Zion valinn fyrstur til Pelicans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. júní 2019 08:00 Zion Williamson er kominn í NBA deildina vísir/getty Zion Williamson mun leika með New Orleans Pelicans á næsta ári eftir að Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavali NBA deildarinnar sem fór fram í nótt. Eftir að New Orleans vann fyrsta valrétt í nýliðavalinu var nokkuð ljóst að Zion væri á leið þangað, enda stærsti bitinn í nýliðavalinu. „Ég get eiginlega ekki lýst þessari tilfinningu. Sem krakki þá dreymir þig um að komast í NBA deildina en allir segja við þig að þú þurfir að hafa plan B því líkurnar á að komast þangað eru litlar sem engar. Fyrir mig, að vera valinn fyrstur, þetta hefði ekki getað orðið betra þó mig væri að dreyma,“ sagði Williamson. Pelicans eru nýbúnir að samþykkja skipti á aðalstjörnunni sinni, Anthony Davis, til Los Angeles Lakers. Það kom lítið á óvart hverjir fóru næstir í nýliðavalinu, bakvörðurinn Ja Morant var valinn annar til Memphis Grizzlies og New York Knicks tóku RJ Barrett þriðjan. Valréttur númer fjögur hafði verið mikið á hreyfingu síðustu daga. Los Angeles Lakers áttu hann en skiptu honum til Pelicans sem hluta af borguninni fyrir Davis. Pelicans skiptu honum hins vegar til Atlanta Hawks fyrir þrjá aðra valrétti aðeins seinna í nýliðavalinu. Hawks tók De'Andre Hunter úr Virginia háskólanum. Atlanta átti oft á tíðum í erfiðleikum með vörnina síðasta tímabili og þar sem Hunter var valinn varnarmaður ársins í ACC deildinni á síðasta tímabili þá ætti hann að geta hjálpað þeim þar. Cleveland Cavaliers áttu fimmta valréttinn og tóku Darius Garland, bakvörð sem spilaði aðeins fimm leiki á síðasta tímabili í háskólaboltanum þar sem hann meiddist illa á hné og missti af nær öllu tímabilinu.Allt nýliðavalið má sjá hér. NBA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Zion Williamson mun leika með New Orleans Pelicans á næsta ári eftir að Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavali NBA deildarinnar sem fór fram í nótt. Eftir að New Orleans vann fyrsta valrétt í nýliðavalinu var nokkuð ljóst að Zion væri á leið þangað, enda stærsti bitinn í nýliðavalinu. „Ég get eiginlega ekki lýst þessari tilfinningu. Sem krakki þá dreymir þig um að komast í NBA deildina en allir segja við þig að þú þurfir að hafa plan B því líkurnar á að komast þangað eru litlar sem engar. Fyrir mig, að vera valinn fyrstur, þetta hefði ekki getað orðið betra þó mig væri að dreyma,“ sagði Williamson. Pelicans eru nýbúnir að samþykkja skipti á aðalstjörnunni sinni, Anthony Davis, til Los Angeles Lakers. Það kom lítið á óvart hverjir fóru næstir í nýliðavalinu, bakvörðurinn Ja Morant var valinn annar til Memphis Grizzlies og New York Knicks tóku RJ Barrett þriðjan. Valréttur númer fjögur hafði verið mikið á hreyfingu síðustu daga. Los Angeles Lakers áttu hann en skiptu honum til Pelicans sem hluta af borguninni fyrir Davis. Pelicans skiptu honum hins vegar til Atlanta Hawks fyrir þrjá aðra valrétti aðeins seinna í nýliðavalinu. Hawks tók De'Andre Hunter úr Virginia háskólanum. Atlanta átti oft á tíðum í erfiðleikum með vörnina síðasta tímabili og þar sem Hunter var valinn varnarmaður ársins í ACC deildinni á síðasta tímabili þá ætti hann að geta hjálpað þeim þar. Cleveland Cavaliers áttu fimmta valréttinn og tóku Darius Garland, bakvörð sem spilaði aðeins fimm leiki á síðasta tímabili í háskólaboltanum þar sem hann meiddist illa á hné og missti af nær öllu tímabilinu.Allt nýliðavalið má sjá hér.
NBA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira