„Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2019 18:30 Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Önnur umræða um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn veiða á makríl stendur nú yfir á Alþingi. Sú leið að miða úthlutun kvóta við veiðireynslu bestu tíu ára af síðustu ellefu felur í sér mikla skerðingu á veiðiheimildum lítilla útgerðarfyrirtækja, sem hófu makrílveiðar á síðustu sex til sjö árum. Mun þetta í reynd færa miklar heimildir frá minnstu og viðkvæmustu útgerðum landsins til stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Verði frumvarpið að lögum munu uppsjávarskip í eigu stærri útgerðarfyrirtækja fá 15 prósent meira af úthlutuðum makrílkvóta. Frystiskip missa tíu prósent af sínum kvóta, ísfisktogarar í eigu meðalstórra útgerðarfyrirtækja missa 40 prósent af kvótanum sínum og krókaskip í eigu lítilla útgerða missa 45 prósent. Eitt það umdeildasta í frumvarpinu eru breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar sem fela í sér að makrílkvóti skiptist í tvo flokka, A- og B-flokk. Í B-flokki verða línu- og handfærabátar og verður þeim óheimilt að framselja kvótann en öll önnur skip sem eru með makrílkvóta í A-flokki þurfa ekki að þola slíkar skerðingar á heimildum sínum. Þau fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna hafa ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarpið að lögum en þau telja miklum vafa undirorpið að frumvarpið, eins og það lítur út núna eftir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis, standist jafnræðisreglu stjórnarskrár. Í álitsgerð sem lögmaðurinn Jóhannes Bjarni Björnsson vann fyrir félagið segir að það sé „afar ósennilegt að það standist kröfur stjórnarskrár um jafnræði við úthlutun aflaheimilda í makríl, að tilteknir bátar eða útgerðir fá aflaheimildir sem séu takmarkaðri en aðrar aflaheimildir sem úthlutað er á sama tíma.“ „Það er alveg greinilegt að í þessu frumvarpi er verið að hygla stórútgerðinni og við sjáum okkur ekki fært að reka þessar útgerðir miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en að fara í mál við ríkið og útgerðirnar hafa nú þegar lagt félaginu til fjármagn til að undirbúa þessi málaferli,“ segir Ásmundur Skeggjason, talsmaður Félags makrílveiðimanna. Ásmundur segir að rekstrarforsendur þessara smábátaútgerða séu í reynd brostnar. „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar og leyfa honum að ráðstafa því sem eftir er þangað sem hann vill.“ Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Önnur umræða um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn veiða á makríl stendur nú yfir á Alþingi. Sú leið að miða úthlutun kvóta við veiðireynslu bestu tíu ára af síðustu ellefu felur í sér mikla skerðingu á veiðiheimildum lítilla útgerðarfyrirtækja, sem hófu makrílveiðar á síðustu sex til sjö árum. Mun þetta í reynd færa miklar heimildir frá minnstu og viðkvæmustu útgerðum landsins til stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Verði frumvarpið að lögum munu uppsjávarskip í eigu stærri útgerðarfyrirtækja fá 15 prósent meira af úthlutuðum makrílkvóta. Frystiskip missa tíu prósent af sínum kvóta, ísfisktogarar í eigu meðalstórra útgerðarfyrirtækja missa 40 prósent af kvótanum sínum og krókaskip í eigu lítilla útgerða missa 45 prósent. Eitt það umdeildasta í frumvarpinu eru breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar sem fela í sér að makrílkvóti skiptist í tvo flokka, A- og B-flokk. Í B-flokki verða línu- og handfærabátar og verður þeim óheimilt að framselja kvótann en öll önnur skip sem eru með makrílkvóta í A-flokki þurfa ekki að þola slíkar skerðingar á heimildum sínum. Þau fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna hafa ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarpið að lögum en þau telja miklum vafa undirorpið að frumvarpið, eins og það lítur út núna eftir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis, standist jafnræðisreglu stjórnarskrár. Í álitsgerð sem lögmaðurinn Jóhannes Bjarni Björnsson vann fyrir félagið segir að það sé „afar ósennilegt að það standist kröfur stjórnarskrár um jafnræði við úthlutun aflaheimilda í makríl, að tilteknir bátar eða útgerðir fá aflaheimildir sem séu takmarkaðri en aðrar aflaheimildir sem úthlutað er á sama tíma.“ „Það er alveg greinilegt að í þessu frumvarpi er verið að hygla stórútgerðinni og við sjáum okkur ekki fært að reka þessar útgerðir miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en að fara í mál við ríkið og útgerðirnar hafa nú þegar lagt félaginu til fjármagn til að undirbúa þessi málaferli,“ segir Ásmundur Skeggjason, talsmaður Félags makrílveiðimanna. Ásmundur segir að rekstrarforsendur þessara smábátaútgerða séu í reynd brostnar. „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar og leyfa honum að ráðstafa því sem eftir er þangað sem hann vill.“
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira