Sjáðu sögu besta leikmanns NBA í nýrri auglýsingu Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2019 16:30 Giannis Antetokounmpo. Getty/Gregory Shamus Íþróttavöruframleiðandinn Nike var ekki lengi að nýta sér fréttir næturinnar þegar Giannis Antetokounmpo var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á nýlokinni leiktíð. Nike setti saman skemmtilegt myndband þar sem er farið yfir ótrúlegan feril hans en fjölskylda hans bjó við sára fátækt í Grikklandi fyrir aðeins átta árum. Hér fyrir neðan má sjá sögu besta leikmanns NBA í nýrri auglýsingu Nike.Fate can start you at the bottom. Dreams can take you to the top. #justdoit Congratulations to the 2019 Kia NBA Most Valuable Player: @Giannis_An34 Watch his story, “I am Giannis,” now in the Nike App: https://t.co/pOyj8Qw4H2#NBAAwards#KiaMVP#giannis#nikepic.twitter.com/I6g3uEgK45 — Nike Basketball (@nikebasketball) June 25, 2019Giannis Antetokounmpo átti magnað tímabil með Milwaukee Bucks en þessi 24 ára gamli Grikki hefur bætt sinn leik á hverju tímabili sínu í NBA-deildinni. Milwaukee Bucks náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni með því að vinna 60 af 82 leikjum sínum. NBA-meistarar Toronto Raptors unnu 58 leiki og Golden State Warriors vann 57 leiki. Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með því að nýta 58 prósent skota sinna og hefur aldrei skilað hærri tölum á ferlinum. Tímabilið á undan var hann með 26,9 stig, 10,0 fráköst og 4,8 stoðsendingar í leik.The youngest MVP in eight years. Milwaukee Bucks forward Giannis Antetokounmpo gave an emotional speech after being named the NBA's most valuable player of the 2018-19 season. More: https://t.co/T82Pamh2sQpic.twitter.com/mkaSrWASKs — BBC Sport (@BBCSport) June 25, 2019Það er ekki nóg með að Giannis sé að skila þessum frábæru tölum í sókninni þá er hann einnig einn af bestu varnarmönnum NBA-deildarinnar. Árið 2017 var Giannis sá leikmaður sem bætti sig mest í deildinni en hann hækkaði þá meðaltölin sín úr 16,9 stigum, 7,7 fráköstum og 4,3 stoðsendingum í leik upp í 22,9 stig, 8,7 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis hefur síðan haldið áfram að hækka meðaltöl sín á síðustu tveimur tímabilum. Giannis Antetokounmpo er fæddur í desember árið 1994 og er því enn bara 24 ára gamall. Hann ætti því að fá tækifæri til að gera enn stærri hluti á sínum ferli. NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Íþróttavöruframleiðandinn Nike var ekki lengi að nýta sér fréttir næturinnar þegar Giannis Antetokounmpo var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á nýlokinni leiktíð. Nike setti saman skemmtilegt myndband þar sem er farið yfir ótrúlegan feril hans en fjölskylda hans bjó við sára fátækt í Grikklandi fyrir aðeins átta árum. Hér fyrir neðan má sjá sögu besta leikmanns NBA í nýrri auglýsingu Nike.Fate can start you at the bottom. Dreams can take you to the top. #justdoit Congratulations to the 2019 Kia NBA Most Valuable Player: @Giannis_An34 Watch his story, “I am Giannis,” now in the Nike App: https://t.co/pOyj8Qw4H2#NBAAwards#KiaMVP#giannis#nikepic.twitter.com/I6g3uEgK45 — Nike Basketball (@nikebasketball) June 25, 2019Giannis Antetokounmpo átti magnað tímabil með Milwaukee Bucks en þessi 24 ára gamli Grikki hefur bætt sinn leik á hverju tímabili sínu í NBA-deildinni. Milwaukee Bucks náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni með því að vinna 60 af 82 leikjum sínum. NBA-meistarar Toronto Raptors unnu 58 leiki og Golden State Warriors vann 57 leiki. Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með því að nýta 58 prósent skota sinna og hefur aldrei skilað hærri tölum á ferlinum. Tímabilið á undan var hann með 26,9 stig, 10,0 fráköst og 4,8 stoðsendingar í leik.The youngest MVP in eight years. Milwaukee Bucks forward Giannis Antetokounmpo gave an emotional speech after being named the NBA's most valuable player of the 2018-19 season. More: https://t.co/T82Pamh2sQpic.twitter.com/mkaSrWASKs — BBC Sport (@BBCSport) June 25, 2019Það er ekki nóg með að Giannis sé að skila þessum frábæru tölum í sókninni þá er hann einnig einn af bestu varnarmönnum NBA-deildarinnar. Árið 2017 var Giannis sá leikmaður sem bætti sig mest í deildinni en hann hækkaði þá meðaltölin sín úr 16,9 stigum, 7,7 fráköstum og 4,3 stoðsendingum í leik upp í 22,9 stig, 8,7 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis hefur síðan haldið áfram að hækka meðaltöl sín á síðustu tveimur tímabilum. Giannis Antetokounmpo er fæddur í desember árið 1994 og er því enn bara 24 ára gamall. Hann ætti því að fá tækifæri til að gera enn stærri hluti á sínum ferli.
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira