Pólitík er mannanna verk Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2019 18:56 „Við verðum að segja þessu fólki rétt frá, það er enginn að skera niður bætur“ sagði Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar í Kastljósi gærkvöldsins. Það hefur aldrei verið neinn vafi að það á ekki að skerða þær litlu „bætur“ sem öryrkjar og fatlað fólk þurfa að „þiggja“, svo ég noti orðfæri formanns fjárlaganefndar sjálfs, orðfæri sem reyndar ber vott um „sérstakt“ viðhorf gagnvart fötluðu fólki og öryrkjum. Í mínum huga er niðurlægjandi að Willum telji að við fatlað fólk og öryrkjar höfum ekki skilið að aldrei var talað um að skerða bætur. Það var augljóst öllum, líka okkur öryrkjunum að tillagan var um að skera niður um 8 ma. það fjármagn sem áætlað var að setja inn í málaflokk örorku og fatlaðs fólks. Fyrir mér þýðir það einfaldlega að enn og aftur er ekki að vænta hækkana á örorkulífeyri umfram furðulegar reikningskúnstir fjármálaráðuneytisins á 69. gr. laga almannatrygginga um hver áramót. En hún hefur lotið hundakúnstaútreikningi fjármálaráðuneytisins hverju sinni og sjaldnast eins reiknuð frá ári til árs. Þetta hefur leitt til þess t.d. að örorkulífeyrir er of lítil upphæð til að fólk geti framfleytt sér af. Í desember 2011 lýsti ÖBÍ yfir miklum áhyggjum vegna fjárlaga 2012, þá var minnt á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð, með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um að leiðréttingar kæmu þremur árum frá hruninu, þær leiðréttingar hafa ekki enn skilað sér! Þetta sama ár fengu þeir öryrkjar sem voru á strípuðum örorkulífeyri kr. 196.140 f.sk. Í dag átta árum seinna hefur þessi sami örorkulífeyrir hækkað um kr. 51.043. Hækkun á örorkulífeyri hefur orðið heilar kr. 6.380 f.sk. á ári (532 kr. á .mán.) undanfarin átta ár og er í dag kr. 247.183 f.sk. Í ljósi þess að örorkulífeyrir hefur hækkað um 6.380 kr. á ári undanfarin átta ár og það að nú er runnin upp tími sannsöglinnar, hlýt ég að spyrja formann fjárlaganefndar og fjármála- og efnahagsráðherra að því hvort yfirleitt standi til að leiðrétta kjör öryrkja og fatlaðs fólks? Kjaragliðnun síðasta áratugs hljóðar upp á 29%, m.ö.o. rýrnun örorkulífeyris á þessu tímabili er um 29%, leiðrétting á kjörum hefur því augljóslega engin orðið. Ég ætlaði ríkisstjórninni ekki það illverk að skera niður „bætur“. Ég ætlaði ríkisstjórninni að standa við loforð sem gefið var fyrir 11 árum síðan. Ég ætlaði henni að hækka örorkulífeyri þannig að mögulegt væri að framfleyta sér af honum og ég ætlaði henni að afnema alveg „krónu á móti krónu“ skerðingu. Fyrri fjármálaáætlun 2020-2024 í mars varð ÖBÍ veruleg vonbrigði, eðlilega, þar sem ljóst var að fjármunir sem ætlaðir voru í málaflokkinn áttu að mestu að nota til breytinga á almannatryggingakerfinu en myndu ekki duga til að taka út krónu á móti krónu skerðinguna. Við sáum hvergi þess merki að örorkulífeyrir yrði hækkaður. Nú þegar meira en helmingi minni fjármunir eiga að fara í málaflokkinn er ljóst að öryrkjar og fatlað fólk verður áfram í svelti. Þessi framkoma stjórnvalda í garð örorkulífeyrisþega er óásættanleg og hlýt ég að fara fram á, að stjórnvöld endurskoði fjármálaáætlunina með það fyrir augum að ekki bara núlla hana heldur bæta við verulegum fjármunum í málaflokk örorku og fatlaðs fólks, þannig að stjórnvöld geti staðið við gömul og ný loforð. Loforð um að afnema skerðingar og hækka örorkulífeyri til gagns fyrir þá sem á honum lifa. Örorkulífeyrir er framfærsla fólks, hann er til vegna þess að við sem samfélag viljum tryggja það að fólk hafi framfærslu til mannsæmandi lífs ef það getur ekki unnið sökum veikinda eða fötlunar. Örorka er ekki valkvæð né eftirsóknarverð og það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber. Örorka á ekki að vera ávísun á skammarlega lága framfærslu. Ég skora á Ásmund Einar Daðason og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að næraß ekki fátækt.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
„Við verðum að segja þessu fólki rétt frá, það er enginn að skera niður bætur“ sagði Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar í Kastljósi gærkvöldsins. Það hefur aldrei verið neinn vafi að það á ekki að skerða þær litlu „bætur“ sem öryrkjar og fatlað fólk þurfa að „þiggja“, svo ég noti orðfæri formanns fjárlaganefndar sjálfs, orðfæri sem reyndar ber vott um „sérstakt“ viðhorf gagnvart fötluðu fólki og öryrkjum. Í mínum huga er niðurlægjandi að Willum telji að við fatlað fólk og öryrkjar höfum ekki skilið að aldrei var talað um að skerða bætur. Það var augljóst öllum, líka okkur öryrkjunum að tillagan var um að skera niður um 8 ma. það fjármagn sem áætlað var að setja inn í málaflokk örorku og fatlaðs fólks. Fyrir mér þýðir það einfaldlega að enn og aftur er ekki að vænta hækkana á örorkulífeyri umfram furðulegar reikningskúnstir fjármálaráðuneytisins á 69. gr. laga almannatrygginga um hver áramót. En hún hefur lotið hundakúnstaútreikningi fjármálaráðuneytisins hverju sinni og sjaldnast eins reiknuð frá ári til árs. Þetta hefur leitt til þess t.d. að örorkulífeyrir er of lítil upphæð til að fólk geti framfleytt sér af. Í desember 2011 lýsti ÖBÍ yfir miklum áhyggjum vegna fjárlaga 2012, þá var minnt á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð, með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um að leiðréttingar kæmu þremur árum frá hruninu, þær leiðréttingar hafa ekki enn skilað sér! Þetta sama ár fengu þeir öryrkjar sem voru á strípuðum örorkulífeyri kr. 196.140 f.sk. Í dag átta árum seinna hefur þessi sami örorkulífeyrir hækkað um kr. 51.043. Hækkun á örorkulífeyri hefur orðið heilar kr. 6.380 f.sk. á ári (532 kr. á .mán.) undanfarin átta ár og er í dag kr. 247.183 f.sk. Í ljósi þess að örorkulífeyrir hefur hækkað um 6.380 kr. á ári undanfarin átta ár og það að nú er runnin upp tími sannsöglinnar, hlýt ég að spyrja formann fjárlaganefndar og fjármála- og efnahagsráðherra að því hvort yfirleitt standi til að leiðrétta kjör öryrkja og fatlaðs fólks? Kjaragliðnun síðasta áratugs hljóðar upp á 29%, m.ö.o. rýrnun örorkulífeyris á þessu tímabili er um 29%, leiðrétting á kjörum hefur því augljóslega engin orðið. Ég ætlaði ríkisstjórninni ekki það illverk að skera niður „bætur“. Ég ætlaði ríkisstjórninni að standa við loforð sem gefið var fyrir 11 árum síðan. Ég ætlaði henni að hækka örorkulífeyri þannig að mögulegt væri að framfleyta sér af honum og ég ætlaði henni að afnema alveg „krónu á móti krónu“ skerðingu. Fyrri fjármálaáætlun 2020-2024 í mars varð ÖBÍ veruleg vonbrigði, eðlilega, þar sem ljóst var að fjármunir sem ætlaðir voru í málaflokkinn áttu að mestu að nota til breytinga á almannatryggingakerfinu en myndu ekki duga til að taka út krónu á móti krónu skerðinguna. Við sáum hvergi þess merki að örorkulífeyrir yrði hækkaður. Nú þegar meira en helmingi minni fjármunir eiga að fara í málaflokkinn er ljóst að öryrkjar og fatlað fólk verður áfram í svelti. Þessi framkoma stjórnvalda í garð örorkulífeyrisþega er óásættanleg og hlýt ég að fara fram á, að stjórnvöld endurskoði fjármálaáætlunina með það fyrir augum að ekki bara núlla hana heldur bæta við verulegum fjármunum í málaflokk örorku og fatlaðs fólks, þannig að stjórnvöld geti staðið við gömul og ný loforð. Loforð um að afnema skerðingar og hækka örorkulífeyri til gagns fyrir þá sem á honum lifa. Örorkulífeyrir er framfærsla fólks, hann er til vegna þess að við sem samfélag viljum tryggja það að fólk hafi framfærslu til mannsæmandi lífs ef það getur ekki unnið sökum veikinda eða fötlunar. Örorka er ekki valkvæð né eftirsóknarverð og það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber. Örorka á ekki að vera ávísun á skammarlega lága framfærslu. Ég skora á Ásmund Einar Daðason og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að næraß ekki fátækt.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun