Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2019 23:18 Hér sést skipið, Sea-Watch 3, sigla til hafnar í Sikileyjum eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks í apríl 2018. Getty/Vísir Björgunarskip sem hafði innbyrðis flóttafólk sem bjargað hafði verið í Miðjarðarhafinu kom að bryggju á ítölsku eyjunni Lampedusa, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli ítalskra stjórnvalda um að halda sig frá landhelgi Ítalíu. Samkvæmt skipstjóra björgunarskipsins komu lögreglumenn um borð í bátinn til þess að varna því að flóttafólkið stigi fæti úr bátnum. „Ég veit að þetta er áhættusamt, en flóttafólkið er uppgefið. Ég mun koma þeim í öruggt skjól,“ sagði Carola Rackete skipstjóri. Starfandi forsætisráðherra Ítalíu virtist þó ekki hafa sömu hugmyndir og skipstjórinn en hann lýsti því yfir að flóttafólkinu yrði meinað að stíga frá borði og á ítalska grundu. „Innflutningur fólks á ekki að vera í höndum skipa [áhafna skipa] sem taka lögin í sínar hendur,“ ritaði Salvini á Facebook-síðu sína fyrr í dag. Hann sagðist þá hafa komið á framfæri opinberum mótmælum við hollensk yfirvöld vegna málsins, en björgunarskipið er með skráða heimahöfn í Hollandi og siglir undir merkjum þýska góðgerðarfélagsins Sea-Watch. Ítölsk yfirvöld höfðu áður hótað að sekta skipið vegna ferða til og frá Lampedusa, sem er syðsta eyja Ítalíu. Forstjóri Sea-Watch, Johannes Bayer, segir skipstjóra skipsins ekki hafa átt annarra kosta völ en að setja stefnuna á Lampedusa eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks af litlum gúmmíbát á Miðjarðarhafinu fyrr í þessum mánuði. „Við siglum inn í Ítalska landhelgi þar sem við höfðum engan annan valkost til þess að tryggja öryggi gesta okkar, hvers grunnmannréttindi hafa verið brotin nógu lengi.“ Flóttamenn Ítalía Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Björgunarskip sem hafði innbyrðis flóttafólk sem bjargað hafði verið í Miðjarðarhafinu kom að bryggju á ítölsku eyjunni Lampedusa, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli ítalskra stjórnvalda um að halda sig frá landhelgi Ítalíu. Samkvæmt skipstjóra björgunarskipsins komu lögreglumenn um borð í bátinn til þess að varna því að flóttafólkið stigi fæti úr bátnum. „Ég veit að þetta er áhættusamt, en flóttafólkið er uppgefið. Ég mun koma þeim í öruggt skjól,“ sagði Carola Rackete skipstjóri. Starfandi forsætisráðherra Ítalíu virtist þó ekki hafa sömu hugmyndir og skipstjórinn en hann lýsti því yfir að flóttafólkinu yrði meinað að stíga frá borði og á ítalska grundu. „Innflutningur fólks á ekki að vera í höndum skipa [áhafna skipa] sem taka lögin í sínar hendur,“ ritaði Salvini á Facebook-síðu sína fyrr í dag. Hann sagðist þá hafa komið á framfæri opinberum mótmælum við hollensk yfirvöld vegna málsins, en björgunarskipið er með skráða heimahöfn í Hollandi og siglir undir merkjum þýska góðgerðarfélagsins Sea-Watch. Ítölsk yfirvöld höfðu áður hótað að sekta skipið vegna ferða til og frá Lampedusa, sem er syðsta eyja Ítalíu. Forstjóri Sea-Watch, Johannes Bayer, segir skipstjóra skipsins ekki hafa átt annarra kosta völ en að setja stefnuna á Lampedusa eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks af litlum gúmmíbát á Miðjarðarhafinu fyrr í þessum mánuði. „Við siglum inn í Ítalska landhelgi þar sem við höfðum engan annan valkost til þess að tryggja öryggi gesta okkar, hvers grunnmannréttindi hafa verið brotin nógu lengi.“
Flóttamenn Ítalía Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira