Sinnuleysi um framhaldsskólastigið Guðjón H. Hauksson skrifar 13. júní 2019 11:15 Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum. Menntastefna til ársins 2030 er í smíðum og hafa molar úr henni birst í plagginu Aðgerðir í menntamálum: Fjölgum kennurum. Margt er gott í áætlun ráðherra, enda höfum við ekki haft faglegri menntamálaráðherra í áraraðir, en það verður að benda á þá staðreynd að nánast algert sinnuleysi ríkir um framhaldsskólastigið og raunar má halda því fram að markvisst sé unnið að því að gera það eins lítilvægt og framast er unnt. Einn liður af mörgum í áætlun ráðherra er frumvarp um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla og er það kynnt þingheimi og þjóð eins og það sé afurð víðtæks samstarfs og samráðs við alla hagsmunaaðila. Þarna er mjög frjálslega farið með staðreyndir málsins og má segja að gagnvart framhaldsskólastiginu fatist ráðherra flugið. Frumvarpið hefur ekki tekið neinum efnislegum breytingum frá því að framhaldsskólakennarar fengu aðild að málinu í nóvember 2018. Engar af alvarlegri athugasemdum framhaldsskólakennara hafa fengið hljómgrunn. Þetta frumvarp felur í sér afslátt af kröfum um þekkingu fagkennara á sérgreinum sínum (á meðan ríkisstjórn boðar til stórsóknar í menntamálum með sérstaka áherslu á vísindi, nýsköpun og þróun). Þetta frumvarp dregur úr faglegu sjálfstæði kennara og háskóla sem mennta kennara. Óljós hæfniviðmið kennara á að færa inn í harðan lagaramma og sérstakt kennararáð skal hlutast til um hverjir fá leyfisbréf. Frumvarpið tekur ekkert tillit til þess að framhaldsskólakennar eru fyrst og fremst sérfræðingar á ákveðnum sviðum sem síðan gerast kennarar. Framhaldsskólakennarar hafa fengið sig fullsadda af því að þurfa sífellt að sæta því hvernig vegið að þessu skólastigi þar sem nemendur fá loks möguleika á að fara á dýptina í ótal viðfangsefnum undir stjórn sérfræðinga. Fyrir fjórum árum voru framhaldsskólar þvingaðir til að innrita nemendur á þriggja ára námsbrautir án umræðu á Alþingi þrátt fyrir að allt hafi bent til þess að nemendur komi ekki nægilega undirbúnir inn í framhaldsskólana úr grunnskólunum (sjá t.d. Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun, skýrsla Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands frá 2014 og Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, skýrsla unnin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sama ár). Lofað var fögrum orðum að stytting framhaldsskólans væri ekki sparnaðaraðgerð enda skyldi fjármagn til framhaldsskólanna haldast óbreytt en nú er boðaður 1,8 milljarða niðurskurður til framhaldsskólanna til ársins 2024. Inn í þetta hörmulega landslag kemur nú frumvarp um margháttaðan afslátt og niðurskurð af kröfum til kennara í skólum landsins og þá sérstaklega í framhaldsskólum. Hvers konar stórsókn er þetta? Hvers konar viðurkenning er þetta á störfum framhaldsskólakennara? Ef mennt er máttur er þá minni menntun ekki minni máttur? Enn og aftur á að breyta umhverfi framhaldsskólastigsins og raunar alls skólakerfisins á Íslandi án þess að almennileg, heildstæð og opin umræða fari fram um það hvert íslensk þjóð vill fara í menntamálum. Kennarar við fjölmarga framhaldsskóla landsins, Skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara og stjórn Félags framhaldsskólakennara skora eindregið á Alþingi að fresta afgreiðslu þessa frumvarps. Við erum svo reiðubúin til þess að ræða alla þætti frumvarpsins á breiðum grundvelli á næstu misserum.Höfundur er framhaldsskólakennari og varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum. Menntastefna til ársins 2030 er í smíðum og hafa molar úr henni birst í plagginu Aðgerðir í menntamálum: Fjölgum kennurum. Margt er gott í áætlun ráðherra, enda höfum við ekki haft faglegri menntamálaráðherra í áraraðir, en það verður að benda á þá staðreynd að nánast algert sinnuleysi ríkir um framhaldsskólastigið og raunar má halda því fram að markvisst sé unnið að því að gera það eins lítilvægt og framast er unnt. Einn liður af mörgum í áætlun ráðherra er frumvarp um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla og er það kynnt þingheimi og þjóð eins og það sé afurð víðtæks samstarfs og samráðs við alla hagsmunaaðila. Þarna er mjög frjálslega farið með staðreyndir málsins og má segja að gagnvart framhaldsskólastiginu fatist ráðherra flugið. Frumvarpið hefur ekki tekið neinum efnislegum breytingum frá því að framhaldsskólakennarar fengu aðild að málinu í nóvember 2018. Engar af alvarlegri athugasemdum framhaldsskólakennara hafa fengið hljómgrunn. Þetta frumvarp felur í sér afslátt af kröfum um þekkingu fagkennara á sérgreinum sínum (á meðan ríkisstjórn boðar til stórsóknar í menntamálum með sérstaka áherslu á vísindi, nýsköpun og þróun). Þetta frumvarp dregur úr faglegu sjálfstæði kennara og háskóla sem mennta kennara. Óljós hæfniviðmið kennara á að færa inn í harðan lagaramma og sérstakt kennararáð skal hlutast til um hverjir fá leyfisbréf. Frumvarpið tekur ekkert tillit til þess að framhaldsskólakennar eru fyrst og fremst sérfræðingar á ákveðnum sviðum sem síðan gerast kennarar. Framhaldsskólakennarar hafa fengið sig fullsadda af því að þurfa sífellt að sæta því hvernig vegið að þessu skólastigi þar sem nemendur fá loks möguleika á að fara á dýptina í ótal viðfangsefnum undir stjórn sérfræðinga. Fyrir fjórum árum voru framhaldsskólar þvingaðir til að innrita nemendur á þriggja ára námsbrautir án umræðu á Alþingi þrátt fyrir að allt hafi bent til þess að nemendur komi ekki nægilega undirbúnir inn í framhaldsskólana úr grunnskólunum (sjá t.d. Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun, skýrsla Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands frá 2014 og Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, skýrsla unnin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sama ár). Lofað var fögrum orðum að stytting framhaldsskólans væri ekki sparnaðaraðgerð enda skyldi fjármagn til framhaldsskólanna haldast óbreytt en nú er boðaður 1,8 milljarða niðurskurður til framhaldsskólanna til ársins 2024. Inn í þetta hörmulega landslag kemur nú frumvarp um margháttaðan afslátt og niðurskurð af kröfum til kennara í skólum landsins og þá sérstaklega í framhaldsskólum. Hvers konar stórsókn er þetta? Hvers konar viðurkenning er þetta á störfum framhaldsskólakennara? Ef mennt er máttur er þá minni menntun ekki minni máttur? Enn og aftur á að breyta umhverfi framhaldsskólastigsins og raunar alls skólakerfisins á Íslandi án þess að almennileg, heildstæð og opin umræða fari fram um það hvert íslensk þjóð vill fara í menntamálum. Kennarar við fjölmarga framhaldsskóla landsins, Skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara og stjórn Félags framhaldsskólakennara skora eindregið á Alþingi að fresta afgreiðslu þessa frumvarps. Við erum svo reiðubúin til þess að ræða alla þætti frumvarpsins á breiðum grundvelli á næstu misserum.Höfundur er framhaldsskólakennari og varaformaður Félags framhaldsskólakennara.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun