Þurfum að snúa við blaðinu og breyta samgönguvenjum Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. júní 2019 08:45 Rætt verður um samgöngur og skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu á málþinginu sem fram fer í Norræna húsinu í dag. Fréttablaðið/Anton Brink „Einkabílnum hefur verið forgangsraðað mjög mikið í hönnun og skipulagi byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Þéttleiki byggðarinnar er líka mjög lítill. Þetta á stóran þátt í að það er mikil áskorun að snúa blaðinu við til að breyta samgönguvenjum. En við verðum að gera það því núverandi þróun er ekki sjálfbær,“ segir Harpa Stefánsdóttir, dósent við skipulagsdeild Umhverfisháskóla Noregs (NMBU). Málþing um samgöngur og skipulag á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Norræna húsinu í dag klukkan 13-17. Þar verður meðal annars fjallað um niðurstöður úr rannsóknarverkefni Hörpu og samstarfsmanna hennar við NMBU og Háskóla Íslands. „Akademían í skipulagsfræðum hér á landi er mjög lítil. Rannsóknin og málþingið er leið til að leggja eitthvað til samfélagsins,“ segir Harpa en hún hefur starfað við NMBU í Noregi frá 2010. Rannsóknin sem kynnt verður á málþinginu byggir á norsku rannsóknarverkefni um Ósló og Stavanger sem nýlega er lokið. Bæði verkefnin fara inn á hvernig staðsetning búsetu hefur áhrif á ferðavenjur fólks og hvert það fer. „Þetta tengist ýmsu í hinu daglega lífi og því sem liggur að baki þeim ákvörðunum sem fólk tekur,“ segir Harpa. „Norska verkefnið var mjög viðamikið og hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Noregs. Fljótlega eftir að vinnan við það hófst fór ég að leita leiða til að gera sömu rannsókn á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að efla til muna rannsóknir sem tengjast borgarskipulagi hérlendis þótt íslenska tilviksrannsóknin hafi úr litlu fé að moða miðað við þá norsku. Það takmarkar okkur auðvitað heilmikið.“ Norsku rannsókninni er nú lokið en í tengslum við hana hafa nú þegar verið birtar í alþjóðlegum tímaritum þrettán ritrýndar greinar. Vinna við rannsóknina á höfuðborgarsvæðinu, sem byggði meðal annars á könnun úr tíu þúsund manna úrtaki, er nú langt komin. Það sem er sérstakt við nálgunina í þessum rannsóknum eru viðtöl við fólk þar sem leitað er að orsakasamhengi, hvað það er sem liggur að baki vali á áfangastöðum og ferðavenjum. „Við er búin að safna mjög miklu af gögnum og getum vonandi unnið meira úr þeim síðar. Til dæmis um hreyfingu og notkun grænna svæða, en við erum m.a. að leita að viðmiðum sem tengjast hugmyndafræði um grænar borgir og þéttleika byggðar.“ Á málþinginu verða, eins og áður segir, fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar auk þess sem aðilar úr stjórnsýslu skipulagsmála verða í pallborði. „Notkun einkabílsins er miklu miklu meiri hér en til dæmis í Noregi. Þar kemur ýmislegt til. Meðal annars hefur umhverfið verið mikið til skipulagt miðað við notkun einkabílsins síðustu áratugi. En það er ekki nóg að bara segja fólki að fara að ganga meira, hjóla og taka strætó, það er líka á ábyrgð stjórnvalda og þeirra sem koma að skipulagsmálum að gera það aðlaðandi.“ Harpa segir að í heildina séu áhrif byggðamynstursins á ferðavenjur svipaðar og í Noregi. „En við erum líka að skoða hvað liggur að baki þeim. Hér fara ótrúlega margir ferða sinna á bíl og sumir meira að segja alltaf á bíl, þótt um örstutta vegalengd sé að ræða. Hér spilar upplifun á umhverfinu inn í.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Skipulag Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Einkabílnum hefur verið forgangsraðað mjög mikið í hönnun og skipulagi byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Þéttleiki byggðarinnar er líka mjög lítill. Þetta á stóran þátt í að það er mikil áskorun að snúa blaðinu við til að breyta samgönguvenjum. En við verðum að gera það því núverandi þróun er ekki sjálfbær,“ segir Harpa Stefánsdóttir, dósent við skipulagsdeild Umhverfisháskóla Noregs (NMBU). Málþing um samgöngur og skipulag á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Norræna húsinu í dag klukkan 13-17. Þar verður meðal annars fjallað um niðurstöður úr rannsóknarverkefni Hörpu og samstarfsmanna hennar við NMBU og Háskóla Íslands. „Akademían í skipulagsfræðum hér á landi er mjög lítil. Rannsóknin og málþingið er leið til að leggja eitthvað til samfélagsins,“ segir Harpa en hún hefur starfað við NMBU í Noregi frá 2010. Rannsóknin sem kynnt verður á málþinginu byggir á norsku rannsóknarverkefni um Ósló og Stavanger sem nýlega er lokið. Bæði verkefnin fara inn á hvernig staðsetning búsetu hefur áhrif á ferðavenjur fólks og hvert það fer. „Þetta tengist ýmsu í hinu daglega lífi og því sem liggur að baki þeim ákvörðunum sem fólk tekur,“ segir Harpa. „Norska verkefnið var mjög viðamikið og hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Noregs. Fljótlega eftir að vinnan við það hófst fór ég að leita leiða til að gera sömu rannsókn á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að efla til muna rannsóknir sem tengjast borgarskipulagi hérlendis þótt íslenska tilviksrannsóknin hafi úr litlu fé að moða miðað við þá norsku. Það takmarkar okkur auðvitað heilmikið.“ Norsku rannsókninni er nú lokið en í tengslum við hana hafa nú þegar verið birtar í alþjóðlegum tímaritum þrettán ritrýndar greinar. Vinna við rannsóknina á höfuðborgarsvæðinu, sem byggði meðal annars á könnun úr tíu þúsund manna úrtaki, er nú langt komin. Það sem er sérstakt við nálgunina í þessum rannsóknum eru viðtöl við fólk þar sem leitað er að orsakasamhengi, hvað það er sem liggur að baki vali á áfangastöðum og ferðavenjum. „Við er búin að safna mjög miklu af gögnum og getum vonandi unnið meira úr þeim síðar. Til dæmis um hreyfingu og notkun grænna svæða, en við erum m.a. að leita að viðmiðum sem tengjast hugmyndafræði um grænar borgir og þéttleika byggðar.“ Á málþinginu verða, eins og áður segir, fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar auk þess sem aðilar úr stjórnsýslu skipulagsmála verða í pallborði. „Notkun einkabílsins er miklu miklu meiri hér en til dæmis í Noregi. Þar kemur ýmislegt til. Meðal annars hefur umhverfið verið mikið til skipulagt miðað við notkun einkabílsins síðustu áratugi. En það er ekki nóg að bara segja fólki að fara að ganga meira, hjóla og taka strætó, það er líka á ábyrgð stjórnvalda og þeirra sem koma að skipulagsmálum að gera það aðlaðandi.“ Harpa segir að í heildina séu áhrif byggðamynstursins á ferðavenjur svipaðar og í Noregi. „En við erum líka að skoða hvað liggur að baki þeim. Hér fara ótrúlega margir ferða sinna á bíl og sumir meira að segja alltaf á bíl, þótt um örstutta vegalengd sé að ræða. Hér spilar upplifun á umhverfinu inn í.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Skipulag Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?