Chanel-fjölskyldan fjárfesti í 66°Norður Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. júní 2019 06:00 Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður. Bandaríska fjárfestingafélagið sem fjárfesti í Sjóklæðagerðinni 66°Norður síðasta sumar er í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel. 66°Norður hefur nú ráðið framkvæmdastjóra alþjóðlegrar starfsemi fyrirtækisins en hann var áður framkvæmdastjóri fataverslunarrisans Net-a-Porter. Hann segir íslenska fataframleiðandann búa yfir öllum þeim eiginleikum sem þarf til að verða heimsþekkt vörumerki. Markaðurinn greindi fyrst frá kaupunum í júlí á síðasta ári en þá fengust ekki staðfestar upplýsingar um nafn bandaríska félagsins. Kaupandinn er fjárfestingafélagið Mousse Partners, sem var stofnað af Charles Heilbronn, hálfbróður Wertheimer-bræðranna sem stýra Chanel, en auðæfi þeirra eru metin á um 42 milljarða Bandaríkjadala. Mousse Partners keypti tæplega helmingshlut í Sjóklæðagerðinni 66°Norður og fól samkomulagið í sér hlutafjáraukningu upp á 3,2 milljarða króna sem gengið var frá í lok síðasta árs. Ráðgjafarfyrirtækið Rothschild í London hafði umsjón með sölunni fyrir hönd 66°Norður og Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var einnig á meðal ráðgjafa í viðskiptunum.Heillaður af sérstöðunni 66°Norður hefur ráðið Matthew Woolsey sem framkvæmdastjóra alþjóðlegrar starfsemi fyrirtækisins en hann býr yfir mikilli reynslu þegar kemur að vefviðskiptum, fatageiranum, fjölmiðlum og alþjóðlegum rekstri. Matthew gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra vefverslunarinnar Net-a-Porter sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum þegar kemur að hágæða vörumerkjum í fatnaði. Hjá Net-a-Porter var Matthew ábyrgur fyrir öllum daglegum rekstri fyrirtækisins sem er með starfsstöðvar víðs vegar um heiminn. Þar á undan gegndi Matthew starfi framkvæmdastjóra stafrænna viðskipta hjá Barneys New York. „Við lifum á tímum gnægðar sem þýðir að vörumerkin sem skara fram úr verða vörumerkin sem mynda djúpstæða tengingu við viðskiptavini sína. 66°Norður er þannig vörumerki vegna gæða varanna, framleiðslusögunnar og arfleifðarinnar. Þetta eru eiginleikar sem þú getur ekki falsað og þeir höfða til fólks hvort sem það býr í Bretlandi, Bandaríkjunum, Evrópu eða Kína. Þetta er það sem heillar mig við 66°Norður,“ segir Matthew í samtali við Markaðinn, spurður hvers vegna framkvæmdastjóri hjá risastóru fataverslunarfyrirtæki hafi fært sig yfir til íslensks fyrirtækis sem er tiltölulega lítið á alþjóðlegan mælikvarða. Matthew mun hafa aðsetur í London og setja upp skrifstofu 66°Norður þar en höfuðstöðvar fyrirtækisins munu áfram verða á Íslandi. London verður miðstöð fyrir uppbyggingu erlendrar starfsemi félagsins að hans sögn. Spurður hvort 66°Norður geti orðið heimsþekkt vörumerki svarar hann játandi. „Já, og vitund um vörumerkið á heimsvísu er nú þegar að aukast vegna þess að fólk frá öllum heimshornum er að kaupa vörurnar í verslunum fyrirtækisins á Íslandi og í Danmörku. Við ætlum að byggja á þessum grunni, sækja inn á nýja markaði og viðhalda eiginleikum vörumerkisins sem mynda þessa djúpstæðu tengingu við viðskiptavini,“ segir Matthew og bætir við að mikil áhersla verði lögð á netverslunina en á því sviði hefur hann heilmikla reynslu. „Það er einfaldasta leiðin til að kynna vörurnar og söguna fyrir þeim sem hafa kannski aldrei komið til Íslands.