Að gera góða laug ánægjulegri fyrir gesti Jón Gunnar Schram skrifar 28. júní 2019 12:33 Sæl öll. Mér finnst, og veit að það eru fleiri sem eru á sama máli, að sundlaugarnar á Íslandi eru perlur, mikil heilsubót. Á það því einnig að vera gleði að fara í sund. Við, sundlaugargestir, heimamenn, borgum fyrir allan kostnað laugarinnar með skatti okkar og aðgöngugjaldi. Nú hefur afgreiðslan verið endurbætt í sundlaug Keflavíkur, sem er gott mál. Færri fara í sund án þess að greiða sundlaugargjaldið. Það er e.t.v. eitt sem má laga, að mínu mati og annarra, til að gleðin við það að fara í sund sé áfram til staðar. Samræður í heitu pottunum fjalla oft um daginn og veginn, þar á meðal um sundlaugina sjálfa, starfsmennina. Komið hefur fram í máli manna, að þrifum sé ábótavant, sumir (yngstu) sundlaugargestir þrífa sig helst ekki fyrir sund. Þar eru þeir efstir á blaði sem æfa sund í lauginni. Heyrst hefur að þessi hópur fer helst ekki í sturtu fyrir sundæfingar. Annar hópur er erlendir gestir sem eru ekki vanir að þrífa sig fyrir sund eða vilja ekki sýna hvernig þeir eru skapaðir. Reglur laugarinnar eru á þann veg að gestir eiga að þrífa sig fyrir sund, skilti á veggjum baðherbergja benda á það. Vitni hafa séð að erlendir karlkynsgestir reyndu að fara/fóru í nærbuxum í laugina undir sundskýlu, það fannst íslensku gestunum ógeðslegt og er ég sammála. Er þá ekki gleðin, við að fara í sund, farin að minka töluvert við þetta? Þó að skiltin séu áberandi í sturtuklefunum þá fara erlendu gestirnir helst ekkert eftir þeim, líta ekki á þau, og þó að þeim sé bent á þau af íslenskum gestum, yppta bara öxlum. Einhver stjórnandi í RVK. í sundlaugarmálum, kom fram í sjónvarpinu, taldi að íslenskir sundlaugargestir ættu að koma í veg fyrir að útlendingar færu óbaðaðir í laugina. Við íslenskir sundlaugargestir eigum ekki að standa í ströggli, leiðindum, við aðra gesti, við erum komin til að njóta laugarinnar. Þessi maður fær því falleinkunn. Þetta með óþrifin hef ég nefnt við starfsmann í afgreiðslu, stjórnandann. Á hans máli mátti skilja að vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara sem kæmu í sund þá væri erfitt að fylgjast með þeim í búningsherbergjum (hvers vegna erfitt?). Sama vandamál væri í öðrum sundlaugum t.d. í Rvk. (Þetta er vandamál sem stjórnendur lauganna búa til). Einnig nefndi hann að trúarlegar ástæður væru fyrir því að menn þrifu sig ekki fyrir sund, töldu sig vera hreina (múslimi), þurfa ekki að fara í sturtu (til hvers eru menn þá að fara í sund, ef ekki m.a. til að þrífa sig?). Einnig hélt hann að eftir u.þ.b. 10-15 ár þá færu fæstir í sturtu fyrir sund, unga kynslóðin væri nú þegar hætt því í dag. Eða með öðrum orðum, starfsmenn laugarinnar nenna ekki að standa í þessu með hreinlætið er sama þó menn fari óbaðaðir og í skítugum nærbuxum í laugina. Eldri sundlaugargestir, sem hafa alltaf farið eftir reglum sundlaugarinnar og borga sitt útsvar, eru ekki ánægðir með hvernig er tekið á þessum þrifamálum. Það má spyrja, hvað segja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélagsins t.d. um nærbuxur í sundlauginni eða bara aðrir sundlaugargestir, er einhver ánægður með það? Með vaxandi óþrifum (bakteríur) í sundlauginni þá þarf að bæta klóri í vatnið, sem er ekki gott fyrir t.d. börn. Það ætti að kippa þessu í liðinn sem fyrst. Hvernig? Skal ekki segja. Þetta er stjórnendavandamál. E.t.v. má endurskipuleggja vaktirnar hjá starfsmönnum laugarinnar þannig að það væri einhver alltaf í baðherbergjunum. Ég hef heyrt það, að í Bláa Lóninu séu baðverðir og enginn gestur fer í lónið óbaðaður, til fyrirmyndar. Ég læt mitt sjónarmið duga hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Sæl öll. Mér finnst, og veit að það eru fleiri sem eru á sama máli, að sundlaugarnar á Íslandi eru perlur, mikil heilsubót. Á það því einnig að vera gleði að fara í sund. Við, sundlaugargestir, heimamenn, borgum fyrir allan kostnað laugarinnar með skatti okkar og aðgöngugjaldi. Nú hefur afgreiðslan verið endurbætt í sundlaug Keflavíkur, sem er gott mál. Færri fara í sund án þess að greiða sundlaugargjaldið. Það er e.t.v. eitt sem má laga, að mínu mati og annarra, til að gleðin við það að fara í sund sé áfram til staðar. Samræður í heitu pottunum fjalla oft um daginn og veginn, þar á meðal um sundlaugina sjálfa, starfsmennina. Komið hefur fram í máli manna, að þrifum sé ábótavant, sumir (yngstu) sundlaugargestir þrífa sig helst ekki fyrir sund. Þar eru þeir efstir á blaði sem æfa sund í lauginni. Heyrst hefur að þessi hópur fer helst ekki í sturtu fyrir sundæfingar. Annar hópur er erlendir gestir sem eru ekki vanir að þrífa sig fyrir sund eða vilja ekki sýna hvernig þeir eru skapaðir. Reglur laugarinnar eru á þann veg að gestir eiga að þrífa sig fyrir sund, skilti á veggjum baðherbergja benda á það. Vitni hafa séð að erlendir karlkynsgestir reyndu að fara/fóru í nærbuxum í laugina undir sundskýlu, það fannst íslensku gestunum ógeðslegt og er ég sammála. Er þá ekki gleðin, við að fara í sund, farin að minka töluvert við þetta? Þó að skiltin séu áberandi í sturtuklefunum þá fara erlendu gestirnir helst ekkert eftir þeim, líta ekki á þau, og þó að þeim sé bent á þau af íslenskum gestum, yppta bara öxlum. Einhver stjórnandi í RVK. í sundlaugarmálum, kom fram í sjónvarpinu, taldi að íslenskir sundlaugargestir ættu að koma í veg fyrir að útlendingar færu óbaðaðir í laugina. Við íslenskir sundlaugargestir eigum ekki að standa í ströggli, leiðindum, við aðra gesti, við erum komin til að njóta laugarinnar. Þessi maður fær því falleinkunn. Þetta með óþrifin hef ég nefnt við starfsmann í afgreiðslu, stjórnandann. Á hans máli mátti skilja að vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara sem kæmu í sund þá væri erfitt að fylgjast með þeim í búningsherbergjum (hvers vegna erfitt?). Sama vandamál væri í öðrum sundlaugum t.d. í Rvk. (Þetta er vandamál sem stjórnendur lauganna búa til). Einnig nefndi hann að trúarlegar ástæður væru fyrir því að menn þrifu sig ekki fyrir sund, töldu sig vera hreina (múslimi), þurfa ekki að fara í sturtu (til hvers eru menn þá að fara í sund, ef ekki m.a. til að þrífa sig?). Einnig hélt hann að eftir u.þ.b. 10-15 ár þá færu fæstir í sturtu fyrir sund, unga kynslóðin væri nú þegar hætt því í dag. Eða með öðrum orðum, starfsmenn laugarinnar nenna ekki að standa í þessu með hreinlætið er sama þó menn fari óbaðaðir og í skítugum nærbuxum í laugina. Eldri sundlaugargestir, sem hafa alltaf farið eftir reglum sundlaugarinnar og borga sitt útsvar, eru ekki ánægðir með hvernig er tekið á þessum þrifamálum. Það má spyrja, hvað segja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélagsins t.d. um nærbuxur í sundlauginni eða bara aðrir sundlaugargestir, er einhver ánægður með það? Með vaxandi óþrifum (bakteríur) í sundlauginni þá þarf að bæta klóri í vatnið, sem er ekki gott fyrir t.d. börn. Það ætti að kippa þessu í liðinn sem fyrst. Hvernig? Skal ekki segja. Þetta er stjórnendavandamál. E.t.v. má endurskipuleggja vaktirnar hjá starfsmönnum laugarinnar þannig að það væri einhver alltaf í baðherbergjunum. Ég hef heyrt það, að í Bláa Lóninu séu baðverðir og enginn gestur fer í lónið óbaðaður, til fyrirmyndar. Ég læt mitt sjónarmið duga hér.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar