Sviptur lækningaleyfi eftir að hafa notað eigið sæði við tæknisæðingar í áratugi Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 22:38 Eitt fórnarlambanna segist hafa komist í kynni við fimmtán hálfsystkini sín. Vísir/Getty Kanadíski frjósemislæknirinn Norman Barwin hefur misst lækningaleyfi sitt eftir að í ljós kom að hann hafði notað eigið sæði í tæknisæðingum sjúklinga sinna. Ásakanirnar ná aftur til áttunda áratugarins og er hann sagður hafa notað eigið sæði eða annað óþekkt sæði í að minnsta kosti þrettán tilvikum. Þetta kemur fram á vef BBC en þar segir að rannsókn á tilvikunum hafi hafist árið 2016. Ná tilfellin til sjúklinga á tveimur heilsugæslum sem hann starfaði á í Ontario í Kanada. Barwin, sem er í dag áttræður, hefur ekki stundað lækningar frá árinu 2014. Fjögur fórnarlömb Barwins báru vitni fyrir nefnd og sagði Rebecca Dixon, eitt þeirra barna sem varð til með sæði hans, að hún hafi efast um persónu sína eftir að málið komst upp. Hún var 25 ára gömul þegar hún komst að því að Barwin væri líffræðilegur faðir hennar. Hún segist hafa komist í kynni við fimmtán „hálfsystkini“ sín eftir að hafa komist að uppruna sínum. „Mér finnst eins og það hafi verið brotið á mér, nánast eins og mér hafi verið nauðgað,“ sagði annað fórnarlamb við fyrirtöku málsins. Sú kona hafi beðið Barwin um að nota sæði eiginmanns síns við tæknisæðinguna. Þá bar einn maður einnig vitni fyrir nefndinni en hann hafði staðið í þeirri trú um að börn þeirra hjóna hafi verið getin með hans sæði eftir tæknisæðingu. Hann segir það hafa verið eins og að vera kýldur í magann þegar hann komst að hinu rétta. „Ímyndaðu þér þá hægu kvöl að fylgjast með börnunum mínum vaxa úr grasi og líkjast mér minna og minna.“ Barwin mætti ekki fyrir nefndina þegar mál hans var tekið fyrir. Nefndin sagðist harma gjörðir hans og sögðu það miður að þau hefðu ekki vald til þess að gera meira en að afturkalla lækningaleyfi hans. Kanada Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Kanadíski frjósemislæknirinn Norman Barwin hefur misst lækningaleyfi sitt eftir að í ljós kom að hann hafði notað eigið sæði í tæknisæðingum sjúklinga sinna. Ásakanirnar ná aftur til áttunda áratugarins og er hann sagður hafa notað eigið sæði eða annað óþekkt sæði í að minnsta kosti þrettán tilvikum. Þetta kemur fram á vef BBC en þar segir að rannsókn á tilvikunum hafi hafist árið 2016. Ná tilfellin til sjúklinga á tveimur heilsugæslum sem hann starfaði á í Ontario í Kanada. Barwin, sem er í dag áttræður, hefur ekki stundað lækningar frá árinu 2014. Fjögur fórnarlömb Barwins báru vitni fyrir nefnd og sagði Rebecca Dixon, eitt þeirra barna sem varð til með sæði hans, að hún hafi efast um persónu sína eftir að málið komst upp. Hún var 25 ára gömul þegar hún komst að því að Barwin væri líffræðilegur faðir hennar. Hún segist hafa komist í kynni við fimmtán „hálfsystkini“ sín eftir að hafa komist að uppruna sínum. „Mér finnst eins og það hafi verið brotið á mér, nánast eins og mér hafi verið nauðgað,“ sagði annað fórnarlamb við fyrirtöku málsins. Sú kona hafi beðið Barwin um að nota sæði eiginmanns síns við tæknisæðinguna. Þá bar einn maður einnig vitni fyrir nefndinni en hann hafði staðið í þeirri trú um að börn þeirra hjóna hafi verið getin með hans sæði eftir tæknisæðingu. Hann segir það hafa verið eins og að vera kýldur í magann þegar hann komst að hinu rétta. „Ímyndaðu þér þá hægu kvöl að fylgjast með börnunum mínum vaxa úr grasi og líkjast mér minna og minna.“ Barwin mætti ekki fyrir nefndina þegar mál hans var tekið fyrir. Nefndin sagðist harma gjörðir hans og sögðu það miður að þau hefðu ekki vald til þess að gera meira en að afturkalla lækningaleyfi hans.
Kanada Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira