Að gera góða laug ánægjulegri fyrir gesti Jón Gunnar Schram skrifar 28. júní 2019 12:33 Sæl öll. Mér finnst, og veit að það eru fleiri sem eru á sama máli, að sundlaugarnar á Íslandi eru perlur, mikil heilsubót. Á það því einnig að vera gleði að fara í sund. Við, sundlaugargestir, heimamenn, borgum fyrir allan kostnað laugarinnar með skatti okkar og aðgöngugjaldi. Nú hefur afgreiðslan verið endurbætt í sundlaug Keflavíkur, sem er gott mál. Færri fara í sund án þess að greiða sundlaugargjaldið. Það er e.t.v. eitt sem má laga, að mínu mati og annarra, til að gleðin við það að fara í sund sé áfram til staðar. Samræður í heitu pottunum fjalla oft um daginn og veginn, þar á meðal um sundlaugina sjálfa, starfsmennina. Komið hefur fram í máli manna, að þrifum sé ábótavant, sumir (yngstu) sundlaugargestir þrífa sig helst ekki fyrir sund. Þar eru þeir efstir á blaði sem æfa sund í lauginni. Heyrst hefur að þessi hópur fer helst ekki í sturtu fyrir sundæfingar. Annar hópur er erlendir gestir sem eru ekki vanir að þrífa sig fyrir sund eða vilja ekki sýna hvernig þeir eru skapaðir. Reglur laugarinnar eru á þann veg að gestir eiga að þrífa sig fyrir sund, skilti á veggjum baðherbergja benda á það. Vitni hafa séð að erlendir karlkynsgestir reyndu að fara/fóru í nærbuxum í laugina undir sundskýlu, það fannst íslensku gestunum ógeðslegt og er ég sammála. Er þá ekki gleðin, við að fara í sund, farin að minka töluvert við þetta? Þó að skiltin séu áberandi í sturtuklefunum þá fara erlendu gestirnir helst ekkert eftir þeim, líta ekki á þau, og þó að þeim sé bent á þau af íslenskum gestum, yppta bara öxlum. Einhver stjórnandi í RVK. í sundlaugarmálum, kom fram í sjónvarpinu, taldi að íslenskir sundlaugargestir ættu að koma í veg fyrir að útlendingar færu óbaðaðir í laugina. Við íslenskir sundlaugargestir eigum ekki að standa í ströggli, leiðindum, við aðra gesti, við erum komin til að njóta laugarinnar. Þessi maður fær því falleinkunn. Þetta með óþrifin hef ég nefnt við starfsmann í afgreiðslu, stjórnandann. Á hans máli mátti skilja að vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara sem kæmu í sund þá væri erfitt að fylgjast með þeim í búningsherbergjum (hvers vegna erfitt?). Sama vandamál væri í öðrum sundlaugum t.d. í Rvk. (Þetta er vandamál sem stjórnendur lauganna búa til). Einnig nefndi hann að trúarlegar ástæður væru fyrir því að menn þrifu sig ekki fyrir sund, töldu sig vera hreina (múslimi), þurfa ekki að fara í sturtu (til hvers eru menn þá að fara í sund, ef ekki m.a. til að þrífa sig?). Einnig hélt hann að eftir u.þ.b. 10-15 ár þá færu fæstir í sturtu fyrir sund, unga kynslóðin væri nú þegar hætt því í dag. Eða með öðrum orðum, starfsmenn laugarinnar nenna ekki að standa í þessu með hreinlætið er sama þó menn fari óbaðaðir og í skítugum nærbuxum í laugina. Eldri sundlaugargestir, sem hafa alltaf farið eftir reglum sundlaugarinnar og borga sitt útsvar, eru ekki ánægðir með hvernig er tekið á þessum þrifamálum. Það má spyrja, hvað segja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélagsins t.d. um nærbuxur í sundlauginni eða bara aðrir sundlaugargestir, er einhver ánægður með það? Með vaxandi óþrifum (bakteríur) í sundlauginni þá þarf að bæta klóri í vatnið, sem er ekki gott fyrir t.d. börn. Það ætti að kippa þessu í liðinn sem fyrst. Hvernig? Skal ekki segja. Þetta er stjórnendavandamál. E.t.v. má endurskipuleggja vaktirnar hjá starfsmönnum laugarinnar þannig að það væri einhver alltaf í baðherbergjunum. Ég hef heyrt það, að í Bláa Lóninu séu baðverðir og enginn gestur fer í lónið óbaðaður, til fyrirmyndar. Ég læt mitt sjónarmið duga hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Sæl öll. Mér finnst, og veit að það eru fleiri sem eru á sama máli, að sundlaugarnar á Íslandi eru perlur, mikil heilsubót. Á það því einnig að vera gleði að fara í sund. Við, sundlaugargestir, heimamenn, borgum fyrir allan kostnað laugarinnar með skatti okkar og aðgöngugjaldi. Nú hefur afgreiðslan verið endurbætt í sundlaug Keflavíkur, sem er gott mál. Færri fara í sund án þess að greiða sundlaugargjaldið. Það er e.t.v. eitt sem má laga, að mínu mati og annarra, til að gleðin við það að fara í sund sé áfram til staðar. Samræður í heitu pottunum fjalla oft um daginn og veginn, þar á meðal um sundlaugina sjálfa, starfsmennina. Komið hefur fram í máli manna, að þrifum sé ábótavant, sumir (yngstu) sundlaugargestir þrífa sig helst ekki fyrir sund. Þar eru þeir efstir á blaði sem æfa sund í lauginni. Heyrst hefur að þessi hópur fer helst ekki í sturtu fyrir sundæfingar. Annar hópur er erlendir gestir sem eru ekki vanir að þrífa sig fyrir sund eða vilja ekki sýna hvernig þeir eru skapaðir. Reglur laugarinnar eru á þann veg að gestir eiga að þrífa sig fyrir sund, skilti á veggjum baðherbergja benda á það. Vitni hafa séð að erlendir karlkynsgestir reyndu að fara/fóru í nærbuxum í laugina undir sundskýlu, það fannst íslensku gestunum ógeðslegt og er ég sammála. Er þá ekki gleðin, við að fara í sund, farin að minka töluvert við þetta? Þó að skiltin séu áberandi í sturtuklefunum þá fara erlendu gestirnir helst ekkert eftir þeim, líta ekki á þau, og þó að þeim sé bent á þau af íslenskum gestum, yppta bara öxlum. Einhver stjórnandi í RVK. í sundlaugarmálum, kom fram í sjónvarpinu, taldi að íslenskir sundlaugargestir ættu að koma í veg fyrir að útlendingar færu óbaðaðir í laugina. Við íslenskir sundlaugargestir eigum ekki að standa í ströggli, leiðindum, við aðra gesti, við erum komin til að njóta laugarinnar. Þessi maður fær því falleinkunn. Þetta með óþrifin hef ég nefnt við starfsmann í afgreiðslu, stjórnandann. Á hans máli mátti skilja að vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara sem kæmu í sund þá væri erfitt að fylgjast með þeim í búningsherbergjum (hvers vegna erfitt?). Sama vandamál væri í öðrum sundlaugum t.d. í Rvk. (Þetta er vandamál sem stjórnendur lauganna búa til). Einnig nefndi hann að trúarlegar ástæður væru fyrir því að menn þrifu sig ekki fyrir sund, töldu sig vera hreina (múslimi), þurfa ekki að fara í sturtu (til hvers eru menn þá að fara í sund, ef ekki m.a. til að þrífa sig?). Einnig hélt hann að eftir u.þ.b. 10-15 ár þá færu fæstir í sturtu fyrir sund, unga kynslóðin væri nú þegar hætt því í dag. Eða með öðrum orðum, starfsmenn laugarinnar nenna ekki að standa í þessu með hreinlætið er sama þó menn fari óbaðaðir og í skítugum nærbuxum í laugina. Eldri sundlaugargestir, sem hafa alltaf farið eftir reglum sundlaugarinnar og borga sitt útsvar, eru ekki ánægðir með hvernig er tekið á þessum þrifamálum. Það má spyrja, hvað segja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélagsins t.d. um nærbuxur í sundlauginni eða bara aðrir sundlaugargestir, er einhver ánægður með það? Með vaxandi óþrifum (bakteríur) í sundlauginni þá þarf að bæta klóri í vatnið, sem er ekki gott fyrir t.d. börn. Það ætti að kippa þessu í liðinn sem fyrst. Hvernig? Skal ekki segja. Þetta er stjórnendavandamál. E.t.v. má endurskipuleggja vaktirnar hjá starfsmönnum laugarinnar þannig að það væri einhver alltaf í baðherbergjunum. Ég hef heyrt það, að í Bláa Lóninu séu baðverðir og enginn gestur fer í lónið óbaðaður, til fyrirmyndar. Ég læt mitt sjónarmið duga hér.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun