Björn Leví bíður svars við fjölda fyrirspurna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. júní 2019 06:45 Fjöldi þingmanna bíður enn svara við fyrirspurnum nú þegar þingi fer að ljúka. Fréttablaðið/Anton Brink Á annað hundrað fyrirspurnum alþingismanna til ráðherra er enn ósvarað nú þegar þingið er á lokametrunum. Fyrirspurnum sem beint er til ráðherra með beiðni um skriflegt svar ber að svara innan tíu virkra daga. Margar fyrirspurnanna sem enn er ósvarað eru frá fyrstu vikum ársins og nokkrar frá því fyrir áramót. Fyrirspurnir sem ekki hefur verið svarað falla niður við þinglok og þingmenn þurfa að leggja þær aftur fram í upphafi nýs þings vilji þeir enn fá svör við spurningum sínum. Fyrirspurnaþunginn er mjög mismikill eftir ráðuneytum. Fjármála- og efnahagsráðherra á flestum fyrirspurnum enn ósvarað, alls 29. Sú elsta er frá því í september á síðasta ári frá Óla Birni Kárasyni um breytingar á sköttum og gjöldum. Tuttugu fyrirspurnir bíða menntamálaráðherra. Tvær eru frá því í fyrra. Sú eldri einnig frá Óla Birni Kárasyni um ríkisútvarpið og þjónustusamninga. Hún var lögð fram í september. Hjá dómsmálaráðherra bíða 19 fyrirspurnir svara. Þær elstu frá því í mars. Meðal þeirra er fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs og fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Fjórtán fyrirspurnir liggja ósvaraðar hjá heilbrigðisráðherra. Þar eru hins vegar ekki eins gamlar syndir og víða annars staðar. Elstu fyrirspurnirnar eru dagsettar í apríl. Elstu fyrirspurnirnar sem bíða á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru frá því í mars á þessu ári. Þær eru frá Ingu Sæland og varða allar fiskeldi; um rekstrarleyfi, sjókvíaeldi og laxalús. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira
Á annað hundrað fyrirspurnum alþingismanna til ráðherra er enn ósvarað nú þegar þingið er á lokametrunum. Fyrirspurnum sem beint er til ráðherra með beiðni um skriflegt svar ber að svara innan tíu virkra daga. Margar fyrirspurnanna sem enn er ósvarað eru frá fyrstu vikum ársins og nokkrar frá því fyrir áramót. Fyrirspurnir sem ekki hefur verið svarað falla niður við þinglok og þingmenn þurfa að leggja þær aftur fram í upphafi nýs þings vilji þeir enn fá svör við spurningum sínum. Fyrirspurnaþunginn er mjög mismikill eftir ráðuneytum. Fjármála- og efnahagsráðherra á flestum fyrirspurnum enn ósvarað, alls 29. Sú elsta er frá því í september á síðasta ári frá Óla Birni Kárasyni um breytingar á sköttum og gjöldum. Tuttugu fyrirspurnir bíða menntamálaráðherra. Tvær eru frá því í fyrra. Sú eldri einnig frá Óla Birni Kárasyni um ríkisútvarpið og þjónustusamninga. Hún var lögð fram í september. Hjá dómsmálaráðherra bíða 19 fyrirspurnir svara. Þær elstu frá því í mars. Meðal þeirra er fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs og fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Fjórtán fyrirspurnir liggja ósvaraðar hjá heilbrigðisráðherra. Þar eru hins vegar ekki eins gamlar syndir og víða annars staðar. Elstu fyrirspurnirnar eru dagsettar í apríl. Elstu fyrirspurnirnar sem bíða á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru frá því í mars á þessu ári. Þær eru frá Ingu Sæland og varða allar fiskeldi; um rekstrarleyfi, sjókvíaeldi og laxalús.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira