Minnkum kolefnissporin Teitur Guðmundsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Alþjóðabankinn hefur sagt að kolefnisfótspor heilbrigðiskerfa heimsins sé umtalsvert og áætlar að 5% af heildar kolefnislosun á heimsvísu komi frá heilbrigðiskerfum. Þá er verið að reikna með öllum þáttum starfsemi sem er auðvitað mjög umfangsmikil. Til dæmis má geta þess að í Evrópu einni eru 15.000 spítalar sem nýta auðvitað talsvert rafmagn í upphitun, loftkælingu, lýsingu og þannig mætti áfram telja sem á fæstum stöðum fæst með vatns- eða háhitaorku. Til samanburðar má nefna tölur sem koma frá flutningum hvers konar, en þar er átt við bílaumferð, flug, skip, lestir og annað slíkt en allt að fjórðungur allrar kolefnislosunar á heimsvísu er talinn stafa þaðan. Þannig má segja að heilbrigðiskerfin séu einnig mjög stór þáttur losunar og mjög mikilvægt að skoða með hvaða hætti þau gætu dregið úr fótspori sínu. Nú er það auðvitað svo að Ísland stendur sérlega vel þegar kemur að mörgum þeirra þátta sem horft er til í þessu samhengi. Þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í samvinnu við Healthcare without Harm (HCWH) byrjuðu verkefni árið 2018 sem kallast SHiPP eða Sustainable Health in Procurement Project sem hefur það að markmiði næstu fjögur árin að skoða sérstaklega innkaup í heilbrigðiskerfum, draga úr mengun, eiturefnum í vörum sem notaðar eru í heilsugeiranum og kolefnislosun vegna flutninga og fleira. Þar er fyrst og fremst verið að horfa til ríkja í Afríku, Austur-Evrópu, Kína og Brasilíu auk annarra og stefnt að útvíkkun fyrirkomulags. Hið margumtalaða Parísarsamkomulag tengist þessu einnig sem og reglugerðarammi og leiðbeiningar Evrópusambandsins um opinber innkaup sem dæmi. Þá eru gefnar leiðbeiningar fyrir stjórnvöld og stofnanir um það hvernig þau geti hagað sínum innkaupum með ábyrgum hætti hvað snertir kolefnislosun. Landspítali hefur til dæmis allt frá árinu 2012 haft nálgun á innkaup og samgöngur sem tekur mið af þessum áherslum. Tveir stærstu þættirnir þar hafa verið notkun í tengslum við aðgerðir og svæfingargas, sem og samgöngusáttmáli um að ýta undir almenningssamgöngur á stærsta vinnustað landsins. En ekki bara það heldur einnig horft til þess að draga úr plastnotkun, breyta mötuneyti sínu og umbúðum, draga úr matarsóun og heldur breyta afgangi í lífrænan úrgang og þannig mætti lengi telja. Leiðbeiningar þær sem ég vísa til frá HCWH taka á nokkrum þáttum varðandi innkaup sérstaklega, í fyrsta lagi að gera mælingar á kolefnislosun í innkaupaferlum stofnana, gera ferla og vörukaup aðgengilegri á netinu til auðvelda samanburð, setja upp gæðastaðla, nýta svokallað life-cycle costing til að meta seljendur vara, ýta undir nýsköpun í heimalandi/heimasvæði, þjálfa og endurmennta starfsfólk í nálgun á innkaup með þessum hætti. Samræma útboð á búnaði, lyfjum og þjónustu með því að sameina margar stofnanir eða þjóðir sem kaupendur og þannig ná niður verðum og stuðla að hagkvæmni og réttu hugarfari, deila góðum hugmyndum og reynslu. Margt af þessu gerum við nú þegar á Ísandi en betur má ef duga skal. Kolefnisfótspor heilbrigðisþjónustu á Íslandi er eflaust minna en víða annars staðar en það má alltaf gera betur.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Teitur Guðmundsson Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðabankinn hefur sagt að kolefnisfótspor heilbrigðiskerfa heimsins sé umtalsvert og áætlar að 5% af heildar kolefnislosun á heimsvísu komi frá heilbrigðiskerfum. Þá er verið að reikna með öllum þáttum starfsemi sem er auðvitað mjög umfangsmikil. Til dæmis má geta þess að í Evrópu einni eru 15.000 spítalar sem nýta auðvitað talsvert rafmagn í upphitun, loftkælingu, lýsingu og þannig mætti áfram telja sem á fæstum stöðum fæst með vatns- eða háhitaorku. Til samanburðar má nefna tölur sem koma frá flutningum hvers konar, en þar er átt við bílaumferð, flug, skip, lestir og annað slíkt en allt að fjórðungur allrar kolefnislosunar á heimsvísu er talinn stafa þaðan. Þannig má segja að heilbrigðiskerfin séu einnig mjög stór þáttur losunar og mjög mikilvægt að skoða með hvaða hætti þau gætu dregið úr fótspori sínu. Nú er það auðvitað svo að Ísland stendur sérlega vel þegar kemur að mörgum þeirra þátta sem horft er til í þessu samhengi. Þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í samvinnu við Healthcare without Harm (HCWH) byrjuðu verkefni árið 2018 sem kallast SHiPP eða Sustainable Health in Procurement Project sem hefur það að markmiði næstu fjögur árin að skoða sérstaklega innkaup í heilbrigðiskerfum, draga úr mengun, eiturefnum í vörum sem notaðar eru í heilsugeiranum og kolefnislosun vegna flutninga og fleira. Þar er fyrst og fremst verið að horfa til ríkja í Afríku, Austur-Evrópu, Kína og Brasilíu auk annarra og stefnt að útvíkkun fyrirkomulags. Hið margumtalaða Parísarsamkomulag tengist þessu einnig sem og reglugerðarammi og leiðbeiningar Evrópusambandsins um opinber innkaup sem dæmi. Þá eru gefnar leiðbeiningar fyrir stjórnvöld og stofnanir um það hvernig þau geti hagað sínum innkaupum með ábyrgum hætti hvað snertir kolefnislosun. Landspítali hefur til dæmis allt frá árinu 2012 haft nálgun á innkaup og samgöngur sem tekur mið af þessum áherslum. Tveir stærstu þættirnir þar hafa verið notkun í tengslum við aðgerðir og svæfingargas, sem og samgöngusáttmáli um að ýta undir almenningssamgöngur á stærsta vinnustað landsins. En ekki bara það heldur einnig horft til þess að draga úr plastnotkun, breyta mötuneyti sínu og umbúðum, draga úr matarsóun og heldur breyta afgangi í lífrænan úrgang og þannig mætti lengi telja. Leiðbeiningar þær sem ég vísa til frá HCWH taka á nokkrum þáttum varðandi innkaup sérstaklega, í fyrsta lagi að gera mælingar á kolefnislosun í innkaupaferlum stofnana, gera ferla og vörukaup aðgengilegri á netinu til auðvelda samanburð, setja upp gæðastaðla, nýta svokallað life-cycle costing til að meta seljendur vara, ýta undir nýsköpun í heimalandi/heimasvæði, þjálfa og endurmennta starfsfólk í nálgun á innkaup með þessum hætti. Samræma útboð á búnaði, lyfjum og þjónustu með því að sameina margar stofnanir eða þjóðir sem kaupendur og þannig ná niður verðum og stuðla að hagkvæmni og réttu hugarfari, deila góðum hugmyndum og reynslu. Margt af þessu gerum við nú þegar á Ísandi en betur má ef duga skal. Kolefnisfótspor heilbrigðisþjónustu á Íslandi er eflaust minna en víða annars staðar en það má alltaf gera betur.Höfundur er læknir
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun