Dansað til styrktar Jónu sem slasaðist í alvarlegu bílslysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2019 11:32 Mæðgurnar Jóna og Ugla á ferðalagi í Afríku. Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan snemma í þessum mánuði. Dóttir Jónu var með henni í bílnum en hún slapp með skrámur. Kramhúsið og Kennarahúsið hafa nú skipulagt styrktarviðburð henni til heiðurs, auk þess sem systir Jónu og vinkonur hafa stofnað styrktarreikning til þess að fjármagna endurhæfingarferlið. Að sögn Ásu Ottesen, systur Jónu, fer ástand Jónu batnandi. Hún er komin úr öndunarvél og aðlagast því nú að vera án hennar. Hún er þó enn á gjörgæslu og verður þar áfram uns hún verður tilbúin að taka næstu skref í endurhæfingarferlinu. „Hún er mjög skýr og meðvituð um sig og okkur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri allt í rétta átt.“ Ása segir Uglu, dóttur Jónu sem var einnig í bílnum þegar slysið varð, hafa sloppið ómeidda. „Hún fékk smá sár á hælinn, en það þurfti ekki að sauma eða neitt. Hún slapp ótrúlega vel. Það sést ekkert á henni núna,“ segir Ása.Dansað til styrktar og heiðurs Jónu Styrktarviðburðurinn sem skipulagður er af Kramhúsinu og Kennarahúsinu, sem fram fer 16. júní næstkomandi, ber yfirskriftina „Kátt í Kramhúsinu“ og er dans- og fjölskylduhátíð þar sem fólk á öllum sviðum lífsins getur dansað eins og vindurinn og styrkt gott málefni í leiðinni. Hátíðin fer, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fram í Kramhúsinu við Skólavörðustíg. Vigdís Arna, verkefnastýra Kramhússins, segir nafn viðburðarins vera vísun í barnahátíðina „Kátt á Klambra,“ sem Jóna hefur undanfarin ár staðið fyrir. Hátíðin verði hins vegar ekki haldin í ár, en þess í stað nafni hennar haldið á lofti með þessum hætti.Jóna er stofnandi barnahátíðarinnar Kátt á Klambra.Dagskrá viðburðarins verður tvískipt. Frá 11-13 verður boðið upp á fjölskyldu og barnadagskrá í léttari kantinum. Fjölskylduafró, latín-dansar og fjölskyldu-jóga eða pílates verður þar allsráðandi. Klukkan 16-18 verður hins vegar skrúfað aðeins upp í hitanum og boðið upp á tíma í Broadway-dansi, dansi við tónlist frá tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, afródans og Beyonce-dansa þar sem mjaðmasveiflur og gellulæti verða í fyrirrúmi, eins og segir á vef viðburðarins. Vigdís telur líklegt að færri komist að en vilji og hvetur því fólk til þess að tryggja sér aðgang að viðburðinum í tæka tíð. Stakir tímar kosta á bilinu 2500 til 4000 krónur, en einnig er hægt að styrkja átakið um aðrar upphæðir án þess að skrá sig á námskeiðið á vef Kramhússins. Þar er einnig hægt að sjá dagskrá viðburðarins. Allt fé sem safnast í tengslum við viðburðinn rennur óskipt inn á styrktarreikning Jónu Elísabetar, þar sem allir sem taka þátt í verkefninu gefa vinnu sína í þágu fjáröflunar fyrir endurhæfingu Jónu. Þá er einnig tekið við frjálsum framlögum inn á styrktarreikninginn: 528-14-401998, kt. 701111-1410. Dans Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan snemma í þessum mánuði. Dóttir Jónu var með henni í bílnum en hún slapp með skrámur. Kramhúsið og Kennarahúsið hafa nú skipulagt styrktarviðburð henni til heiðurs, auk þess sem systir Jónu og vinkonur hafa stofnað styrktarreikning til þess að fjármagna endurhæfingarferlið. Að sögn Ásu Ottesen, systur Jónu, fer ástand Jónu batnandi. Hún er komin úr öndunarvél og aðlagast því nú að vera án hennar. Hún er þó enn á gjörgæslu og verður þar áfram uns hún verður tilbúin að taka næstu skref í endurhæfingarferlinu. „Hún er mjög skýr og meðvituð um sig og okkur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri allt í rétta átt.“ Ása segir Uglu, dóttur Jónu sem var einnig í bílnum þegar slysið varð, hafa sloppið ómeidda. „Hún fékk smá sár á hælinn, en það þurfti ekki að sauma eða neitt. Hún slapp ótrúlega vel. Það sést ekkert á henni núna,“ segir Ása.Dansað til styrktar og heiðurs Jónu Styrktarviðburðurinn sem skipulagður er af Kramhúsinu og Kennarahúsinu, sem fram fer 16. júní næstkomandi, ber yfirskriftina „Kátt í Kramhúsinu“ og er dans- og fjölskylduhátíð þar sem fólk á öllum sviðum lífsins getur dansað eins og vindurinn og styrkt gott málefni í leiðinni. Hátíðin fer, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fram í Kramhúsinu við Skólavörðustíg. Vigdís Arna, verkefnastýra Kramhússins, segir nafn viðburðarins vera vísun í barnahátíðina „Kátt á Klambra,“ sem Jóna hefur undanfarin ár staðið fyrir. Hátíðin verði hins vegar ekki haldin í ár, en þess í stað nafni hennar haldið á lofti með þessum hætti.Jóna er stofnandi barnahátíðarinnar Kátt á Klambra.Dagskrá viðburðarins verður tvískipt. Frá 11-13 verður boðið upp á fjölskyldu og barnadagskrá í léttari kantinum. Fjölskylduafró, latín-dansar og fjölskyldu-jóga eða pílates verður þar allsráðandi. Klukkan 16-18 verður hins vegar skrúfað aðeins upp í hitanum og boðið upp á tíma í Broadway-dansi, dansi við tónlist frá tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, afródans og Beyonce-dansa þar sem mjaðmasveiflur og gellulæti verða í fyrirrúmi, eins og segir á vef viðburðarins. Vigdís telur líklegt að færri komist að en vilji og hvetur því fólk til þess að tryggja sér aðgang að viðburðinum í tæka tíð. Stakir tímar kosta á bilinu 2500 til 4000 krónur, en einnig er hægt að styrkja átakið um aðrar upphæðir án þess að skrá sig á námskeiðið á vef Kramhússins. Þar er einnig hægt að sjá dagskrá viðburðarins. Allt fé sem safnast í tengslum við viðburðinn rennur óskipt inn á styrktarreikning Jónu Elísabetar, þar sem allir sem taka þátt í verkefninu gefa vinnu sína í þágu fjáröflunar fyrir endurhæfingu Jónu. Þá er einnig tekið við frjálsum framlögum inn á styrktarreikninginn: 528-14-401998, kt. 701111-1410.
Dans Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13