Borgin hafi mögulega greitt of mikið fyrir fasteign í Vesturbænum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 20:36 Húsið stendur á horni Hringbrautar og Hofsvallagötu. Já.is Borgarráð samþykkti kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mun verða íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og var kaupverðið 230 milljónir króna. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, segir kaupverðið vera töluvert yfir því sem gengur og gerist með eignir af þessari stærðargráðu á þessum stað í borginni. Undanfarna tíu mánuði hafi fermetraverð verið í kringum 480 þúsund krónur. „Ég sá að hún fór þarna á rétt upp undir sexhundruð þúsund krónur á fermetra, það eru ekki mörg fordæmi fyrir því að eignir af þessari stærðargráðu hafi verið að fara á yfir sexhundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Páll Heiðar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann telji að seljandi hafi ákveðið að hækka verðið þar sem um var að ræða opinberan aðila segir Páll Heiðar það alveg mega spyrja sig hvort Reykjavíkurborg hafi greitt of mikið fyrir eignina. „Við erum öll eins með það að vilja fá sem mest fyrir eignina og kaupendur borga sem minnst,“ segir Páll Heiðar. Hann hafi sjálfur selt til að mynda Félagsbústuðum eignir áður og þar sé farið vel yfir málin áður en kaup eru gerð. „Ég veit að þeir vinna þetta öðruvísi, þeir skoða fermetraverð og bera saman og taka verðfundi og þeir hafa unnið þetta nokkuð vel,“ segir Páll Heiðar og segir það vera vinnubrögð sem allir ættu að tileinka sér við kaup á fasteign, sama hvort um sé að ræða einstaklinga eða opinbera aðila. Hægt er að hlusta á viðtalið við Pál Heiðar í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sjá meira
Borgarráð samþykkti kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mun verða íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og var kaupverðið 230 milljónir króna. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, segir kaupverðið vera töluvert yfir því sem gengur og gerist með eignir af þessari stærðargráðu á þessum stað í borginni. Undanfarna tíu mánuði hafi fermetraverð verið í kringum 480 þúsund krónur. „Ég sá að hún fór þarna á rétt upp undir sexhundruð þúsund krónur á fermetra, það eru ekki mörg fordæmi fyrir því að eignir af þessari stærðargráðu hafi verið að fara á yfir sexhundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Páll Heiðar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann telji að seljandi hafi ákveðið að hækka verðið þar sem um var að ræða opinberan aðila segir Páll Heiðar það alveg mega spyrja sig hvort Reykjavíkurborg hafi greitt of mikið fyrir eignina. „Við erum öll eins með það að vilja fá sem mest fyrir eignina og kaupendur borga sem minnst,“ segir Páll Heiðar. Hann hafi sjálfur selt til að mynda Félagsbústuðum eignir áður og þar sé farið vel yfir málin áður en kaup eru gerð. „Ég veit að þeir vinna þetta öðruvísi, þeir skoða fermetraverð og bera saman og taka verðfundi og þeir hafa unnið þetta nokkuð vel,“ segir Páll Heiðar og segir það vera vinnubrögð sem allir ættu að tileinka sér við kaup á fasteign, sama hvort um sé að ræða einstaklinga eða opinbera aðila. Hægt er að hlusta á viðtalið við Pál Heiðar í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sjá meira
Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40