Sex ár fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2019 09:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Sindri Brjánsson, 27 ára karlmaður, var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindri var fundinn sekur um að hafa veitt manni fjölda lífshættulegra stungusára í bæði andlit og líkama í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember í fyrra. Fréttablaðið greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. „Brot ákærða sem hann er nú sakfelldur fyrir eru hrottaleg og bera vott um skeytingarleysi gagnvart lífi og heilbrigði annars manns,“ segir í dómsorði. Árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola andlitsskaða. Til stóð að kveða upp dóm yfir Sindra snemma í maí en fresta þurfti málinu vegna veikinda dómara. Svo mikill frestur varð á dómsuppsögu að endurflytja þurfti málið og var dómurinn loks kveðinn upp í gær. Var Sindri dæmdur til að greiða manninum sem hann réðst á 1,2 milljónir króna í miskabætur en farið var fram á rúmlega fimm milljónir króna í miskabætur. Þá þarf Sindri að greiða rúmar fimm milljónir í sakarkostnað málsins. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn daginn sem árásin varð. Blóðugur hnífur fannst við húsleit hjá honum. Framan af var Sindri í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en í framhaldinu á grundvelli almannahagsmuna. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. 6. maí 2019 06:15 Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25. júní 2019 06:00 Faldi blóðugan hníf á heimili sínu Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. 5. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Sindri Brjánsson, 27 ára karlmaður, var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindri var fundinn sekur um að hafa veitt manni fjölda lífshættulegra stungusára í bæði andlit og líkama í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember í fyrra. Fréttablaðið greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. „Brot ákærða sem hann er nú sakfelldur fyrir eru hrottaleg og bera vott um skeytingarleysi gagnvart lífi og heilbrigði annars manns,“ segir í dómsorði. Árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola andlitsskaða. Til stóð að kveða upp dóm yfir Sindra snemma í maí en fresta þurfti málinu vegna veikinda dómara. Svo mikill frestur varð á dómsuppsögu að endurflytja þurfti málið og var dómurinn loks kveðinn upp í gær. Var Sindri dæmdur til að greiða manninum sem hann réðst á 1,2 milljónir króna í miskabætur en farið var fram á rúmlega fimm milljónir króna í miskabætur. Þá þarf Sindri að greiða rúmar fimm milljónir í sakarkostnað málsins. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn daginn sem árásin varð. Blóðugur hnífur fannst við húsleit hjá honum. Framan af var Sindri í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en í framhaldinu á grundvelli almannahagsmuna.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. 6. maí 2019 06:15 Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25. júní 2019 06:00 Faldi blóðugan hníf á heimili sínu Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. 5. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. 6. maí 2019 06:15
Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25. júní 2019 06:00
Faldi blóðugan hníf á heimili sínu Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. 5. nóvember 2018 06:00