Slökkviliðið á Akureyri hefur verið kallað út vegna eldsvoða í húsi í Sölvadal. Húsið er í um 30 kílómetra fjarlægð suður af Akureyri.
Viðbragðsaðilar eru nú á leiðinni á vettvang.
Bæði lögregla og slökkvilið hafa verið send á vettvang vegna eldsins en ekki er vitað um hversu mikinn eld er að ræða.
Slökkviliðið á Akureyri kallað út vegna eldsvoða í Sölvadal
Sylvía Hall skrifar