“ Tengingin við Ísland lykilatriði Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir gríðarlega mikilvægt að hafa fundið sterkan meðfjárfesti sem er sammála þeirri stefnu sem eigendur félagsins hafa framfylgt. „Við Bjarney [Harðardóttir] erum búin að framfylgja ákveðinni stefnu og undirbúa félagið fyrir það að fá inn meðfjárfesta. Það að svona umsvifamikill fjárfestir komi inn sem minnihlutaeigendi á móti okkur er staðfesting á því að þeir eru samþykkir þeirri vegferð sem við erum á og að það séu mikil tækifæri til vaxtar á erlendum mörkuðum,“ segir Helgi Rúnar. Þá segir hann að kauphegðun fólks sé að breytast mikið og vefurinn sé að fá meira og meira vægi þegar fólk hugar að fatakaupum. „Við munum væntanlega opna fleiri verslanir erlendis en það verður lögð mikil áhersla á netverslunina. Fyrirtækið á merkilega sögu að baki sem vefurinn getur komið vel til skila. Síðan má ekki gleyma því að 66°Norður er sterkt vegna þess að það kemur frá Íslandi. Þetta skilja bæði Mousse Partners og Matthew og þess vegna verða höfuðstöðvarnar áfram á Ísland,“ segir hann. Hjónin Helgi og Bjarney Harðardóttir, sem eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður, komu fyrst inn í hluthafahóp fyrirtækisins 2011 og eignuðust það síðan að fullu tveimur árum síðar. 66°Norður skilaði um 100 milljóna króna rekstrarhagnaði (EBITDA) á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um liðlega 60 milljónir frá fyrra ári. Tekjur fyrirtækisins, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, jukust hins vegar um rúmlega 600 milljónir á árinu og námu samtals 4,47 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Tengdar fréttir Tekjur 66°Norður jukust um 600 milljónir króna Sjóklæðagerðin 66°Norður skilaði um 100 milljóna króna rekstrarhagnaði (EBITDA) á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um liðlega 60 milljónir frá fyrra ári. 8. maí 2019 06:15 Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00 Leggur 66°Norður til 3,2 milljarða í hlutafé Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. 30. janúar 2019 07:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Bandaríska fjárfestingafélagið sem fjárfesti í Sjóklæðagerðinni 66°Norður síðasta sumar er í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel. 66°Norður hefur nú ráðið framkvæmdastjóra alþjóðlegrar starfsemi fyrirtækisins en hann var áður framkvæmdastjóri fataverslunarrisans Net-a-Porter. Hann segir íslenska fataframleiðandann búa yfir öllum þeim eiginleikum sem þarf til að verða heimsþekkt vörumerki. Markaðurinn greindi fyrst frá kaupunum í júlí á síðasta ári en þá fengust ekki staðfestar upplýsingar um nafn bandaríska félagsins. Kaupandinn er fjárfestingafélagið Mousse Partners, sem var stofnað af Charles Heilbronn, hálfbróður Wertheimer-bræðranna sem stýra Chanel, en auðæfi þeirra eru metin á um 42 milljarða Bandaríkjadala. Mousse Partners keypti tæplega helmingshlut í Sjóklæðagerðinni 66°Norður og fól samkomulagið í sér hlutafjáraukningu upp á 3,2 milljarða króna sem gengið var frá í lok síðasta árs. Ráðgjafarfyrirtækið Rothschild í London hafði umsjón með sölunni fyrir hönd 66°Norður og Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var einnig á meðal ráðgjafa í viðskiptunum.Heillaður af sérstöðunni 66°Norður hefur ráðið Matthew Woolsey sem framkvæmdastjóra alþjóðlegrar starfsemi fyrirtækisins en hann býr yfir mikilli reynslu þegar kemur að vefviðskiptum, fatageiranum, fjölmiðlum og alþjóðlegum rekstri. Matthew gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra vefverslunarinnar Net-a-Porter sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum þegar kemur að hágæða vörumerkjum í fatnaði. Hjá Net-a-Porter var Matthew ábyrgur fyrir öllum daglegum rekstri fyrirtækisins sem er með starfsstöðvar víðs vegar um heiminn. Þar á undan gegndi Matthew starfi framkvæmdastjóra stafrænna viðskipta hjá Barneys New York. „Við lifum á tímum gnægðar sem þýðir að vörumerkin sem skara fram úr verða vörumerkin sem mynda djúpstæða tengingu við viðskiptavini sína. 66°Norður er þannig vörumerki vegna gæða varanna, framleiðslusögunnar og arfleifðarinnar. Þetta eru