Rauða blokkin er með góða forystu Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. júní 2019 08:45 Mette Frederiksen sést hér ræða við kjósendur. Hún gæti orðið yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi en hún er fædd 1977. Fréttablaðið/EPA Vísir/getty Samkvæmt skoðanakönnun Epinion sem Danska ríkisútvarpið birti í gær er forysta rauðu blokkarinnar nokkuð örugg. Þannig fengju rauðu flokkarnir 91 þingsæti á móti 75 sætum bláu blokkarinnar. Þar fyrir utan eru fimm þingmenn Alternativet líklegir til að styðja rauðu blokkina þótt þeir séu ekki formlega hluti hennar. Hægri öfgaflokkurinn Stram kurs fengi fjóra þingmenn en hann stendur utan bláu blokkarinnar. Á danska þinginu eiga 179 þingmenn sæti, þar af fjórir frá Færeyjum og Grænlandi, og þarf því 90 þingsæti til að fá hreinan meirihluta. Hrannar B. Arnarsson, sem var á dögunum kjörinn formaður Norræna félagsins í Reykjavík, segir ljóst að mikið þurfi að gerast á lokasprettinum til að Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, verði ekki næsti forsætisráðherra. En líkt og gerðist þegar Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, varð forsætisráðherra 2015, eru það fyrst og fremst stuðningsflokkarnir sem bæta við sig fylgi. „Eitt af því sem er athyglisvert við þetta er að meðbyrinn sem Mette hafði með sér frá því hún tók við og fór að herða innflytjendatóninn er allur rokinn út í veður og vind. Það lítur út fyrir að hún fái svipað fylgi og flokkurinn fékk síðast og jafnvel aðeins minna,“ segir Hrannar. Aðrir flokkar í rauðu blokkinni séu að bæta við sig fyrir utan Alternativet. Í Danmörku þurfa flokkar að ná yfir tveimur prósentum atkvæða til að fá kjörna þingmenn. Hrannar bendir á að óvissa sé hjá nokkrum flokkum um hvort það takist. Það gæti breytt landslaginu. Hrannar starfaði í nokkur ár sem framkvæmdastjóri flokkahóps Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði og hafði aðsetur í Kristjánsborg þar sem danska þingið er til húsa. „Í rauninni hefur kosningabarátta í Danmörku undanfarin fjögur eða fimm skipti á endanum bara snúist um innflytjendamál. Það er alveg sama hvernig stóru flokkarnir hafa reynt að leggja upp umræðuna þá hefur Danska þjóðarflokknum alltaf tekist að láta þetta snúast um innflytjendamál.“ Þrátt fyrir það stefnir í mikið fylgistap Danska þjóðarflokksins en það skýrist meðal annars af tilkomu nýrra hægri öfgaflokka eins og Stram kurs og Nýja borgaralega flokksins. Hrannar segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig Jafnaðarmenn bregðist við, því hingað til hafi þeir reynt að jafna það sem komið hafi frá Danska þjóðarflokknum. „Ég held að ein af ástæðum þess að bæði Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale venstre séu nánast að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum sé að þeir eru að taka frjálslynda fylgið af Jafnaðarmönnum sem aftur á móti taka fylgi frá Danska þjóðarflokknum.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnun Epinion sem Danska ríkisútvarpið birti í gær er forysta rauðu blokkarinnar nokkuð örugg. Þannig fengju rauðu flokkarnir 91 þingsæti á móti 75 sætum bláu blokkarinnar. Þar fyrir utan eru fimm þingmenn Alternativet líklegir til að styðja rauðu blokkina þótt þeir séu ekki formlega hluti hennar. Hægri öfgaflokkurinn Stram kurs fengi fjóra þingmenn en hann stendur utan bláu blokkarinnar. Á danska þinginu eiga 179 þingmenn sæti, þar af fjórir frá Færeyjum og Grænlandi, og þarf því 90 þingsæti til að fá hreinan meirihluta. Hrannar B. Arnarsson, sem var á dögunum kjörinn formaður Norræna félagsins í Reykjavík, segir ljóst að mikið þurfi að gerast á lokasprettinum til að Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, verði ekki næsti forsætisráðherra. En líkt og gerðist þegar Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, varð forsætisráðherra 2015, eru það fyrst og fremst stuðningsflokkarnir sem bæta við sig fylgi. „Eitt af því sem er athyglisvert við þetta er að meðbyrinn sem Mette hafði með sér frá því hún tók við og fór að herða innflytjendatóninn er allur rokinn út í veður og vind. Það lítur út fyrir að hún fái svipað fylgi og flokkurinn fékk síðast og jafnvel aðeins minna,“ segir Hrannar. Aðrir flokkar í rauðu blokkinni séu að bæta við sig fyrir utan Alternativet. Í Danmörku þurfa flokkar að ná yfir tveimur prósentum atkvæða til að fá kjörna þingmenn. Hrannar bendir á að óvissa sé hjá nokkrum flokkum um hvort það takist. Það gæti breytt landslaginu. Hrannar starfaði í nokkur ár sem framkvæmdastjóri flokkahóps Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði og hafði aðsetur í Kristjánsborg þar sem danska þingið er til húsa. „Í rauninni hefur kosningabarátta í Danmörku undanfarin fjögur eða fimm skipti á endanum bara snúist um innflytjendamál. Það er alveg sama hvernig stóru flokkarnir hafa reynt að leggja upp umræðuna þá hefur Danska þjóðarflokknum alltaf tekist að láta þetta snúast um innflytjendamál.“ Þrátt fyrir það stefnir í mikið fylgistap Danska þjóðarflokksins en það skýrist meðal annars af tilkomu nýrra hægri öfgaflokka eins og Stram kurs og Nýja borgaralega flokksins. Hrannar segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig Jafnaðarmenn bregðist við, því hingað til hafi þeir reynt að jafna það sem komið hafi frá Danska þjóðarflokknum. „Ég held að ein af ástæðum þess að bæði Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale venstre séu nánast að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum sé að þeir eru að taka frjálslynda fylgið af Jafnaðarmönnum sem aftur á móti taka fylgi frá Danska þjóðarflokknum.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39