Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 21:40 Bráðnandi borgarísjaki við strendur Grænlands. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu er við það að setja met. Hitinn á Grænlandi var meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi á miðvikudag og við norðurströnd Alaska þar sem hafís tekur yfirleitt aldrei upp er opið haf. Gögn Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna benda til þess að umfangsmesta bráðnun Grænlandsjökuls svo snemma sumars frá því að mælingar hófust hafi átt sér stað í vikunni. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum hafa sett af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Svo umfangsmikil bráðnun á sér yfirleitt ekki stað á Grænlandi fyrr en um mitt sumar og stundum ekki einu sinni þá. Hlýindin má rekja til hæðarinnar sem hefur setið yfir Grænlandi undanfarið og hefur meðal annars valdið blíðviðri á Íslandi. Sjálfvirk veðurstöð uppi á jöklinum sýndi hita yfir frostmarki 12. júní. Það gerðist síðast í júlí árið 2012 þegar mesta bráðnun sem sést hefur á Grænlandi átti sér stað. Bráðnun hafíssins er ennþá meiri. Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur ekki mælst minni á þessum tíma árs frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1979. Hop hafíssins í Tjúkta- og Beaufort-hafi við Norður-Alaska er sérstaklega sögð fordæmalaus. Vorið hefur einnig verið óvenjuhlýtt víða á norðurslóðum. Þannig hófst bráðnun á Grænlandsjökli um mánuði fyrr en í meðalári og í Alaska losnuðu ár fyrr úr klakaböndum en nokkru sinni áður. Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Veður Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira
Bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu er við það að setja met. Hitinn á Grænlandi var meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi á miðvikudag og við norðurströnd Alaska þar sem hafís tekur yfirleitt aldrei upp er opið haf. Gögn Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna benda til þess að umfangsmesta bráðnun Grænlandsjökuls svo snemma sumars frá því að mælingar hófust hafi átt sér stað í vikunni. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum hafa sett af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Svo umfangsmikil bráðnun á sér yfirleitt ekki stað á Grænlandi fyrr en um mitt sumar og stundum ekki einu sinni þá. Hlýindin má rekja til hæðarinnar sem hefur setið yfir Grænlandi undanfarið og hefur meðal annars valdið blíðviðri á Íslandi. Sjálfvirk veðurstöð uppi á jöklinum sýndi hita yfir frostmarki 12. júní. Það gerðist síðast í júlí árið 2012 þegar mesta bráðnun sem sést hefur á Grænlandi átti sér stað. Bráðnun hafíssins er ennþá meiri. Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur ekki mælst minni á þessum tíma árs frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1979. Hop hafíssins í Tjúkta- og Beaufort-hafi við Norður-Alaska er sérstaklega sögð fordæmalaus. Vorið hefur einnig verið óvenjuhlýtt víða á norðurslóðum. Þannig hófst bráðnun á Grænlandsjökli um mánuði fyrr en í meðalári og í Alaska losnuðu ár fyrr úr klakaböndum en nokkru sinni áður.
Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Veður Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17