Miðflokkurinn kominn á mikið flug Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. júní 2019 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins. visir/vilhelm Endaskipti hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins og Miðflokksins samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið nú í vikunni. Miðflokkurinn bætir rúmum þremur prósentum við sig milli kannana og er nú með 9,8 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum tveimur prósentum og er dottinn niður í 7,1 prósent. Vinstri græn eru eini stjórnarflokkurinn sem bætir við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent en var með 10,2 prósent í síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar fylgi og fer úr 24,2 prósentum niður í 22,6. Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist hins vegar lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðja stjórnina. Fylgið er líka á hreyfingu meðal flokka í stjórnarandstöðu. Auk breytinga á fylgi Miðflokksins er mest hreyfing á fylgi Pírata og Samfylkingarinnar. Píratar bæta við sig rúmum tveimur prósentum frá síðustu könnun og fara úr 13 prósentum upp í 15,2 prósent og er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu og með næstmest fylgi flokka á eftir Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin, sem var með 17,4 prósent í síðustu könnun, tapar hins vegar þremur prósentum og fer niður í 14,1 prósent. Fylgi Viðreisnar er hins vegar stöðugt milli kannana, Var 9,9 prósent í síðustu könnun og er nú 9,7 prósent. Flokkur fólksins tapar einu prósenti milli kannana og fer úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki eltast við skoðanakannanir, þegar blaðið leitaði viðbragða hans við könnuninni. Kannanir geti ruglað menn og segi ekki mikið um niðurstöður kosninga. „Það sem skiptir máli eru kosningar. Ég hef trú á því að ef flokkar sýna staðfestu og að þeim sé alvara með að standa við stefnumálin verði það metið í kosningum,“ segir Sigmundur en bætir við: „Samt verð ég að viðurkenna að mér þykir skemmtilegra að fara upp en niður í könnunum þannig að svo ég sé alveg hreinskilinn finnst mér mjög gaman að heyra þessi tíðindi.“ Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.Miðflokkurinn að ná sér eftir fylgishrun í kjölfar Klausturshneykslisins Frá því síðasta könnun Zenter var gerð um mánaðamótin febrúar/mars hafa hugðarefni Miðflokksins verið mjög í brennidepli. Þar í fararbroddi er þriðji orkupakkinn en fyrri umræða um málið fór fram í þinginu snemma í apríl og var það svo í meðförum utanríkismálanefndar fram í maí þegar síðari umræða hófst í þingsal með málþófi Miðflokksins. Frumvarpi sem heimila á innflutning á ófrosnu kjöti hefur einnig verið mjög mótmælt af Miðflokknum á þeim tíma sem leið milli kannana. Bæði þessi mál eru umdeild innan grasrótar Framsóknarflokksins og verður að ætla að drjúgur hluti grasrótarflokksins sé að refsa forystunni nú og færa sig yfir til Miðflokksins. Miðflokkurinn var stofnaður 15. október 2017 og sópaði til sín miklu fylgi strax í fyrstu kosningum sem fóru fram tveimur vikum síðar og fékk tæp 11 prósent. Fylgi flokksins hrundi í kjölfar Klausturshneykslisins síðastliðið haust og fór niður í rúm fjögur prósent. Á vormánuðum var flokkurinn byrjaður að ná vopnum sínum og mældist með 6,6 prósenta fylgi í mars og er nú aðeins einu prósenti frá því að ná kjörfylgi sínu. Fylgi við ríkisstjórnina Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðji stjórnina. Vinstri græn bæta ein stjórnarflokka við sig fylgi, um tæp 3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tapa hins vegar fylgi; samtals 4,5 prósentum. „Mér finnst mikilvæg vísbending fyrir ríkisstjórnina að fylgi hennar sé að haldast tiltölulega stöðugt. Það er jákvæð breyting frá því sem verið hefur um fylgi ríkisstjórna á síðasta áratug,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Endaskipti hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins og Miðflokksins samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið nú í vikunni. Miðflokkurinn bætir rúmum þremur prósentum við sig milli kannana og er nú með 9,8 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum tveimur prósentum og er dottinn niður í 7,1 prósent. Vinstri græn eru eini stjórnarflokkurinn sem bætir við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent en var með 10,2 prósent í síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar fylgi og fer úr 24,2 prósentum niður í 22,6. Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist hins vegar lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðja stjórnina. Fylgið er líka á hreyfingu meðal flokka í stjórnarandstöðu. Auk breytinga á fylgi Miðflokksins er mest hreyfing á fylgi Pírata og Samfylkingarinnar. Píratar bæta við sig rúmum tveimur prósentum frá síðustu könnun og fara úr 13 prósentum upp í 15,2 prósent og er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu og með næstmest fylgi flokka á eftir Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin, sem var með 17,4 prósent í síðustu könnun, tapar hins vegar þremur prósentum og fer niður í 14,1 prósent. Fylgi Viðreisnar er hins vegar stöðugt milli kannana, Var 9,9 prósent í síðustu könnun og er nú 9,7 prósent. Flokkur fólksins tapar einu prósenti milli kannana og fer úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki eltast við skoðanakannanir, þegar blaðið leitaði viðbragða hans við könnuninni. Kannanir geti ruglað menn og segi ekki mikið um niðurstöður kosninga. „Það sem skiptir máli eru kosningar. Ég hef trú á því að ef flokkar sýna staðfestu og að þeim sé alvara með að standa við stefnumálin verði það metið í kosningum,“ segir Sigmundur en bætir við: „Samt verð ég að viðurkenna að mér þykir skemmtilegra að fara upp en niður í könnunum þannig að svo ég sé alveg hreinskilinn finnst mér mjög gaman að heyra þessi tíðindi.“ Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.Miðflokkurinn að ná sér eftir fylgishrun í kjölfar Klausturshneykslisins Frá því síðasta könnun Zenter var gerð um mánaðamótin febrúar/mars hafa hugðarefni Miðflokksins verið mjög í brennidepli. Þar í fararbroddi er þriðji orkupakkinn en fyrri umræða um málið fór fram í þinginu snemma í apríl og var það svo í meðförum utanríkismálanefndar fram í maí þegar síðari umræða hófst í þingsal með málþófi Miðflokksins. Frumvarpi sem heimila á innflutning á ófrosnu kjöti hefur einnig verið mjög mótmælt af Miðflokknum á þeim tíma sem leið milli kannana. Bæði þessi mál eru umdeild innan grasrótar Framsóknarflokksins og verður að ætla að drjúgur hluti grasrótarflokksins sé að refsa forystunni nú og færa sig yfir til Miðflokksins. Miðflokkurinn var stofnaður 15. október 2017 og sópaði til sín miklu fylgi strax í fyrstu kosningum sem fóru fram tveimur vikum síðar og fékk tæp 11 prósent. Fylgi flokksins hrundi í kjölfar Klausturshneykslisins síðastliðið haust og fór niður í rúm fjögur prósent. Á vormánuðum var flokkurinn byrjaður að ná vopnum sínum og mældist með 6,6 prósenta fylgi í mars og er nú aðeins einu prósenti frá því að ná kjörfylgi sínu. Fylgi við ríkisstjórnina Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðji stjórnina. Vinstri græn bæta ein stjórnarflokka við sig fylgi, um tæp 3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tapa hins vegar fylgi; samtals 4,5 prósentum. „Mér finnst mikilvæg vísbending fyrir ríkisstjórnina að fylgi hennar sé að haldast tiltölulega stöðugt. Það er jákvæð breyting frá því sem verið hefur um fylgi ríkisstjórna á síðasta áratug,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira