Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 22:52 Hjúpurinn yfir kjarnaofni fjögur í Tjsernóbíl sem sprakk nóttina örlagaríku árið 1986. Slysið er talið alvarlegasta kjarnorkuslys í sögunni. Vísir/EPA Sala á joðtöflum í Noregi hefur stóraukist eftir að þáttaröð um kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl voru frumsýndir fyrir rúmum mánuði. Yfirmaður geislavarna þar segir þættina áminningu um að þó að líkurnar á stórslysi séu litlar þurfi fólk að vera búið undir það. Á þeim fimm vikum sem liðnar eru frá því að fyrsti þáttur raðarinnar „Tsjernóbíl“ var frumsýndur hafa 1.900 joðtöflur verið seldar í Noregi. Það eru tvöfalt fleiri töflur en seldar voru vikurnar fimm á undan, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Joð kemur í veg fyrir að skjaldkirtill fólks safni í sig geislavirku efni. Þáttaröðin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Hún segir frá atburðum þegar kjarnaofn sprakk í Tsjernóbíl-kjarnorkuverinu í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, aðfaranótt 26. apríl árið 1986. Astrid Liland, yfirmaður neyðarundirbúnings Geislavarna- og kjarnorkuöryggisstofnunar Noregs, segir þáttaröðina gefa glögga mynd af því sem gerðist. „Þáttaröðin minnir okkur á að hlutirnir geta farið alvarlega úrskeiðis. Þó að líkurnar á sambærilegum hamförum séu litlar verður fólk að vera undirbúið,“ segir Liland. Fjöldi kjarnorkuvera er í Evrópu. Ef til kjarnorkuslyss kæmi segir Liland nauðsynlegt að hafa joðtöflur til taks. Mælt sé með því að fólk yngra en fertugt, ófrískar konur og mæður með börn á brjósti eigi joðtöflur til öryggis. Hægt er að kaupa joðtöflur án lyfseðils í Noregi. Noregur Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Sala á joðtöflum í Noregi hefur stóraukist eftir að þáttaröð um kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl voru frumsýndir fyrir rúmum mánuði. Yfirmaður geislavarna þar segir þættina áminningu um að þó að líkurnar á stórslysi séu litlar þurfi fólk að vera búið undir það. Á þeim fimm vikum sem liðnar eru frá því að fyrsti þáttur raðarinnar „Tsjernóbíl“ var frumsýndur hafa 1.900 joðtöflur verið seldar í Noregi. Það eru tvöfalt fleiri töflur en seldar voru vikurnar fimm á undan, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Joð kemur í veg fyrir að skjaldkirtill fólks safni í sig geislavirku efni. Þáttaröðin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Hún segir frá atburðum þegar kjarnaofn sprakk í Tsjernóbíl-kjarnorkuverinu í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, aðfaranótt 26. apríl árið 1986. Astrid Liland, yfirmaður neyðarundirbúnings Geislavarna- og kjarnorkuöryggisstofnunar Noregs, segir þáttaröðina gefa glögga mynd af því sem gerðist. „Þáttaröðin minnir okkur á að hlutirnir geta farið alvarlega úrskeiðis. Þó að líkurnar á sambærilegum hamförum séu litlar verður fólk að vera undirbúið,“ segir Liland. Fjöldi kjarnorkuvera er í Evrópu. Ef til kjarnorkuslyss kæmi segir Liland nauðsynlegt að hafa joðtöflur til taks. Mælt sé með því að fólk yngra en fertugt, ófrískar konur og mæður með börn á brjósti eigi joðtöflur til öryggis. Hægt er að kaupa joðtöflur án lyfseðils í Noregi.
Noregur Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00
Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08
Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11