Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir þetta sýna að bændur og afurðastöðvar taki ekki mark á eigin áróðri.

Telur Ólafur að bændur og afurðastöðvar ættu að taka höndum saman við aðra innflytjendur til að tryggja matvælaöryggi og hagstætt rekstrarumhverfi í stað þess að halda uppi málflutningi um að óhindraður innflutningur auki hættu á sýklalyfjaónæmi.
Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, sagði í við Fréttablaðið í maí að afurðastöðvar sem hann þekkti til flyttu inn heilnæmara kjöt en hægt væri að fá annars staðar innan ESB. Ólafur gefur lítið fyrir þetta.
„Það er enginn munur á innflytjendum sem tilheyra íslenskum landbúnaði og öðrum þegar kemur að því.“