„Börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum“ Sylvía Hall skrifar 17. júní 2019 14:33 Katrín sagðist vona að ungt fólk fengi sterkari rödd í samfélaginu. Vísir/Vilhelm „Það væri áhugavert ef samstaðan hér í þingsal væri alltaf með þessum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún tók við ályktunum ungmennaþings sem fram fór í dag. Hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára settust í sæti Alþingismanna í dag og ræddu um þrjú málefni sem voru tekin fyrir á þingi dagsins. Málefnin voru valin af ungmennunum sjálfum og urðu jafnréttismál, umhverfismál og heilbrigðismál fyrir valinu. Umræðurnar voru fjörlegar en jafnframt skein í gegn að allt voru þetta málefni sem voru ungmennunum hjartans mál.Sjá einnig: Ungmenni leggja Alþingi línurnar „Ég fór að hugsa á meðan ég var að hlusta á ykkur tala, hvernig væri heimurinn og Ísland ef börn og ungmenni hefðu meira að segja um það hvernig heiminum er stjórnað? Hvernig væri forgangsröðun þeirra sem ráða heiminum ef börn og ungmenni hefðu sterkari rödd, væri jafn ófriðsamlegt um að litast?“ spurði Katrín og bætti við að hún væri viss um að svo væri ekki. „Ég held að börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum en þeim sem oft eru settir efst á dagskrá í samfélagi þjóðanna.“ Hún segir þingfund dagsins vera merkilegan og þýðingarmikinn. Hann sé liður í því að ungt fólk öðlist sterkari rödd í samfélaginu og hafi meiri áhrif í ákvarðanatöku stjórnvalda. Hún sé þakklát fyrir að geta heyrt sjónarmið unga fólksins. Loftlagsmál voru Katrínu ofarlega í hugsa rétt eins og í huga ungmennanna og sagði hún þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til núna skipta máli fyrir komandi kynslóðir. Þá sagði hún ábendingar ungmennanna um jaðarsetningu fatlaðs fólks eiga fullkomlega rétt á sér, slík jaðarsetning væri ekki ný af nálinni og samfélagið gæti gert betur því allir ættu skilið jöfn tækifæri. „Við eigum öll skilið jöfn tækifæri, tækifæri til að þroska og þróa hæfileika okkar og lifa góðu og hamingjusömu lífi,“ sagði Katrín. 17. júní Alþingi Börn og uppeldi Menning Tengdar fréttir Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24 75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Það væri áhugavert ef samstaðan hér í þingsal væri alltaf með þessum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún tók við ályktunum ungmennaþings sem fram fór í dag. Hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára settust í sæti Alþingismanna í dag og ræddu um þrjú málefni sem voru tekin fyrir á þingi dagsins. Málefnin voru valin af ungmennunum sjálfum og urðu jafnréttismál, umhverfismál og heilbrigðismál fyrir valinu. Umræðurnar voru fjörlegar en jafnframt skein í gegn að allt voru þetta málefni sem voru ungmennunum hjartans mál.Sjá einnig: Ungmenni leggja Alþingi línurnar „Ég fór að hugsa á meðan ég var að hlusta á ykkur tala, hvernig væri heimurinn og Ísland ef börn og ungmenni hefðu meira að segja um það hvernig heiminum er stjórnað? Hvernig væri forgangsröðun þeirra sem ráða heiminum ef börn og ungmenni hefðu sterkari rödd, væri jafn ófriðsamlegt um að litast?“ spurði Katrín og bætti við að hún væri viss um að svo væri ekki. „Ég held að börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum en þeim sem oft eru settir efst á dagskrá í samfélagi þjóðanna.“ Hún segir þingfund dagsins vera merkilegan og þýðingarmikinn. Hann sé liður í því að ungt fólk öðlist sterkari rödd í samfélaginu og hafi meiri áhrif í ákvarðanatöku stjórnvalda. Hún sé þakklát fyrir að geta heyrt sjónarmið unga fólksins. Loftlagsmál voru Katrínu ofarlega í hugsa rétt eins og í huga ungmennanna og sagði hún þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til núna skipta máli fyrir komandi kynslóðir. Þá sagði hún ábendingar ungmennanna um jaðarsetningu fatlaðs fólks eiga fullkomlega rétt á sér, slík jaðarsetning væri ekki ný af nálinni og samfélagið gæti gert betur því allir ættu skilið jöfn tækifæri. „Við eigum öll skilið jöfn tækifæri, tækifæri til að þroska og þróa hæfileika okkar og lifa góðu og hamingjusömu lífi,“ sagði Katrín.
17. júní Alþingi Börn og uppeldi Menning Tengdar fréttir Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24 75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24
75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00