Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Ari Brynjólfsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Rafmagnshlaupahjól eru víða í borgum erlendis. Þau eru rekin af sérstökum fyrirtækjum sem rukka notendur í gegnum app. Getty/MarioGuti „Við erum mjög opin fyrir þessu. Rafmagnshlaupahjól eru algjörlega í takt við okkar stefnu um breyttar ferðavenjur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við sjáum þetta í borgum um allan heim að þetta er alltaf að verða stærri hluti af ferðamáta fólks. Þetta er að verða algengara og algengara hér heima líka,“ segir Sigurborg. Víða í borgum erlendis er hlaupahjól af þessu tagi að finna á götuhornum þar sem hver sem er getur gripið eitt slíkt. Hlaupahjólin eru virkjuð með appi þar sem greidd er skammtímaleiga sem miðast við ekna vegalengd. Hjólin kosta um 70 þúsund krónur hér á landi. Þau eru með tæplega 30 kílómetra drægi. Sigurborg telur svona hlaupahjól geta haft þó nokkur áhrif á umferðina í borginni, en þá þarf að huga að aðgengi. „Við sjáum fyrir okkur að svona hjól yrðu staðsett á fjölmennum strætisvagnastoppum, háskólum og stórum vinnustöðum. Svo eru margir sem vilja bara eiga sitt hjól.“ Borgin myndi ekki reka þjónustuna. „Við erum ekki búin að semja við neinn aðila eins og er, að minnsta kosti ekki enn þá. En vonandi breytist það í sumar,“ segir Sigurborg. Ef einhver byði sig fram þá þyrfti að skoða með hvaða hætti boðið yrði upp á hlaupahjólin.Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar.„Sumir segja að það sé best að hafa þau á sérstökum stöndum, eins og við þekkjum með WOWreiðhjólin. Á meðan segja aðrir best að hafa þau þar sem notendur skilja við þau, þar getur sá næsti sótt sér hlaupahjól. Það eru bæði kostir og gallar við báða þessa möguleika,“ segir Sigurborg sem telur veðurfar ekki eiga að koma í veg fyrir notkun slíkra hjóla í Reykjavík. „Það er ekki snjóþyngra hjá okkur en í öðrum borgum þar sem þetta er í boði. Það er meira að segja kaldara í Ósló oft og tíðum,“ segir Sigurborg. Á suðvesturhorninu séu vetur stundum snjóléttir. Kippa mætti hjólunum inn er illa viðrar. Það eru f leiri sveitarfélög en Reykjavík sem eru opin fyrir rafmagnshlaupahjólum. „Við höfum ekki rætt rafmagnshlaupahjól neitt sérstaklega en það er markmið okkar að opna fyrir annan samgöngumáta en bara bílinn. Þetta rímar vel við það,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar. „Við höfum verið að vinna nýtt stígaskipulag á Akureyri. Það er ekki komið til framkvæmda enn þá, en við erum að horfa til stofnstíga sem fylgja ekki endilega stofnbrautunum. Þannig verður hægt að komast hraðar milli staða án þess að nota bíl. Þá verður hægt að nota hjól, hjólabretti eða svona rafmagnshlaupahjól.“ Sigurborg segir rafmagnshlaupahjól eiga að vera hluta af orkuskiptunum sem ríkisstjórnin stefnir að. „Það er alltaf verið að tala um að skipta úr bensínbílum í rafmagnsbíla, það getur líka átt við rafmagnshlaupahjól.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Við erum mjög opin fyrir þessu. Rafmagnshlaupahjól eru algjörlega í takt við okkar stefnu um breyttar ferðavenjur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við sjáum þetta í borgum um allan heim að þetta er alltaf að verða stærri hluti af ferðamáta fólks. Þetta er að verða algengara og algengara hér heima líka,“ segir Sigurborg. Víða í borgum erlendis er hlaupahjól af þessu tagi að finna á götuhornum þar sem hver sem er getur gripið eitt slíkt. Hlaupahjólin eru virkjuð með appi þar sem greidd er skammtímaleiga sem miðast við ekna vegalengd. Hjólin kosta um 70 þúsund krónur hér á landi. Þau eru með tæplega 30 kílómetra drægi. Sigurborg telur svona hlaupahjól geta haft þó nokkur áhrif á umferðina í borginni, en þá þarf að huga að aðgengi. „Við sjáum fyrir okkur að svona hjól yrðu staðsett á fjölmennum strætisvagnastoppum, háskólum og stórum vinnustöðum. Svo eru margir sem vilja bara eiga sitt hjól.“ Borgin myndi ekki reka þjónustuna. „Við erum ekki búin að semja við neinn aðila eins og er, að minnsta kosti ekki enn þá. En vonandi breytist það í sumar,“ segir Sigurborg. Ef einhver byði sig fram þá þyrfti að skoða með hvaða hætti boðið yrði upp á hlaupahjólin.Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar.„Sumir segja að það sé best að hafa þau á sérstökum stöndum, eins og við þekkjum með WOWreiðhjólin. Á meðan segja aðrir best að hafa þau þar sem notendur skilja við þau, þar getur sá næsti sótt sér hlaupahjól. Það eru bæði kostir og gallar við báða þessa möguleika,“ segir Sigurborg sem telur veðurfar ekki eiga að koma í veg fyrir notkun slíkra hjóla í Reykjavík. „Það er ekki snjóþyngra hjá okkur en í öðrum borgum þar sem þetta er í boði. Það er meira að segja kaldara í Ósló oft og tíðum,“ segir Sigurborg. Á suðvesturhorninu séu vetur stundum snjóléttir. Kippa mætti hjólunum inn er illa viðrar. Það eru f leiri sveitarfélög en Reykjavík sem eru opin fyrir rafmagnshlaupahjólum. „Við höfum ekki rætt rafmagnshlaupahjól neitt sérstaklega en það er markmið okkar að opna fyrir annan samgöngumáta en bara bílinn. Þetta rímar vel við það,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar. „Við höfum verið að vinna nýtt stígaskipulag á Akureyri. Það er ekki komið til framkvæmda enn þá, en við erum að horfa til stofnstíga sem fylgja ekki endilega stofnbrautunum. Þannig verður hægt að komast hraðar milli staða án þess að nota bíl. Þá verður hægt að nota hjól, hjólabretti eða svona rafmagnshlaupahjól.“ Sigurborg segir rafmagnshlaupahjól eiga að vera hluta af orkuskiptunum sem ríkisstjórnin stefnir að. „Það er alltaf verið að tala um að skipta úr bensínbílum í rafmagnsbíla, það getur líka átt við rafmagnshlaupahjól.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira