Sveitarstjóri liggur á bæn og biður um rigningu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2019 19:54 Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu. Einmuna veðurblíða hefur verið á Suðurlandi síðustu viku, annað en síðasta sumar þegar rigndi nánast allt sumarið. Þegar veður er svona gott þurfa sveitarfélögin að huga að vatnsmálum sínum og passa að það sé til nóg af vatni fyrir heimilin og fyrirtækin. Nokkur sveitarfélög hafa sent tilkynningar frá sér þar sem fólk er beðið að fara sparlega með vatn og að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf. Rangárþing ytra er eitt af þessum sveitarfélögum. „Við erum að hvetja fólk, sérstaklega í hinum dreifðu byggðum til að fara sparlega með vatn. Þetta snýst um að dreifa vatni en þegar það bætast við nokkur þúsund nýir íbúar um eina helgi, þá önnum við ekki eftirspurn,“ segir Ágúst. Ágúst segir mikla notkun á vatni þegar veður er svona gott. „Já, það er málið, núna er hvítasunnuhelgi og frábært veður og þá er fólk að vökva garðinn og það er verið að nýta vatn með öðrum hætti en bara að nota það til heimilisþarfa, þá erum við tæpir, sérstaklega á ákveðnum svæðum eins og út í sumarbústaðabyggðunum, það er erfiðast þar.“ En þegar Ágúst talar um að spara vatn, hvað á hann þá nákvæmlega við ? „Til dæmis að búa til vatnsrennibrautir eða eitthvað slíkt, sem við þekkjum dæmi um eða að vökva garða alveg miskunnarlaust, sem að mætti gera sparlegar. Þetta snýst fyrst og fremst um það að fólk sé ekki að nota vatn að óþörfu núna á þessum viðkvæma tíma.“ Ágúst segir að allur jarðvegur sé mjög þurr og gras er víða farið að gulna vegna bruna.„Það hefur hægst á öllum vexti og við myndum allavega þiggja næturrigningar. Ég ligg á bæn og bið um það. Þá mundi allt smella hjá okkur. Hér væri klárt í þriðja slátt um miðjan ágúst,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Landbúnaður Rangárþing ytra Veður Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu. Einmuna veðurblíða hefur verið á Suðurlandi síðustu viku, annað en síðasta sumar þegar rigndi nánast allt sumarið. Þegar veður er svona gott þurfa sveitarfélögin að huga að vatnsmálum sínum og passa að það sé til nóg af vatni fyrir heimilin og fyrirtækin. Nokkur sveitarfélög hafa sent tilkynningar frá sér þar sem fólk er beðið að fara sparlega með vatn og að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf. Rangárþing ytra er eitt af þessum sveitarfélögum. „Við erum að hvetja fólk, sérstaklega í hinum dreifðu byggðum til að fara sparlega með vatn. Þetta snýst um að dreifa vatni en þegar það bætast við nokkur þúsund nýir íbúar um eina helgi, þá önnum við ekki eftirspurn,“ segir Ágúst. Ágúst segir mikla notkun á vatni þegar veður er svona gott. „Já, það er málið, núna er hvítasunnuhelgi og frábært veður og þá er fólk að vökva garðinn og það er verið að nýta vatn með öðrum hætti en bara að nota það til heimilisþarfa, þá erum við tæpir, sérstaklega á ákveðnum svæðum eins og út í sumarbústaðabyggðunum, það er erfiðast þar.“ En þegar Ágúst talar um að spara vatn, hvað á hann þá nákvæmlega við ? „Til dæmis að búa til vatnsrennibrautir eða eitthvað slíkt, sem við þekkjum dæmi um eða að vökva garða alveg miskunnarlaust, sem að mætti gera sparlegar. Þetta snýst fyrst og fremst um það að fólk sé ekki að nota vatn að óþörfu núna á þessum viðkvæma tíma.“ Ágúst segir að allur jarðvegur sé mjög þurr og gras er víða farið að gulna vegna bruna.„Það hefur hægst á öllum vexti og við myndum allavega þiggja næturrigningar. Ég ligg á bæn og bið um það. Þá mundi allt smella hjá okkur. Hér væri klárt í þriðja slátt um miðjan ágúst,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Landbúnaður Rangárþing ytra Veður Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira