„Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 15:20 Páll Winkel segir að vinna þurfi í að bregðast við nýjum lögum um kynrænt sjálfræði innan íslenskra fangelsa. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði. Rætt var við Pál í Reykjavík síðdegis í gær. Frumvarp um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Fólk getur því farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum sínum persónuskilríkjum án þess að fá opinbert samþykki. Einstaklingurinn þarf ekki að gangast undir neina læknismeðferð til að breyta skráningunni. Hægt verður að skrá kyn sitt annað hvort sem karlkyns, kvenkyns eða hlutlausa skráningu, sem táknuð verður með bókstafnum X. Upp hafa komið spurningar um hvernig fangelsi landsins muni bregðast við þessum breytingum og sendi fangelsismálastofnun inn umsögn um frumvarpið á samráðsgáttina en Páll telur það verkefni ekki vera vandamál. „Þetta er bara nýr veruleiki fyrir okkur, við vildum bara vekja athygli á því að gamla löggjöfin gerir beinlínis ráð fyrir tveimur kynjum og það kemur meðal annars fram í þvi´að okkur ber að aðskilja kynin, karlkyn og kvenkyn, að næturlagi í fangelsum.“ Aðspurður um það hvort hætta verði á að fangar misnoti þetta frelsi til að breyta kynskráningu sinni og sleppa þannig t.d. við að sitja inni á Litla hrauni sagði Páll að hann teldi það ekki verða misnotað. „Það sem gerðist í kjölfar þessarar umsagnar okkar var að Trans Ísland og Samtökin ´78 höfðu samband við okkur og ég fundaði með því ágæta fólki og við urðum sammála um að það væri ólíklegt að það myndi reyna mikið á þetta hjá okkur.“ „Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa og ég ber fulla virðingu fyrir því góða fólki sem er að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna. Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum.“ Alþingi Fangelsismál Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Þriðja kynið nú löglegt. 18. júní 2019 16:20 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
„Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði. Rætt var við Pál í Reykjavík síðdegis í gær. Frumvarp um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Fólk getur því farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum sínum persónuskilríkjum án þess að fá opinbert samþykki. Einstaklingurinn þarf ekki að gangast undir neina læknismeðferð til að breyta skráningunni. Hægt verður að skrá kyn sitt annað hvort sem karlkyns, kvenkyns eða hlutlausa skráningu, sem táknuð verður með bókstafnum X. Upp hafa komið spurningar um hvernig fangelsi landsins muni bregðast við þessum breytingum og sendi fangelsismálastofnun inn umsögn um frumvarpið á samráðsgáttina en Páll telur það verkefni ekki vera vandamál. „Þetta er bara nýr veruleiki fyrir okkur, við vildum bara vekja athygli á því að gamla löggjöfin gerir beinlínis ráð fyrir tveimur kynjum og það kemur meðal annars fram í þvi´að okkur ber að aðskilja kynin, karlkyn og kvenkyn, að næturlagi í fangelsum.“ Aðspurður um það hvort hætta verði á að fangar misnoti þetta frelsi til að breyta kynskráningu sinni og sleppa þannig t.d. við að sitja inni á Litla hrauni sagði Páll að hann teldi það ekki verða misnotað. „Það sem gerðist í kjölfar þessarar umsagnar okkar var að Trans Ísland og Samtökin ´78 höfðu samband við okkur og ég fundaði með því ágæta fólki og við urðum sammála um að það væri ólíklegt að það myndi reyna mikið á þetta hjá okkur.“ „Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa og ég ber fulla virðingu fyrir því góða fólki sem er að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna. Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum.“
Alþingi Fangelsismál Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Þriðja kynið nú löglegt. 18. júní 2019 16:20 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14