Lagði til lægri laun til ráðherra en minnihlutaformennirnir fá Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. júní 2019 06:15 Sigmundur Davíð hefði fengið hærri laun en ráðherrar hefði tillaga hans verið samþykkt. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingartillögu á þingi í gær þar sem hann lagði til umtalsverða lækkun launa forsætisráðherra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Tillagan fól í sér að lækka laun forsætisráðherra úr 2.021 þúsund krónum á mánuði í 1.596 þúsund krónur og annarra ráðherra úr 1.826 þúsund krónum í 1.431 þúsund krónur. Sigmundur Davíð sagði þetta ráðlegt til að jafna kjör og draga úr launamun alþingismanna annars vegar og ráðherra hins vegar. Jafna stöðu löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, eins og hann orðaði það. Hefði tillagan verið samþykkt hins vegar hefðu laun forsætisráðherra og annarra ráðherra orðið lægri en launin sem Sigmundur og aðrir formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu fá núna. Tillagan tók nefnilega ekki til þess álags sem formenn stjórnmálaflokka fá til að færa þá nær ráðherrum í kjörum. Í þriðju umræðu um stjórnarfrumvarp um breytingu á launafyrirkomulagi vegna breytinga sem urðu við brotthvarf kjararáðs sköpuðust nokkuð snarpar umræður um tillögu Sigmundar. Auk áðurnefnds sagði Sigmundur að lækkun launa ráðherra ríkisstjórnarinnar myndi draga úr líkum á því að einhverjir flokkar færu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð fyrir ráðherrastóla og þar með hærri laun. Sagði Sigmundur svo reyndar eðlilegt að skoða reglur um þingfararkaup og álagsgreiðslur til formanna flokka færi svo að tillaga hans yrði samþykkt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.FBL/ERNIRKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást illa við tillögu Sigmundar Davíðs og var hvöss í andsvari sínu. Sagði hana „til þess eins að varpa rýrð á þá sem sitja hér sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfi og þetta snúist allt um launatölur. Ég gef bara ekkert fyrir það.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók einnig til máls og benti Sigmundi á að þingið hefði gert breytingu fyrir nokkru varðandi álagsgreiðslur til formanna flokka í stjórnarandstöðu, einmitt til að þeir yrðu álíka settir og ráðherrar. Skaut hann svo fast á formann Miðflokksins. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hér á umræður um að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn til að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör. Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni og uppskar hlátrasköll í þingsal. Sagði hann röksemdafærslu Sigmundar á þannig plani að hún væri frumvarpinu ekki samboðin. Sigmundur Davíð, líkt og aðrir formenn í stjórnarandstöðu, fær þingfararkaup sem nemur 1.101 þúsund krónum á mánuði. Álagsgreiðsla vegna formennskunnar nemur svo 550 þúsund krónum og eru heildarlaunagreiðslur hans 1.651.791 króna. Eru þá fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur til Sigmundar upp á rúmar 200 þúsund krónur undanskildar. Tillaga Sigmundar var felld með 35 atkvæðum gegn 9. Fimm sátu hjá. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingartillögu á þingi í gær þar sem hann lagði til umtalsverða lækkun launa forsætisráðherra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Tillagan fól í sér að lækka laun forsætisráðherra úr 2.021 þúsund krónum á mánuði í 1.596 þúsund krónur og annarra ráðherra úr 1.826 þúsund krónum í 1.431 þúsund krónur. Sigmundur Davíð sagði þetta ráðlegt til að jafna kjör og draga úr launamun alþingismanna annars vegar og ráðherra hins vegar. Jafna stöðu löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, eins og hann orðaði það. Hefði tillagan verið samþykkt hins vegar hefðu laun forsætisráðherra og annarra ráðherra orðið lægri en launin sem Sigmundur og aðrir formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu fá núna. Tillagan tók nefnilega ekki til þess álags sem formenn stjórnmálaflokka fá til að færa þá nær ráðherrum í kjörum. Í þriðju umræðu um stjórnarfrumvarp um breytingu á launafyrirkomulagi vegna breytinga sem urðu við brotthvarf kjararáðs sköpuðust nokkuð snarpar umræður um tillögu Sigmundar. Auk áðurnefnds sagði Sigmundur að lækkun launa ráðherra ríkisstjórnarinnar myndi draga úr líkum á því að einhverjir flokkar færu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð fyrir ráðherrastóla og þar með hærri laun. Sagði Sigmundur svo reyndar eðlilegt að skoða reglur um þingfararkaup og álagsgreiðslur til formanna flokka færi svo að tillaga hans yrði samþykkt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.FBL/ERNIRKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást illa við tillögu Sigmundar Davíðs og var hvöss í andsvari sínu. Sagði hana „til þess eins að varpa rýrð á þá sem sitja hér sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfi og þetta snúist allt um launatölur. Ég gef bara ekkert fyrir það.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók einnig til máls og benti Sigmundi á að þingið hefði gert breytingu fyrir nokkru varðandi álagsgreiðslur til formanna flokka í stjórnarandstöðu, einmitt til að þeir yrðu álíka settir og ráðherrar. Skaut hann svo fast á formann Miðflokksins. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hér á umræður um að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn til að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör. Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni og uppskar hlátrasköll í þingsal. Sagði hann röksemdafærslu Sigmundar á þannig plani að hún væri frumvarpinu ekki samboðin. Sigmundur Davíð, líkt og aðrir formenn í stjórnarandstöðu, fær þingfararkaup sem nemur 1.101 þúsund krónum á mánuði. Álagsgreiðsla vegna formennskunnar nemur svo 550 þúsund krónum og eru heildarlaunagreiðslur hans 1.651.791 króna. Eru þá fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur til Sigmundar upp á rúmar 200 þúsund krónur undanskildar. Tillaga Sigmundar var felld með 35 atkvæðum gegn 9. Fimm sátu hjá.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent