Angela Merkel Þýskalandskanslari er væntanleg hingað til lands í ágúst. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum sínum.
Í frétt mbl af málinu kemur fram að til standi að Merkel verði viðstödd fund forsætisráðherra Norðurlandanna, en hann fer fram dagana 19. til 21. ágúst. Þar verði farið yfir málefni norðurslóða, en það er málaflokkur sem hefur verið kanslaranum hugleikinn að undanförnu.
Ef satt reynist verður þetta fyrsta Íslandsheimsókn Merkel frá því hún tók við kanslaraembættinu árið 2005.
Segja Merkel væntanlega til Íslands

Tengdar fréttir

Merkel heldur ótrauð áfram þrátt fyrir óvænta afsögn
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og fyrrum formaður Kristilegra demókrata, fullyrðir að samsteypustjórn hennar og Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi muni starfa áfram

Þýskalandskanslari hættir á Facebook
Angela Merkel ætlar að hætta á Facebook en verður áfram á Instagram.