Lögreglustjóri á svæðinu segir í samtali við AFP að þorri farþega hafi verið konur og börn sem voru á heimleið eftir vinnu og skóla.
Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, vottaði aðstandendum hinna látnu samúð sína á samfélagsmiðlum og sagðist vona að hinum slösuðu yrði hjúkrað til heilsu sem fyrst.
Umferðarslys eru daglegt brauð á Indlandi og í Himachal Pradesh einu rötuðu 30 þúsund umferðaróhöpp á borð lögreglu á árunum 2009 til 2018. Samkvæmt Times of India létust 11 þúsund manns í indversku umferðinni á því árabili og um 54 þúsund særðust.
Deeply saddened by the bus accident in Kullu. Condolences to the families of those who lost their lives. I hope the injured recover soon. The Himachal Pradesh Government is providing all possible assistance that is required: PM @narendramodi
— PMO India (@PMOIndia) June 20, 2019