Aðlögun vegna loftslagsbreytinga Ari Trausti Guðmundsson skrifar 3. júní 2019 07:00 Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur hagsbætur, helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt, gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og vinna með þungar staðreyndir. Allt blasir þetta við á næstu áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, fáeinum tækifærum en mörgum ógnunum. Við loftslagsbreytingunum verður að bregðast, hraðar en hingað til. Það gerist m.a. með því að fylgja alþjóðlegum samningum og taka undir höft á raforkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, samhliða hraðari orkuskiptum með nýjungum. Allt að 2/3 hluta þekktra kola-, olíu- og gasbirgða má ekki vinna. Minnka ber vinnslu málma og jarðefna í takt við aukna endurnýtingu þeirra. Nýta tré í stað steinsteypu. Minnka matarsóun og stunda hóflega neyslu og vörukaup, sem mest í nærumhverfinu. Auka bindingu kolefnis og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að mörgu jákvæðu er unnið í miklum meirihluta landa heims en afar fá ná þeim hraða sem þarf, enn sem komið er. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aukið aðhald, verður svo að vera. Loftslagsbreytingar kalla á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir framkvæmda og eftirlits (t.d. Siglingastofnun, Samgöngustofa, Vegagerðin og Mannvirkjastofnun), Almannavarnir og þekkingar- og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki. Hann ynni náið með nýja Loftslagsráðinu og sérfræðistofnunum þess (t.d. Veðurstofunni). Hlutverk hópsins væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, hafa yfirsýn og aðhald með verkefnum og fræða sem flesta um stöðu og leiðir. Slíkur hópur eða ráð er vænni kostur en að fela Loftslagsráði þetta hlutverk ásamt öllu öðru er að starfsemi þess lýtur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur hagsbætur, helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt, gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og vinna með þungar staðreyndir. Allt blasir þetta við á næstu áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, fáeinum tækifærum en mörgum ógnunum. Við loftslagsbreytingunum verður að bregðast, hraðar en hingað til. Það gerist m.a. með því að fylgja alþjóðlegum samningum og taka undir höft á raforkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, samhliða hraðari orkuskiptum með nýjungum. Allt að 2/3 hluta þekktra kola-, olíu- og gasbirgða má ekki vinna. Minnka ber vinnslu málma og jarðefna í takt við aukna endurnýtingu þeirra. Nýta tré í stað steinsteypu. Minnka matarsóun og stunda hóflega neyslu og vörukaup, sem mest í nærumhverfinu. Auka bindingu kolefnis og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að mörgu jákvæðu er unnið í miklum meirihluta landa heims en afar fá ná þeim hraða sem þarf, enn sem komið er. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aukið aðhald, verður svo að vera. Loftslagsbreytingar kalla á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir framkvæmda og eftirlits (t.d. Siglingastofnun, Samgöngustofa, Vegagerðin og Mannvirkjastofnun), Almannavarnir og þekkingar- og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki. Hann ynni náið með nýja Loftslagsráðinu og sérfræðistofnunum þess (t.d. Veðurstofunni). Hlutverk hópsins væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, hafa yfirsýn og aðhald með verkefnum og fræða sem flesta um stöðu og leiðir. Slíkur hópur eða ráð er vænni kostur en að fela Loftslagsráði þetta hlutverk ásamt öllu öðru er að starfsemi þess lýtur.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun