„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2019 11:02 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra getur afskrifað þann möguleika að Brynjar muni styðja hugmyndir um sykurskatt. Á ríkistjórnarfundi á föstudaginn var samþykkt að skipa starfshóp þriggja ráðuneyta sem gert er að vinna að innleiðingu áætlunar sem snýr að því að taka upp sykurskatt. Forgangsverkefni með það fyrir augum að auka hollustu. Ekki er ólíklegt að þetta mál bætist við stöðugt lengri lista sem setur strik í reikninginn varðandi stjórnarsamstarfið. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrðir í samtali við Vísi, að slíkur skattur muni aldrei fara í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann segist ekki muna eftir því að þetta mál hafi verið rætt innan hans.Brauðið hlýtur að vera næst á dagskrá „Ég hef aldrei heyrt að þetta væri inni í myndinni. Einhver sykurskattur? Hann var afnuminn þegar við komumst að eftir vinstri stjórnina.“ Brynjar dregur ekkert úr því spurður að þetta muni fara þversum í margan Sjálfstæðismanninn. Honum hugnast ekki þessi hugmyndafræði, skattlagning af þessu tagi. „Og að skattleggja okkur líka vegna þess að einhverjir aðrir eru óhóflegir í áti? Það líst mér ekki á. Þetta er hugmyndafræði sem menn trúa á en þeir geta þá alveg eins skattlagt kolvetni sérstaklega, þess vegna,“ segir Brynjar sem bendir á að líkast til sé heilbrigðisvandi sem rekja má til brauðáts ekki minni en sá sykurtengdi. „Hvar endar þetta? Þetta er bara vandræðalegt. Við verðum að eiga við óhófið með öðrum hætti. Ég er ekki hrifinn af þessu.“Ekki eru það bara Sjálfstæðismenn sem eru í prinsippinu á móti sykurskattinum. Vilhjálmur Birgisson, sem hér má sjá ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR í Ráðherrabústaðnum, fordæmir skattinn með afdráttarlausum hætti.Vísir/VilhelmVerið að skattleggja almenning Brynjar segist hafa heyrt í mörgum innan síns flokks. „Ég held ég geti alveg fullyrt að þetta fari aldrei í gegnum þingflokkinn. Þetta er náttúrlega bara skattur á almenning. Ég er ekki fyrir að hringla í þessu vaskkerfið öllu saman, nóg er hringlið samt. Best að eitt gildi yfir allt. Það er það besta. Við tökum túrtappa og dömubindi út, alltaf verið ð gera einhverjar undantekningar og það flækir þetta og gerir þyngra.“ Reyndar er það ekki svo að andstöðu við fyrirhugaðan sykurskatt sé eingöngu að finna meðal prinsippmanna í Sjálfstæðisflokknum. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, ritaði harðorðan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann fordæmir þessar hugmyndir fortakslaust. „Það er ljóst að hugmyndir að stórauknum sykurskatti uppá allt að 20 til 30 prósent rúmast alls ekki innan þess loforðs sem ríkisstjórnin gaf verkalýðshreyfingunni samhliða gerð lífkjarasamningsins,“ segir Vilhjálmur meðal annars. Og bætir við: „Ég hins vegar geri mér alveg grein fyrir að það er lýðheilsumál að taka á aukinni sykurneyslu en ég tel það ekki vænlegt til árangurs að gera það á forræðishyggjunni einni saman.“Oftúlkun á ákvæðum stjórnarsáttmála Brynjar segir þetta ekki farið í gegnum ríkisstjórnina enn, hún hafi ekki gert annað en kynna niðurstöðu landlæknis. Og hann vill ekki meina að þessa finnist staður í stjórnarsáttmálanum. En, þar segir: „Ríkisstjórnin mun leggja sérstaka áherslu á forvarnir og lýðheilsu, meðal annars í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu og með stuðningi við íþróttir, æskulýðsstarf og öldrunarstarf. Skoðuð verður beiting efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu.“ Brynjar segir að þetta atriði í stjórnarsáttmála snúist ekki um sykurskatt.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ómyrkur í máli og telur fyrirhugaðan sykurskatt fyrir fáránlegan og mun ekki fyrir sína parta samþykkja neitt slíkt.Vísir/vilhelm„Það getur verið einhver hvatning til dæmis ef menn vilja minnka skatt á grænmeti, en ekki auka skatta á eitthvað. Slíkt fer aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Þetta fer mjög öfugt ofan í þingmenn hans.Svo efast ég um að þetta muni gera nokkurt gagn. Önnur atriði sem ráða því af hverju menn verða of feitir.“ Brynjar telur ekki úr vegi að ætla að þetta sé, ef að er gáð, siðferðilega vafasamt. Og jafnvel sé verið að níðast á fíklum í nafni góðmennskunnar. „Já, það er svolítið þannig. Pinsippíelt er ég á móti þessu. Fólk verður að bera ábyrgð á þessu. Sjálfsagt að hjálpa fólki en ég ætla ekki að skattleggja Pétur og Pál vegna meintra lasta. Við erum alltaf að skipta okkur af fólki, það ber enginn ábyrgð á sjálfum sér lengur.“Alið á almennu ábyrgðarleysi Brynjar segir þetta plágu meðal stjórnmálamanna og viðhorf sem þessi alltof ráðandi í samfélaginu öllu. „Hlutverk okkar stjórnmálamanna er að búa til almenna umgjörð svo atvinnulífið getur blómstrað en við eigum að láta fólk í friði að öðru leyti. En, nei, við erum farin að skipta okkur að öllu sem fólk gerir. Og allt í nafni þess að við séum að gæta hagsmuna þeirra. Þetta er orðið algjörlega innbyggt í okkur. Við erum eins og stjórnsöm móðir heima sem skiptir sér að öllu sem börnin gera. Skiptu þér að annarra manna börnum en láttu aðra vera.“ Brynjar segir þessa áráttu stöðugt vera að aukast og það sé verulegt áhyggjuefni. Og veður válynd því þó Sjálfstæðisflokkurinn muni setja sig á móti þessu geti samstarfsflokkar í ríkisstjórn fundið annan meirihluta fyrir málinu á þingi. Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Vilja breyta hegðun með skattlagningu Aðgerðaáætlunin var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og nú á að skipa starfshóp til að innleiða hana. 26. júní 2019 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Á ríkistjórnarfundi á föstudaginn var samþykkt að skipa starfshóp þriggja ráðuneyta sem gert er að vinna að innleiðingu áætlunar sem snýr að því að taka upp sykurskatt. Forgangsverkefni með það fyrir augum að auka hollustu. Ekki er ólíklegt að þetta mál bætist við stöðugt lengri lista sem setur strik í reikninginn varðandi stjórnarsamstarfið. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrðir í samtali við Vísi, að slíkur skattur muni aldrei fara í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann segist ekki muna eftir því að þetta mál hafi verið rætt innan hans.Brauðið hlýtur að vera næst á dagskrá „Ég hef aldrei heyrt að þetta væri inni í myndinni. Einhver sykurskattur? Hann var afnuminn þegar við komumst að eftir vinstri stjórnina.“ Brynjar dregur ekkert úr því spurður að þetta muni fara þversum í margan Sjálfstæðismanninn. Honum hugnast ekki þessi hugmyndafræði, skattlagning af þessu tagi. „Og að skattleggja okkur líka vegna þess að einhverjir aðrir eru óhóflegir í áti? Það líst mér ekki á. Þetta er hugmyndafræði sem menn trúa á en þeir geta þá alveg eins skattlagt kolvetni sérstaklega, þess vegna,“ segir Brynjar sem bendir á að líkast til sé heilbrigðisvandi sem rekja má til brauðáts ekki minni en sá sykurtengdi. „Hvar endar þetta? Þetta er bara vandræðalegt. Við verðum að eiga við óhófið með öðrum hætti. Ég er ekki hrifinn af þessu.“Ekki eru það bara Sjálfstæðismenn sem eru í prinsippinu á móti sykurskattinum. Vilhjálmur Birgisson, sem hér má sjá ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR í Ráðherrabústaðnum, fordæmir skattinn með afdráttarlausum hætti.Vísir/VilhelmVerið að skattleggja almenning Brynjar segist hafa heyrt í mörgum innan síns flokks. „Ég held ég geti alveg fullyrt að þetta fari aldrei í gegnum þingflokkinn. Þetta er náttúrlega bara skattur á almenning. Ég er ekki fyrir að hringla í þessu vaskkerfið öllu saman, nóg er hringlið samt. Best að eitt gildi yfir allt. Það er það besta. Við tökum túrtappa og dömubindi út, alltaf verið ð gera einhverjar undantekningar og það flækir þetta og gerir þyngra.“ Reyndar er það ekki svo að andstöðu við fyrirhugaðan sykurskatt sé eingöngu að finna meðal prinsippmanna í Sjálfstæðisflokknum. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, ritaði harðorðan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann fordæmir þessar hugmyndir fortakslaust. „Það er ljóst að hugmyndir að stórauknum sykurskatti uppá allt að 20 til 30 prósent rúmast alls ekki innan þess loforðs sem ríkisstjórnin gaf verkalýðshreyfingunni samhliða gerð lífkjarasamningsins,“ segir Vilhjálmur meðal annars. Og bætir við: „Ég hins vegar geri mér alveg grein fyrir að það er lýðheilsumál að taka á aukinni sykurneyslu en ég tel það ekki vænlegt til árangurs að gera það á forræðishyggjunni einni saman.“Oftúlkun á ákvæðum stjórnarsáttmála Brynjar segir þetta ekki farið í gegnum ríkisstjórnina enn, hún hafi ekki gert annað en kynna niðurstöðu landlæknis. Og hann vill ekki meina að þessa finnist staður í stjórnarsáttmálanum. En, þar segir: „Ríkisstjórnin mun leggja sérstaka áherslu á forvarnir og lýðheilsu, meðal annars í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu og með stuðningi við íþróttir, æskulýðsstarf og öldrunarstarf. Skoðuð verður beiting efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu.“ Brynjar segir að þetta atriði í stjórnarsáttmála snúist ekki um sykurskatt.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ómyrkur í máli og telur fyrirhugaðan sykurskatt fyrir fáránlegan og mun ekki fyrir sína parta samþykkja neitt slíkt.Vísir/vilhelm„Það getur verið einhver hvatning til dæmis ef menn vilja minnka skatt á grænmeti, en ekki auka skatta á eitthvað. Slíkt fer aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Þetta fer mjög öfugt ofan í þingmenn hans.Svo efast ég um að þetta muni gera nokkurt gagn. Önnur atriði sem ráða því af hverju menn verða of feitir.“ Brynjar telur ekki úr vegi að ætla að þetta sé, ef að er gáð, siðferðilega vafasamt. Og jafnvel sé verið að níðast á fíklum í nafni góðmennskunnar. „Já, það er svolítið þannig. Pinsippíelt er ég á móti þessu. Fólk verður að bera ábyrgð á þessu. Sjálfsagt að hjálpa fólki en ég ætla ekki að skattleggja Pétur og Pál vegna meintra lasta. Við erum alltaf að skipta okkur af fólki, það ber enginn ábyrgð á sjálfum sér lengur.“Alið á almennu ábyrgðarleysi Brynjar segir þetta plágu meðal stjórnmálamanna og viðhorf sem þessi alltof ráðandi í samfélaginu öllu. „Hlutverk okkar stjórnmálamanna er að búa til almenna umgjörð svo atvinnulífið getur blómstrað en við eigum að láta fólk í friði að öðru leyti. En, nei, við erum farin að skipta okkur að öllu sem fólk gerir. Og allt í nafni þess að við séum að gæta hagsmuna þeirra. Þetta er orðið algjörlega innbyggt í okkur. Við erum eins og stjórnsöm móðir heima sem skiptir sér að öllu sem börnin gera. Skiptu þér að annarra manna börnum en láttu aðra vera.“ Brynjar segir þessa áráttu stöðugt vera að aukast og það sé verulegt áhyggjuefni. Og veður válynd því þó Sjálfstæðisflokkurinn muni setja sig á móti þessu geti samstarfsflokkar í ríkisstjórn fundið annan meirihluta fyrir málinu á þingi.
Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Vilja breyta hegðun með skattlagningu Aðgerðaáætlunin var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og nú á að skipa starfshóp til að innleiða hana. 26. júní 2019 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15
Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01
Vilja breyta hegðun með skattlagningu Aðgerðaáætlunin var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og nú á að skipa starfshóp til að innleiða hana. 26. júní 2019 07:00