið en það gerði hún núíþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði hún forsætisnefnd gjörspillta. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferðí klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjáöllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar. Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema bara mína framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Forsætisnefnd Alþingis.Fréttablaðið/StefánÞá íhugar hún að fara með málið lengra. Fréttastofa náið tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta forsætisnefndar, í dag sem sagði álitið bindandi niðurstöðu og því væri málinu lokið innan þingsins. Þórhildur ætlar þó að kanna aðra möguleika. Nefnir hún Evrópuráðið sem dæmi. „Ég myndi vilja leita mér ráðgjafar þar vegna þess aðþeir eru heldur betur sérfræðingar um tjáningarfrelsi og tjáningarfrelsi þingmanna líka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir tjáningarfrelsi þingmanna rúmt og telur hún álitið ganga gegn rétti hennar til tjáningar sem þingmaður. „Sömuleiðis er ég að skoða vettvang innan Alþjóðaþingmannasambandsins. Þar er nefnd um mannréttindi þingmanna. Sem ég tel vel skoðandi að bera málið undir og athuga hvaðþeir hafa um málið að segja,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Sjá meira
Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30