Sá tími liðinn að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki mun meira en úti á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2019 10:51 Sérfræðingar Landsbankans telja ljóst að þróunin í stærri sveitarfélögunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er hraðari en t.d. á Akureyri þó þróunin hafi verið með ágætum hætti þar. Vísir/Vilhelm Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri sveitarfélögum á milli 1. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði mun minna á höfuðborgarsvæðinu en í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Almennt hækkaði verð á fjölbýli meira en á sérbýli, en verð á sérbýli lækkaði á Akureyri og í Árborg. Reykjanesbær og Akranes skera sig nokkuð úr með töluverða hækkun bæði á sérbýli og fjölbýli, en reyndar var hækkunin á fjölbýli mest í Árborg á þessum tíma, eða 15,5%. „Sé litið á þróunina til lengri tíma má sjá að talsvert hægði á verðhækkunum á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2017 og verð hefur lækkað á síðustu tveimur ársfjórðungum. Á sama tíma héldu hækkanir áfram í bæjunum fjórum. Sums staðar hafa hækkanir verið verulegar á ýmsum tímum, t.d. í Reykjanesbæ á árinu 2017, í Árborg 2016 og 2017 og á Akranesi 2017 og 2018. Árið 2017 sker sig nokkuð úr hvað höfuðborgarsvæðið varðar, en þá voru hækkanir þar mun meiri en hin árin.“ Á þessu tímabili hafi verð hækkað mest í Reykjanesbæ og minnst á Akureyri. Samanburður af þessu tagi er auðvitað mjög háður því tímabili sem valið er þar sem sveiflur eru oft töluverðar á milli ársfjórðunga. „Þrátt fyrir miklar hækkanir utan höfuðborgarsvæðisins er fermetraverð þar enn mun hærra en gerist í stóru bæjunum fjórum. Á fyrsta ársfjórðungi í ár var meðalfermetraverð fjölbýlis og sérbýlis miðað við viðskipti um 447 þús. kr. á höfuðborgarsvæðinu á meðan það var um 291 þús.kr. í Árborg þar sem það var lægst af þessum bæjum. Haldi sama þróun áfram mun munur fermetraverðs milli höfuðborgarsvæðis og stærri bæja halda áfram að minnka,“ segir í Hagsjánni. Sé fermetraverðið sett á vísitöluform miðað við 100 á höfuðborgarsvæðinu má sjá að verðið á Akureyri er um þrír fjórðu hlutar af verðinu á höfuðborgarsvæðinu. Verðin í hinum bæjunum er tæplega 70% af höfuðborgarsvæðinu. Bilið á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins hefur verið svipað í nokkur ár, en hinir bæirnir þrír hafa minnkað bilið nokkuð á síðustu árum.Landsbyggðin vinnur á Séu þessar tölur um fermetraverð bornar saman við stöðuna í upphafi árs 2015 kemur í ljós að verð á Akureyri er nú ívið hærra hlutfall af verðinu á höfuðborgarsvæðinu en var fyrir fjórum árum. Allir fjórir bæirnir hafa unnið á miðað við höfuðborgarsvæðið á þessum tíma, sérstaklega Árborg og Reykjanesbær þar sem breytingin er veruleg. Sá tími virðist liðinn að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki mun meira en annars staðar á landinu. Þróunin í stærri bæjum landsins er greinilega hraðari en verið hefur á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum. Það er ljóst að þróunin í stærri sveitarfélögunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er hraðari en t.d. á Akureyri þó þróunin hafi verið með ágætum hætti þar. Eins og einnig kemur fram í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka í rólegum takti næstu ár, þannig að raunverð íbúða hækki um u.þ.b. 1% árlega. Sérfræðingar Landsbankans gera þannig ráð fyrir u.þ.b. 4% árlegri hækkun íbúðaverðs að jafnaði næstu þrjú árin. Húsnæðismál Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri sveitarfélögum á milli 1. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði mun minna á höfuðborgarsvæðinu en í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Almennt hækkaði verð á fjölbýli meira en á sérbýli, en verð á sérbýli lækkaði á Akureyri og í Árborg. Reykjanesbær og Akranes skera sig nokkuð úr með töluverða hækkun bæði á sérbýli og fjölbýli, en reyndar var hækkunin á fjölbýli mest í Árborg á þessum tíma, eða 15,5%. „Sé litið á þróunina til lengri tíma má sjá að talsvert hægði á verðhækkunum á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2017 og verð hefur lækkað á síðustu tveimur ársfjórðungum. Á sama tíma héldu hækkanir áfram í bæjunum fjórum. Sums staðar hafa hækkanir verið verulegar á ýmsum tímum, t.d. í Reykjanesbæ á árinu 2017, í Árborg 2016 og 2017 og á Akranesi 2017 og 2018. Árið 2017 sker sig nokkuð úr hvað höfuðborgarsvæðið varðar, en þá voru hækkanir þar mun meiri en hin árin.“ Á þessu tímabili hafi verð hækkað mest í Reykjanesbæ og minnst á Akureyri. Samanburður af þessu tagi er auðvitað mjög háður því tímabili sem valið er þar sem sveiflur eru oft töluverðar á milli ársfjórðunga. „Þrátt fyrir miklar hækkanir utan höfuðborgarsvæðisins er fermetraverð þar enn mun hærra en gerist í stóru bæjunum fjórum. Á fyrsta ársfjórðungi í ár var meðalfermetraverð fjölbýlis og sérbýlis miðað við viðskipti um 447 þús. kr. á höfuðborgarsvæðinu á meðan það var um 291 þús.kr. í Árborg þar sem það var lægst af þessum bæjum. Haldi sama þróun áfram mun munur fermetraverðs milli höfuðborgarsvæðis og stærri bæja halda áfram að minnka,“ segir í Hagsjánni. Sé fermetraverðið sett á vísitöluform miðað við 100 á höfuðborgarsvæðinu má sjá að verðið á Akureyri er um þrír fjórðu hlutar af verðinu á höfuðborgarsvæðinu. Verðin í hinum bæjunum er tæplega 70% af höfuðborgarsvæðinu. Bilið á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins hefur verið svipað í nokkur ár, en hinir bæirnir þrír hafa minnkað bilið nokkuð á síðustu árum.Landsbyggðin vinnur á Séu þessar tölur um fermetraverð bornar saman við stöðuna í upphafi árs 2015 kemur í ljós að verð á Akureyri er nú ívið hærra hlutfall af verðinu á höfuðborgarsvæðinu en var fyrir fjórum árum. Allir fjórir bæirnir hafa unnið á miðað við höfuðborgarsvæðið á þessum tíma, sérstaklega Árborg og Reykjanesbær þar sem breytingin er veruleg. Sá tími virðist liðinn að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki mun meira en annars staðar á landinu. Þróunin í stærri bæjum landsins er greinilega hraðari en verið hefur á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum. Það er ljóst að þróunin í stærri sveitarfélögunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er hraðari en t.d. á Akureyri þó þróunin hafi verið með ágætum hætti þar. Eins og einnig kemur fram í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka í rólegum takti næstu ár, þannig að raunverð íbúða hækki um u.þ.b. 1% árlega. Sérfræðingar Landsbankans gera þannig ráð fyrir u.þ.b. 4% árlegri hækkun íbúðaverðs að jafnaði næstu þrjú árin.
Húsnæðismál Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira