Sleggjur munu fljúga Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. júní 2019 13:00 Ngannou og dos Santos í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Það verður sannkallaður risaslagur í nótt þegar UFC heimsækir Minnesota. Þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins í alvöru þungavigtarbardaga. Það er oft sagt að tæknileg geta sé mest hjá bardagamönnum í léttustu flokkunum en svo fari hún minnkandi eftir því sem þyngdin verður meiri. Bardagar í þungavigt verða því oft slappir og ótæknilegir þar sem menn eiga til að þreytast fljótt ef bardaginn klárast ekki í fyrstu lotu. Það er samt alltaf undarlega heillandi við að sjá tvö tröll kljást í búrinu og finna fyrir þyngd þeirra ferðast um búrið. Það verður alvöru kraftur í búrinu í kvöld þegar þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast. Báðir eru þeir meðal bestu þungavigtarmanna heims og skammt undan titilbardaga. Francis Ngannou skaust hratt upp á stjörnuhimininn þegar hann kom í UFC. Hann var fljótur að klára bardagana með ógnarkrafti sínum og fékk titilbardaga aðeins tveimur árum eftir að hann kom fyrst í UFC. Ngannou tapaði titilbardaganum og átti síðan einn versta bardaga í sögu UFC þegar hann tapaði fyrir Derrick Lewis. Eins hratt og Ngannou braust fram á sjónarsviðið virtist hann ætla að verða jafn fljótur að hverfa. Hann hefur þó náð góðri endurkomu og núna unnið tvo bardaga í röð – báða með rothöggi á undir mínútu. Junior dos Santos hefur átt nokkuð kaflaskiptan feril í UFC. Hann vann fyrstu sjö bardaga sína í UFC og fékk svo titilbardaga. Dos Santos varð þungavigtarmeistari með sigri á Cain Velasquez en tapaði svo titlinum í öðrum bardaga gegn Velasquez. Eftir það kom tímabil þar sem hann skiptist á að tapa og vinna en fékk þó tvö önnur tækifæri á titlinum sem honum tókst ekki að nýta. Núna hefur dos Santos unnið þrjá bardaga í röð og eru því báðir bardagamenn í lykilstöðu til að fá titilbardaga. Bardaginn er sennilega einn áhugaverðasti bardaginn í sumar hjá UFC. Báðir vilja þeir standa og afgreiða andstæðinginn með rothöggi en samanlagt eru þeir með 28 rothögg á ferilskránni. Það verða því stórar sleggjur sem munu fljúga í kvöld. Sigurvegarinn mun sennilega fá næsta titilbardaga en þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í ágúst. Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport í nótt. Þar munum við sjá tröllin mætast en einnig verður mikilvægur bardagi í fluguvigtinni á dagskrá og þá mun Demian Maia mæta Anthony Rocco Martin. Bein útsending hefst kl. 1:00 í nótt og verða sex bardagar á dagskrá. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix. 18. febrúar 2019 08:00 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Það verður sannkallaður risaslagur í nótt þegar UFC heimsækir Minnesota. Þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins í alvöru þungavigtarbardaga. Það er oft sagt að tæknileg geta sé mest hjá bardagamönnum í léttustu flokkunum en svo fari hún minnkandi eftir því sem þyngdin verður meiri. Bardagar í þungavigt verða því oft slappir og ótæknilegir þar sem menn eiga til að þreytast fljótt ef bardaginn klárast ekki í fyrstu lotu. Það er samt alltaf undarlega heillandi við að sjá tvö tröll kljást í búrinu og finna fyrir þyngd þeirra ferðast um búrið. Það verður alvöru kraftur í búrinu í kvöld þegar þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast. Báðir eru þeir meðal bestu þungavigtarmanna heims og skammt undan titilbardaga. Francis Ngannou skaust hratt upp á stjörnuhimininn þegar hann kom í UFC. Hann var fljótur að klára bardagana með ógnarkrafti sínum og fékk titilbardaga aðeins tveimur árum eftir að hann kom fyrst í UFC. Ngannou tapaði titilbardaganum og átti síðan einn versta bardaga í sögu UFC þegar hann tapaði fyrir Derrick Lewis. Eins hratt og Ngannou braust fram á sjónarsviðið virtist hann ætla að verða jafn fljótur að hverfa. Hann hefur þó náð góðri endurkomu og núna unnið tvo bardaga í röð – báða með rothöggi á undir mínútu. Junior dos Santos hefur átt nokkuð kaflaskiptan feril í UFC. Hann vann fyrstu sjö bardaga sína í UFC og fékk svo titilbardaga. Dos Santos varð þungavigtarmeistari með sigri á Cain Velasquez en tapaði svo titlinum í öðrum bardaga gegn Velasquez. Eftir það kom tímabil þar sem hann skiptist á að tapa og vinna en fékk þó tvö önnur tækifæri á titlinum sem honum tókst ekki að nýta. Núna hefur dos Santos unnið þrjá bardaga í röð og eru því báðir bardagamenn í lykilstöðu til að fá titilbardaga. Bardaginn er sennilega einn áhugaverðasti bardaginn í sumar hjá UFC. Báðir vilja þeir standa og afgreiða andstæðinginn með rothöggi en samanlagt eru þeir með 28 rothögg á ferilskránni. Það verða því stórar sleggjur sem munu fljúga í kvöld. Sigurvegarinn mun sennilega fá næsta titilbardaga en þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í ágúst. Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport í nótt. Þar munum við sjá tröllin mætast en einnig verður mikilvægur bardagi í fluguvigtinni á dagskrá og þá mun Demian Maia mæta Anthony Rocco Martin. Bein útsending hefst kl. 1:00 í nótt og verða sex bardagar á dagskrá.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix. 18. febrúar 2019 08:00 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30
Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix. 18. febrúar 2019 08:00
Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00
Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15