Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Magnús Hlynur Hreiðarsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 19. júní 2019 21:45 Stoppað var til að kanna ástandið á hvölunum. Vísir/Magnús Hlynur Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvalið í kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Vélin sem flutti hvalina lenti hér á Íslendi rétt fyrir tvö og eftir tollafgreiðslu og skoðun dýralækna var lagt af stað Suðurstrandarveginn áleiðis að Landeyjarhöfn. Fyrirhugað var að stoppa í Grindavík og á Selfossi en ákveðið var að hætta við það til að vinna upp tíma eftir að töf varð á brottför frá Kína. Skyndilega var hins ákveðið að stöðva á Selfossi rétt um klukkan átta í kvöld.„Það fer ágætlega um þá. Það var ákveðið að stoppa núna þar sem við misstum samband við einn þeirra og við erum að kanna hvernig honum líður. Við þurfum að færa aðeins til, það er frauð í kringum þá til að styðja aðeins við þá og passa að þeir slasi sig ekki. Það er eitthvað búið að færast til en það er verið að skoða það,“ sagði Sigurjón Ingi Sigurðsson deildarstjóri hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen þegar Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar á Suðurlandi náði tali af honum á Selfossi.Greiðlega gekk að ganga úr skugga um að allt var í lagi og var haldið áfram áleiðis að Landeyjarhöfn í lögreglufylgd. Ferðalagið hefur gengið vel.„Þetta er búið að ganga eins og í sögu. Allt svona eftir áætlun frá því að þeir lentu. Þetta er búið að taka tíma. Þetta var flókið, þungt og erfitt að koma þeim úr vélinni, inn í bíla og gera klárt en Suðurstrandavegurinn hefur reynst okkur vel,“ sagði Sigurjón.Herjólfur beið á eftir hersingunni og nú rétt fyrir tíu fóru bílarnir um borð í skipið áður en haldið verður á nýjar heimaslóðir Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar. Árborg Dýr Mjaldrar í Eyjum Tengdar fréttir Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvalið í kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Vélin sem flutti hvalina lenti hér á Íslendi rétt fyrir tvö og eftir tollafgreiðslu og skoðun dýralækna var lagt af stað Suðurstrandarveginn áleiðis að Landeyjarhöfn. Fyrirhugað var að stoppa í Grindavík og á Selfossi en ákveðið var að hætta við það til að vinna upp tíma eftir að töf varð á brottför frá Kína. Skyndilega var hins ákveðið að stöðva á Selfossi rétt um klukkan átta í kvöld.„Það fer ágætlega um þá. Það var ákveðið að stoppa núna þar sem við misstum samband við einn þeirra og við erum að kanna hvernig honum líður. Við þurfum að færa aðeins til, það er frauð í kringum þá til að styðja aðeins við þá og passa að þeir slasi sig ekki. Það er eitthvað búið að færast til en það er verið að skoða það,“ sagði Sigurjón Ingi Sigurðsson deildarstjóri hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen þegar Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar á Suðurlandi náði tali af honum á Selfossi.Greiðlega gekk að ganga úr skugga um að allt var í lagi og var haldið áfram áleiðis að Landeyjarhöfn í lögreglufylgd. Ferðalagið hefur gengið vel.„Þetta er búið að ganga eins og í sögu. Allt svona eftir áætlun frá því að þeir lentu. Þetta er búið að taka tíma. Þetta var flókið, þungt og erfitt að koma þeim úr vélinni, inn í bíla og gera klárt en Suðurstrandavegurinn hefur reynst okkur vel,“ sagði Sigurjón.Herjólfur beið á eftir hersingunni og nú rétt fyrir tíu fóru bílarnir um borð í skipið áður en haldið verður á nýjar heimaslóðir Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar.
Árborg Dýr Mjaldrar í Eyjum Tengdar fréttir Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15
Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent