Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júní 2019 19:30 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var falið að efla eftirlit með heimagistingu síðasta sumar en um var að ræða átaksverkefni. Starfsfólki var falið að gera vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga eða af eigin frumkvæði. Sýslumaður áætlar að dregið hafi úr óskráðri og óleyfilegri skammtímaleigu um tæpan þriðjung frá því að átakið hófst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála er afar ánægð með hversu vel hefur tekist til. Skráningarhlutfall húsnæðis var 15% og með þessari aukningu nú er það komið upp í 50% þannig að átakið hefur skilað mjög miklum árangri. En auðvitað viljum við ná árangrinum uppí 100%,“ segir Þórdís.Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf rannsóknir í september í fyrra og frá þeim tíma hafa borist yfir 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu, 455 mál hafa verið stofnuð, 396 vettvangsheimsóknir framkvæmda og 71 máli lokið með stjórnvaldssektum. Þá hafa 59 mál verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldu. Tugir mála eru til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld í tengslum við eftirlit með gististarfsemi og 68 áskoranir hafa sendar á aðila vegna minniháttar brota á lögum. Eftir að eftirlitið var aukið hefur fjöldi skráðra heimagistinga næstum tvöfaldast og það sem af er þessu ári eru þær um 1750 talsins.Frá ársbyrjun 2018 hefur sýslumaður innheimt yfir þrjátíu milljónir króna í skráningargjöld vegna skráðra heimagistinga og þá eru fyrirhugaðar og álagðar sektir um tæplega 106 milljónir króna. Átakið hefur gengið það vel að ákveðið hefur verið að það verði til frambúðar og þá voru lög hert í vor. „Ég er að forgangsraða fjármunum hér í ráðuneytinu svo þetta verði ekki bara átaksverkefni heldur viðvarandi eftirlit með heimagistingu,“ segir Þórdís Kolbrún. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var falið að efla eftirlit með heimagistingu síðasta sumar en um var að ræða átaksverkefni. Starfsfólki var falið að gera vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga eða af eigin frumkvæði. Sýslumaður áætlar að dregið hafi úr óskráðri og óleyfilegri skammtímaleigu um tæpan þriðjung frá því að átakið hófst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála er afar ánægð með hversu vel hefur tekist til. Skráningarhlutfall húsnæðis var 15% og með þessari aukningu nú er það komið upp í 50% þannig að átakið hefur skilað mjög miklum árangri. En auðvitað viljum við ná árangrinum uppí 100%,“ segir Þórdís.Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf rannsóknir í september í fyrra og frá þeim tíma hafa borist yfir 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu, 455 mál hafa verið stofnuð, 396 vettvangsheimsóknir framkvæmda og 71 máli lokið með stjórnvaldssektum. Þá hafa 59 mál verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldu. Tugir mála eru til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld í tengslum við eftirlit með gististarfsemi og 68 áskoranir hafa sendar á aðila vegna minniháttar brota á lögum. Eftir að eftirlitið var aukið hefur fjöldi skráðra heimagistinga næstum tvöfaldast og það sem af er þessu ári eru þær um 1750 talsins.Frá ársbyrjun 2018 hefur sýslumaður innheimt yfir þrjátíu milljónir króna í skráningargjöld vegna skráðra heimagistinga og þá eru fyrirhugaðar og álagðar sektir um tæplega 106 milljónir króna. Átakið hefur gengið það vel að ákveðið hefur verið að það verði til frambúðar og þá voru lög hert í vor. „Ég er að forgangsraða fjármunum hér í ráðuneytinu svo þetta verði ekki bara átaksverkefni heldur viðvarandi eftirlit með heimagistingu,“ segir Þórdís Kolbrún.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira