Þegar Rúnar Júlíusson hótaði að flytja burt úr Keflavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2019 13:00 Rúnar Júlíusson, einnig þekktur sem Rúnni Júl, var bassaleikari hljómsveitarinnar Hljóma. Hann var gallharður Keflvíkingur. Fréttablaðið/ Reykjanesbær fagnar í dag 25 ára afmæli og verður af því tilefni blásið til hátíðahalda í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri segir mikið standa til og minnist einnig hitamáls í kringum stofnun sveitarfélagsins á sínum tíma, þar sem tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heitinn kom við sögu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heldur sérstakan hátíðarfund í félagsheimilinu Stapa í Hljómahöll klukkan fimm í tilefni afmælisins en 25 ár eru nú liðin frá því að fyrsta bæjarstjórn nýs sameinaðs bæjarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna tók til starfa. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikið standa til í dag. „Við ætlum að fagna því eða halda upp á tímamótin með annars vegar hátíðarfundi í Stapa í Hljómahöll þar sem bæjarstjórnin mun afgreiða nokkur tímamótamál og síðan verður gestum og bæjarbúum boðið upp á kaffi að fundi loknum.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Mynd/Páll KetilssonHið nýja sameinaða bæjarfélag var lengi vel nafnlaust en Kjartan minnist þess að nafnamálið hafi verið mikið hitamál á sínum tíma. Nafnið Suðurnesjabær varð ofan á í íbúakosningu en var þó ekki samþykkt. Eftir mikinn darraðardans og deilur var svo kosið um nýtt nafn á sveitarfélagið samhliða alþingiskosningum árið 1995. Valkostirnir voru tveir og hlaut Reykjanesbær 55% atkvæða. Ekki voru þó allir á eitt sáttir. Þegar bæjarstjórn tók nafnamálið til afgreiðslu á fundi sínum þann 16. ágúst 1995 blésu íbúar til háværra mótmæla við fundarsal bæjarstjórnar. Tónlistarmaðurinn og Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, sem lést árið 2008, var einna háværastur í hópi andmælenda hins nýja nafns. „Hann tók djúpt í árinni og sagðist myndu flytja úr bænum ef nýja sveitarfélagið fengi ekki nafnið Keflavík. Og þetta varð mikið hitamál hérna og menn skiptust á skoðunum en eins og allir vita þá var niðurstaðan sú að sveitarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær og Rúnar flutti ekki. Hann hélt tryggð við gamla bæinn sinn og bjó hér alveg fram til dauðadags,“ segir Kjartan. „Þetta var mikið mál. Það voru margir sammála honum. […] en ég held að það séu allir búnir að jafna sig, eða svona langflestir, í dag.“ Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Reykjanesbær fagnar í dag 25 ára afmæli og verður af því tilefni blásið til hátíðahalda í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri segir mikið standa til og minnist einnig hitamáls í kringum stofnun sveitarfélagsins á sínum tíma, þar sem tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heitinn kom við sögu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heldur sérstakan hátíðarfund í félagsheimilinu Stapa í Hljómahöll klukkan fimm í tilefni afmælisins en 25 ár eru nú liðin frá því að fyrsta bæjarstjórn nýs sameinaðs bæjarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna tók til starfa. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikið standa til í dag. „Við ætlum að fagna því eða halda upp á tímamótin með annars vegar hátíðarfundi í Stapa í Hljómahöll þar sem bæjarstjórnin mun afgreiða nokkur tímamótamál og síðan verður gestum og bæjarbúum boðið upp á kaffi að fundi loknum.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Mynd/Páll KetilssonHið nýja sameinaða bæjarfélag var lengi vel nafnlaust en Kjartan minnist þess að nafnamálið hafi verið mikið hitamál á sínum tíma. Nafnið Suðurnesjabær varð ofan á í íbúakosningu en var þó ekki samþykkt. Eftir mikinn darraðardans og deilur var svo kosið um nýtt nafn á sveitarfélagið samhliða alþingiskosningum árið 1995. Valkostirnir voru tveir og hlaut Reykjanesbær 55% atkvæða. Ekki voru þó allir á eitt sáttir. Þegar bæjarstjórn tók nafnamálið til afgreiðslu á fundi sínum þann 16. ágúst 1995 blésu íbúar til háværra mótmæla við fundarsal bæjarstjórnar. Tónlistarmaðurinn og Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, sem lést árið 2008, var einna háværastur í hópi andmælenda hins nýja nafns. „Hann tók djúpt í árinni og sagðist myndu flytja úr bænum ef nýja sveitarfélagið fengi ekki nafnið Keflavík. Og þetta varð mikið hitamál hérna og menn skiptust á skoðunum en eins og allir vita þá var niðurstaðan sú að sveitarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær og Rúnar flutti ekki. Hann hélt tryggð við gamla bæinn sinn og bjó hér alveg fram til dauðadags,“ segir Kjartan. „Þetta var mikið mál. Það voru margir sammála honum. […] en ég held að það séu allir búnir að jafna sig, eða svona langflestir, í dag.“
Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira