Sex ár fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2019 09:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Sindri Brjánsson, 27 ára karlmaður, var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindri var fundinn sekur um að hafa veitt manni fjölda lífshættulegra stungusára í bæði andlit og líkama í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember í fyrra. Fréttablaðið greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. „Brot ákærða sem hann er nú sakfelldur fyrir eru hrottaleg og bera vott um skeytingarleysi gagnvart lífi og heilbrigði annars manns,“ segir í dómsorði. Árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola andlitsskaða. Til stóð að kveða upp dóm yfir Sindra snemma í maí en fresta þurfti málinu vegna veikinda dómara. Svo mikill frestur varð á dómsuppsögu að endurflytja þurfti málið og var dómurinn loks kveðinn upp í gær. Var Sindri dæmdur til að greiða manninum sem hann réðst á 1,2 milljónir króna í miskabætur en farið var fram á rúmlega fimm milljónir króna í miskabætur. Þá þarf Sindri að greiða rúmar fimm milljónir í sakarkostnað málsins. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn daginn sem árásin varð. Blóðugur hnífur fannst við húsleit hjá honum. Framan af var Sindri í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en í framhaldinu á grundvelli almannahagsmuna. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. 6. maí 2019 06:15 Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25. júní 2019 06:00 Faldi blóðugan hníf á heimili sínu Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. 5. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Sindri Brjánsson, 27 ára karlmaður, var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindri var fundinn sekur um að hafa veitt manni fjölda lífshættulegra stungusára í bæði andlit og líkama í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember í fyrra. Fréttablaðið greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. „Brot ákærða sem hann er nú sakfelldur fyrir eru hrottaleg og bera vott um skeytingarleysi gagnvart lífi og heilbrigði annars manns,“ segir í dómsorði. Árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola andlitsskaða. Til stóð að kveða upp dóm yfir Sindra snemma í maí en fresta þurfti málinu vegna veikinda dómara. Svo mikill frestur varð á dómsuppsögu að endurflytja þurfti málið og var dómurinn loks kveðinn upp í gær. Var Sindri dæmdur til að greiða manninum sem hann réðst á 1,2 milljónir króna í miskabætur en farið var fram á rúmlega fimm milljónir króna í miskabætur. Þá þarf Sindri að greiða rúmar fimm milljónir í sakarkostnað málsins. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn daginn sem árásin varð. Blóðugur hnífur fannst við húsleit hjá honum. Framan af var Sindri í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en í framhaldinu á grundvelli almannahagsmuna.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. 6. maí 2019 06:15 Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25. júní 2019 06:00 Faldi blóðugan hníf á heimili sínu Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. 5. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. 6. maí 2019 06:15
Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25. júní 2019 06:00
Faldi blóðugan hníf á heimili sínu Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. 5. nóvember 2018 06:00