Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2019 19:45 Kópavogslækur sést reglulega hvítur að lit en grunur leikur á að málning leki út í lækinn. Vinsælt er meðal barna að veiða þar síli en í læknum er mikið dýralíf. Því hafa íbúar áhyggjur af mengunarafleiðingum og hefur ástandið verið tilkynnt heilbrigðiseftirlitinu. Reglulega sést Kópavogslækur hvítur að lit en slíkt vekur óhug meðal íbúa Smárahverfis. Upp á síðkastið hefur skiptunum fjölgað og hafa íbúar undrað sig á lit læksins í Facebook hópi hverfisins, en talið er að um málningu sé að ræða. „Við sjáum reglulega litamengun þar sem greinilega útþynnt málning kemur frá fyrirtækjum í kring. Þetta hefur slæm áhrif á lífríki hér í kring og jafnvel þó það séu engin eiturefni í þessu þá hefru þetta slæm áhrif á lækinn,“ sagði Sævar Örn Einarsson, íbúi í Kópavogi.Íbúar telja að um málningu sé að ræðaAÐSEND MYNDLækurinn rennur í gegnum Kópavogsdal en þar eru börn oft að leik að sögn Sævars. Vinsælt er að veiða síli í læknum og er dýralíf mikið þar sem andarungar synda reglulega um. Sævar hefur áhyggjur af dýralífinu á læknum sem og heilsu barna sem leika sér við lækinn. „Já það er mikið af börnum hér á leik allan daginn. Allt morandi í andarungum. Ég hef áhyggjur af því að þetta hafi slæm áhrif á dýr og born,“ sagði Sævar. Íbúi í hverfinu hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og er málið til skoðunar. Eftirlitið hvetur fólk til að láta vita næst þegar lækurinn verður hvítur að lit svo hægt sé að taka sýni af vatninu.Lækurinn sem um ræðir er í KópavogsdalAÐSEND MYND Dýr Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Kópavogslækur sést reglulega hvítur að lit en grunur leikur á að málning leki út í lækinn. Vinsælt er meðal barna að veiða þar síli en í læknum er mikið dýralíf. Því hafa íbúar áhyggjur af mengunarafleiðingum og hefur ástandið verið tilkynnt heilbrigðiseftirlitinu. Reglulega sést Kópavogslækur hvítur að lit en slíkt vekur óhug meðal íbúa Smárahverfis. Upp á síðkastið hefur skiptunum fjölgað og hafa íbúar undrað sig á lit læksins í Facebook hópi hverfisins, en talið er að um málningu sé að ræða. „Við sjáum reglulega litamengun þar sem greinilega útþynnt málning kemur frá fyrirtækjum í kring. Þetta hefur slæm áhrif á lífríki hér í kring og jafnvel þó það séu engin eiturefni í þessu þá hefru þetta slæm áhrif á lækinn,“ sagði Sævar Örn Einarsson, íbúi í Kópavogi.Íbúar telja að um málningu sé að ræðaAÐSEND MYNDLækurinn rennur í gegnum Kópavogsdal en þar eru börn oft að leik að sögn Sævars. Vinsælt er að veiða síli í læknum og er dýralíf mikið þar sem andarungar synda reglulega um. Sævar hefur áhyggjur af dýralífinu á læknum sem og heilsu barna sem leika sér við lækinn. „Já það er mikið af börnum hér á leik allan daginn. Allt morandi í andarungum. Ég hef áhyggjur af því að þetta hafi slæm áhrif á dýr og born,“ sagði Sævar. Íbúi í hverfinu hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og er málið til skoðunar. Eftirlitið hvetur fólk til að láta vita næst þegar lækurinn verður hvítur að lit svo hægt sé að taka sýni af vatninu.Lækurinn sem um ræðir er í KópavogsdalAÐSEND MYND
Dýr Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira