Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 17:40 Jón Daníelsson prófessor við LSE í London, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og Arnór Sighvatsson ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi, aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Mynd/Samsett Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög vel hæfa. Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. Umsækjendurnir fjórir eru Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London, og Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Þeir hafa auk þess allir doktorspróf í hagfræði. Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra en í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra hafi dregið umsókn sína til baka. Benedikt kvaðst ósáttur við að hæfisnefndin hygðist ekki taka tillit til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við mat sitt. Þá herma heimildir Kjarnans að tveir aðrir umsækjendur hafi einnig dregið umsókn sína til baka en þess er ekki getið hverjir þeir eru. Samkvæmt heimildum Kjarnans var tólf umsækjendum skipt niður í hæfisflokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækjendur hafi nú frest til þess að gera athugasemdir við hæfismat nefndarinnar, til 19. júní, sem hæfisnefndin tekur síðan tillit til. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði hæfisnefndina en hún mun skipa seðlabankastjóra. Nýr seðlabankastjóri tekur við af Má Guðmundssyni sem hefur gegnt stöðunni í áratug. Hæfisnefndina skipa formaður Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs. Þórunn kvaðst bundin þagnarskyldu og gat ekki tjáð sig um málið þegar Vísir náði tali af henni í dag.Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra voru eftirfarandi í upphaflegri tilkynningu frá stjórnarráðinu: Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Gylfi Magnússon, dósent Hannes Jóhannsson, hagfræðingur Jón Daníelsson, prófessor Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins Katrín Ólafsdóttir, lektor Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands Vilhjálmur Bjarnason, lektor Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra Seðlabankinn Tengdar fréttir Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög vel hæfa. Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. Umsækjendurnir fjórir eru Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London, og Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Þeir hafa auk þess allir doktorspróf í hagfræði. Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra en í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra hafi dregið umsókn sína til baka. Benedikt kvaðst ósáttur við að hæfisnefndin hygðist ekki taka tillit til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við mat sitt. Þá herma heimildir Kjarnans að tveir aðrir umsækjendur hafi einnig dregið umsókn sína til baka en þess er ekki getið hverjir þeir eru. Samkvæmt heimildum Kjarnans var tólf umsækjendum skipt niður í hæfisflokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækjendur hafi nú frest til þess að gera athugasemdir við hæfismat nefndarinnar, til 19. júní, sem hæfisnefndin tekur síðan tillit til. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði hæfisnefndina en hún mun skipa seðlabankastjóra. Nýr seðlabankastjóri tekur við af Má Guðmundssyni sem hefur gegnt stöðunni í áratug. Hæfisnefndina skipa formaður Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs. Þórunn kvaðst bundin þagnarskyldu og gat ekki tjáð sig um málið þegar Vísir náði tali af henni í dag.Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra voru eftirfarandi í upphaflegri tilkynningu frá stjórnarráðinu: Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Gylfi Magnússon, dósent Hannes Jóhannsson, hagfræðingur Jón Daníelsson, prófessor Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins Katrín Ólafsdóttir, lektor Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands Vilhjálmur Bjarnason, lektor Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra
Seðlabankinn Tengdar fréttir Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00
Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24