Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 20:27 Fórnarlömb ebóluveirunnar grafin í Austur-Kongó. Vísir/EPA Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og ekkert bendir til þess að hann sé í rénun, að sögn framkvæmdastjóra góðgerðasjóðsins Wellcome Trust. Hátt í 1.400 manns hafa látið lífið í nýjasta faraldrinum í Austur-Kongó. Fyrsta ebólutilfellið greindist í ágúst í fyrra. Sjúkdómurinn hefur dregið um sjötíu prósent þeirra sem hafa smitast til dauða. Faraldurinn nú er sá næstversti í sögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Útbreiðslan hefur áfram að aukast en það hefur aðeins gerst einu sinni áður svo löngu eftir fyrsta tilfellið, í faraldrinum skæða sem dró rúmlega 11.300 manns til dauða í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust sem styrkir læknisfræðirannsóknir, segir útbreiðslu veirunnar nú „sannarlega ógnvekjandi“. Ekkert bendi til þess að lát verði á faraldrinum í bráð. Smit hefur greinst í nágrannaríkinu Úganda þar sem fimm ára gamall drengur lést af völdum veirunnar. Hann hafði ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni og eru ættingjar hans einnig taldir smitaðir. Farrar segir það ekki koma á óvart. Alþjóðleg viðbrögð þurfi til að hefta útbreiðsluna. „Austur-Kongó ætti ekki að þurfa að standa í þessu eitt,“ segir hann. Vopnaðar sveitir og vantraust á erlendum hjálparstarfsmönnum er sagt hafa torveldað aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Ráðist hefur verið á hátt í tvö hundruð heilsugæslustöðvar á þessu ári. Austur-Kongó Ebóla Tengdar fréttir Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15 Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og ekkert bendir til þess að hann sé í rénun, að sögn framkvæmdastjóra góðgerðasjóðsins Wellcome Trust. Hátt í 1.400 manns hafa látið lífið í nýjasta faraldrinum í Austur-Kongó. Fyrsta ebólutilfellið greindist í ágúst í fyrra. Sjúkdómurinn hefur dregið um sjötíu prósent þeirra sem hafa smitast til dauða. Faraldurinn nú er sá næstversti í sögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Útbreiðslan hefur áfram að aukast en það hefur aðeins gerst einu sinni áður svo löngu eftir fyrsta tilfellið, í faraldrinum skæða sem dró rúmlega 11.300 manns til dauða í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust sem styrkir læknisfræðirannsóknir, segir útbreiðslu veirunnar nú „sannarlega ógnvekjandi“. Ekkert bendi til þess að lát verði á faraldrinum í bráð. Smit hefur greinst í nágrannaríkinu Úganda þar sem fimm ára gamall drengur lést af völdum veirunnar. Hann hafði ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni og eru ættingjar hans einnig taldir smitaðir. Farrar segir það ekki koma á óvart. Alþjóðleg viðbrögð þurfi til að hefta útbreiðsluna. „Austur-Kongó ætti ekki að þurfa að standa í þessu eitt,“ segir hann. Vopnaðar sveitir og vantraust á erlendum hjálparstarfsmönnum er sagt hafa torveldað aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Ráðist hefur verið á hátt í tvö hundruð heilsugæslustöðvar á þessu ári.
Austur-Kongó Ebóla Tengdar fréttir Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15 Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15
Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45