eiginleikar sem þú getur ekki falsað og þeir höfða til fólks hvort sem það býr í Bretlandi, Bandaríkjunum, Evrópu eða Kína. Þetta er það sem heillar mig við 66°Norður,“ segir Matthew í samtali við Markaðinn, spurður hvers vegna framkvæmdastjóri hjá risastóru fataverslunarfyrirtæki hafi fært sig yfir til íslensks fyrirtækis sem er tiltölulega lítið á alþjóðlegan mælikvarða. Matthew mun hafa aðsetur í London og setja upp skrifstofu 66°Norður þar en höfuðstöðvar fyrirtækisins munu áfram verða á Íslandi. London verður miðstöð fyrir uppbyggingu erlendrar starfsemi félagsins að hans sögn. Spurður hvort 66°Norður geti orðið heimsþekkt vörumerki svarar hann játandi. „Já, og vitund um vörumerkið á heimsvísu er nú þegar að aukast vegna þess að fólk frá öllum heimshornum er að kaupa vörurnar í verslunum fyrirtækisins á Íslandi og í Danmörku. Við ætlum að byggja á þessum grunni, sækja inn á nýja markaði og viðhalda eiginleikum vörumerkisins sem mynda þessa djúpstæðu tengingu við viðskiptavini,“ segir Matthew og bætir við að mikil áhersla verði lögð á netverslunina en á því sviði hefur hann heilmikla reynslu. „Það er einfaldasta leiðin til að kynna vörurnar og söguna fyrir þeim sem hafa kannski aldrei komið til Íslands.“ Tengingin við Ísland lykilatriði Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir gríðarlega mikilvægt að hafa fundið sterkan meðfjárfesti sem er sammála þeirri stefnu sem eigendur félagsins hafa framfylgt. „Við Bjarney [Harðardóttir] erum búin að framfylgja ákveðinni stefnu og undirbúa félagið fyrir það að fá inn meðfjárfesta. Það að svona umsvifamikill fjárfestir komi inn sem minnihlutaeigendi á móti okkur er staðfesting á því að þeir eru samþykkir þeirri vegferð sem við erum á og að það séu mikil tækifæri til vaxtar á erlendum mörkuðum,“ segir Helgi Rúnar. Þá segir hann að kauphegðun fólks sé að breytast mikið og vefurinn sé að fá meira og meira vægi þegar fólk hugar að fatakaupum. „Við munum væntanlega opna fleiri verslanir erlendis en það verður lögð mikil áhersla á netverslunina. Fyrirtækið á merkilega sögu að baki sem vefurinn getur komið vel til skila. Síðan má ekki gleyma því að 66°Norður er sterkt vegna þess að það kemur frá Íslandi. Þetta skilja bæði Mousse Partners og Matthew og þess vegna verða höfuðstöðvarnar áfram á Ísland,“ segir hann. Hjónin Helgi og Bjarney Harðardóttir, sem eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður, komu fyrst inn í hluthafahóp fyrirtækisins 2011 og eignuðust það síðan að fullu tveimur árum síðar. 66°Norður skilaði um 100 milljóna króna rekstrarhagnaði (EBITDA) á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um liðlega 60 milljónir frá fyrra ári. Tekjur fyrirtækisins, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, jukust hins vegar um rúmlega 600 milljónir á árinu og námu samtals 4,47 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Tengdar fréttir Tekjur 66°Norður jukust um 600 milljónir króna Sjóklæðagerðin 66°Norður skilaði um 100 milljóna króna rekstrarhagnaði (EBITDA) á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um liðlega 60 milljónir frá fyrra ári. 8. maí 2019 06:15 Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00 Leggur 66°Norður til 3,2 milljarða í hlutafé Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. 30. janúar 2019 07:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Tekjur 66°Norður jukust um 600 milljónir króna Sjóklæðagerðin 66°Norður skilaði um 100 milljóna króna rekstrarhagnaði (EBITDA) á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um liðlega 60 milljónir frá fyrra ári. 8. maí 2019 06:15
Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00
Leggur 66°Norður til 3,2 milljarða í hlutafé Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. 30. janúar 2019 07:00