Samþykktu að gera úttekt á stjórnsýslu barnaverndarmála á Seltjarnarnesi Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 22:32 Í greinargerð með tillögunni segir að ástæða tillögunnar sé alvarlegar ásakanir í garð Barnaverndar Seltjarnarness. Vísir/Vilhelm Tillaga Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi um að gera úttekt á stjórnsýslu barnaverndarmála var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í dag. Lagt er til að stjórnsýsla síðustu fimmtán ára verði skoðuð. Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur eftir að greint var frá máli sextán ára stúlku. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður sinnar alla ævi og segir hún nefndina hafa sópað fjölda ábendinga undir teppið.Sjá einnig: Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Stúlkan og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna málsins og segir lögmaður þeirra, Sævar Þór Jónsson, pólitísk tengsl hafa haft áhrif á úrvinnslu málsins. Móðuramma stúlkunnar hafi verið virk í nefndum á vegum bæjarins og gagnrýndi Sævar að barnaverndarnefndir væru pólitískt skipaðar. Sigurþóra Bergsdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd bæjarins og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagðist standa með stúlkunni. Samfylkingin lagði því til að óháður aðili yrði fenginn til þess að vinna stjórnsýsluúttekt á barnaverndarmálum síðustu fimmtán ára og skoðað yrði hvort vinnulag og ferlar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Í greinargerð með tillögunni segir að ástæða tillögunnar sé alvarlegar ásakanir í garð Barnaverndar Seltjarnarness. Nefndin sinni gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu og traust verði að ríkja til starfa hennar og starfsmanna. Því sé nauðsynlegt að skoða og velta við öllum steinum varðandi vinnulag og ákvarðanir. „Því leggur Samfylking Seltirninga til að fengin verði óháður aðili til að vinna stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness, þar sem farið verður yfir ferla og vinnulag síðustu 15 ára, til að skoða hvort stjórnsýsla og vinnubrögð Barnaverndarnefndar og starfsmanna hennar hafi verið yfir gagnrýni hafin,“ segir í greinargerðinni. Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3. júní 2019 19:00 Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Tillaga Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi um að gera úttekt á stjórnsýslu barnaverndarmála var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í dag. Lagt er til að stjórnsýsla síðustu fimmtán ára verði skoðuð. Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur eftir að greint var frá máli sextán ára stúlku. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður sinnar alla ævi og segir hún nefndina hafa sópað fjölda ábendinga undir teppið.Sjá einnig: Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Stúlkan og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna málsins og segir lögmaður þeirra, Sævar Þór Jónsson, pólitísk tengsl hafa haft áhrif á úrvinnslu málsins. Móðuramma stúlkunnar hafi verið virk í nefndum á vegum bæjarins og gagnrýndi Sævar að barnaverndarnefndir væru pólitískt skipaðar. Sigurþóra Bergsdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd bæjarins og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagðist standa með stúlkunni. Samfylkingin lagði því til að óháður aðili yrði fenginn til þess að vinna stjórnsýsluúttekt á barnaverndarmálum síðustu fimmtán ára og skoðað yrði hvort vinnulag og ferlar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Í greinargerð með tillögunni segir að ástæða tillögunnar sé alvarlegar ásakanir í garð Barnaverndar Seltjarnarness. Nefndin sinni gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu og traust verði að ríkja til starfa hennar og starfsmanna. Því sé nauðsynlegt að skoða og velta við öllum steinum varðandi vinnulag og ákvarðanir. „Því leggur Samfylking Seltirninga til að fengin verði óháður aðili til að vinna stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness, þar sem farið verður yfir ferla og vinnulag síðustu 15 ára, til að skoða hvort stjórnsýsla og vinnubrögð Barnaverndarnefndar og starfsmanna hennar hafi verið yfir gagnrýni hafin,“ segir í greinargerðinni.
Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3. júní 2019 19:00 Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3. júní 2019 19:00
Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði