Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2019 20:00 Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. Formaður fjárlaganefndar segir umræðu um niðurskurð á villigötum, útgjöld hafi verið aukin til allra málaflokka. Formaður Samfylkingarinnar segir þá efnameiri fá afslátt á meðan öryrkjum blæðir. Ríkistjórnin lagði til við fjárlaganefnd að gerðar yrðu breytingar á fjármálaáætlun fyrir árin 2019 til 2022. Breyttar horfur í efnahagslífinu áætla að afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarða árin 2019 og 2020 ef ekki yrði brugðist við. Fyrsta umræða fjárlaganefndar fór fram í byrjun mánaðar og gagnrýndi Samfylkingin niðurskurð til málaflokka öryrkja, aldraðra, skóla, stjórnsýslu og umhverfis. Nefndin fundaði aftur í morgun og segir formaður Samfylkingarinnar ánægjulegt að draga eigi til baka part af niðurskurði til öryrkja. „Það skýtur skökku við núna að öryrkjar sem ekki nutu uppgangsins eiga að blæða. Að það sé verið að gefa afslátt hjá stórútgerðinni, það sé ekki verið að fresta bankaskattinum nema í eitt ár, og að við treystum okkur ekki til að leggja fjármagnstekjuskatt að minnsta kosti í samræmi við það sem hin norðurlöndin treysta sér til," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir þetta ekki rétt. Hann segir að útgjöld hafi aukist hvað mest til félags- og velferðarmála frá árinu 2018. „það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er hins vegar þannig að þar sem endurmatsverkefnið er að skila árangri hægist á kerfislegum vexti útgjalda en það er verið að auka framlög til allra málaflokka.Er þá engin niðurskurður í vændum?„Það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er útgjaldaaukning til allra málafloka. Ég skil ekki umræðuna."Hvað er þá verið að ræða um núna varðandi breytta fjármálaáætlun?„Það er auðvitað til að taka að það voru einhverjir nefndarmenn sem hlupu til og töluðu um niðurskurð. Það virðist vera erfitt að vinda ofan af þeirri umræðu," segir Willum. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. Formaður fjárlaganefndar segir umræðu um niðurskurð á villigötum, útgjöld hafi verið aukin til allra málaflokka. Formaður Samfylkingarinnar segir þá efnameiri fá afslátt á meðan öryrkjum blæðir. Ríkistjórnin lagði til við fjárlaganefnd að gerðar yrðu breytingar á fjármálaáætlun fyrir árin 2019 til 2022. Breyttar horfur í efnahagslífinu áætla að afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarða árin 2019 og 2020 ef ekki yrði brugðist við. Fyrsta umræða fjárlaganefndar fór fram í byrjun mánaðar og gagnrýndi Samfylkingin niðurskurð til málaflokka öryrkja, aldraðra, skóla, stjórnsýslu og umhverfis. Nefndin fundaði aftur í morgun og segir formaður Samfylkingarinnar ánægjulegt að draga eigi til baka part af niðurskurði til öryrkja. „Það skýtur skökku við núna að öryrkjar sem ekki nutu uppgangsins eiga að blæða. Að það sé verið að gefa afslátt hjá stórútgerðinni, það sé ekki verið að fresta bankaskattinum nema í eitt ár, og að við treystum okkur ekki til að leggja fjármagnstekjuskatt að minnsta kosti í samræmi við það sem hin norðurlöndin treysta sér til," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir þetta ekki rétt. Hann segir að útgjöld hafi aukist hvað mest til félags- og velferðarmála frá árinu 2018. „það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er hins vegar þannig að þar sem endurmatsverkefnið er að skila árangri hægist á kerfislegum vexti útgjalda en það er verið að auka framlög til allra málaflokka.Er þá engin niðurskurður í vændum?„Það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er útgjaldaaukning til allra málafloka. Ég skil ekki umræðuna."Hvað er þá verið að ræða um núna varðandi breytta fjármálaáætlun?„Það er auðvitað til að taka að það voru einhverjir nefndarmenn sem hlupu til og töluðu um niðurskurð. Það virðist vera erfitt að vinda ofan af þeirri umræðu," segir Willum.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48
Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50