Túristar fái sér kennitölu fyrir ókeypis útsýni úr Perlunni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júní 2019 07:15 Perlan hefur gengist undir endurnýjun lífdaga og fær hátt í milljón gesti á ári. Útsýnispallurinn er vinsæll viðkomustaður en verðhækkun nýverið fór illa í einhverja. Aðgangsgjaldið hækkaði um rúm 80 prósent. Fréttablaðið/Ernir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins leigutaka Perlunnar, hafnar því að verið sé að gera upp á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna með vildarvinaklúbbi Perlunnar. Íslenska kennitölu þarf til að skrá sig í klúbbinn og fá þannig meðal annars ókeypis aðgang að útsýnispalli Perlunnar. Aðgangsgjaldið þar hækkaði nýverið um rúm 80 prósent og hefur sætt gagnrýni. Gunnar segir klúbbakjör sem þessi tíðkast víða og ekkert standi í vegi fyrir því að erlendir ferðamenn verði sér úti um íslenska kennitölu. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um gagnrýni á hækkunina, úr 490 í 890 krónur, sem kom fram í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir hækkunina í samtali við Fréttablaðið. „Svona hækkanir eru annars algjörlega úr takti og maður geldur varhuga við þeim.“ Gunnar segir hins vegar að alltaf hafi staðið til að hækka gjaldið, enda leigutakinn í fullum rétti til þess. Það hafi átt að gera í maí í fyrra en því frestað vegna eldsvoðans í apríl sama ár.Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu Norðursins. Fréttablaðið/ErnirHann segir útsýnispallana órjúfanlegan þátt í sýningunni „Undur íslenskrar náttúru“ þar sem sett hefur verið upp steinasafn úr fjallahringnum sem gestir geti snert. Þá hafi upplýsingaskilti verið sett upp sem segja frá því hvað fyrir augum ber. Útsýnisverð Perlunnar sé sömuleiðis ekki hátt í samanburði við útsýnisstaði annarra borga. Þúsund krónur kosti í Hallgrímskirkjuturn. Í Holmenkollen í Ósló kosti 1.970 krónur, í Eiffel-turninn kosti 3.500 krónur og Empire State-turninn í New York 4.500 krónur svo fátt eitt sé nefnt. Reglulega hefur komið upp umræðan um sérstök „Íslendingaverð“ í ferðaþjónustu þar sem Íslendingar fá afslátt á meðan erlendir ferðamenn greiði hærra verð. Var Bláa lónið meðal annars gagnrýnt fyrir slíkt fyrir nokkrum árum en mismunun eftir þjóðerni er brot á reglum EES. Í Perlunni mun meðlimum vildarvinaklúbbs Perlunnar standa til boða að fá ókeypis aðgang að útsýnispallinum. Aðspurður hafnar Gunnar því að um sé að ræða mismunun. „Vildarvinakort Perlunnar er fríðindaklúbbur eins og aðrir fríðindaklúbbar á Íslandi. Allir geta sótt um að verða vildarvinir Perlunnar, útlendingar sem Íslendingar. Til að virkja kortið þarf að vera með íslenska kennitölu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira
Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins leigutaka Perlunnar, hafnar því að verið sé að gera upp á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna með vildarvinaklúbbi Perlunnar. Íslenska kennitölu þarf til að skrá sig í klúbbinn og fá þannig meðal annars ókeypis aðgang að útsýnispalli Perlunnar. Aðgangsgjaldið þar hækkaði nýverið um rúm 80 prósent og hefur sætt gagnrýni. Gunnar segir klúbbakjör sem þessi tíðkast víða og ekkert standi í vegi fyrir því að erlendir ferðamenn verði sér úti um íslenska kennitölu. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um gagnrýni á hækkunina, úr 490 í 890 krónur, sem kom fram í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir hækkunina í samtali við Fréttablaðið. „Svona hækkanir eru annars algjörlega úr takti og maður geldur varhuga við þeim.“ Gunnar segir hins vegar að alltaf hafi staðið til að hækka gjaldið, enda leigutakinn í fullum rétti til þess. Það hafi átt að gera í maí í fyrra en því frestað vegna eldsvoðans í apríl sama ár.Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu Norðursins. Fréttablaðið/ErnirHann segir útsýnispallana órjúfanlegan þátt í sýningunni „Undur íslenskrar náttúru“ þar sem sett hefur verið upp steinasafn úr fjallahringnum sem gestir geti snert. Þá hafi upplýsingaskilti verið sett upp sem segja frá því hvað fyrir augum ber. Útsýnisverð Perlunnar sé sömuleiðis ekki hátt í samanburði við útsýnisstaði annarra borga. Þúsund krónur kosti í Hallgrímskirkjuturn. Í Holmenkollen í Ósló kosti 1.970 krónur, í Eiffel-turninn kosti 3.500 krónur og Empire State-turninn í New York 4.500 krónur svo fátt eitt sé nefnt. Reglulega hefur komið upp umræðan um sérstök „Íslendingaverð“ í ferðaþjónustu þar sem Íslendingar fá afslátt á meðan erlendir ferðamenn greiði hærra verð. Var Bláa lónið meðal annars gagnrýnt fyrir slíkt fyrir nokkrum árum en mismunun eftir þjóðerni er brot á reglum EES. Í Perlunni mun meðlimum vildarvinaklúbbs Perlunnar standa til boða að fá ókeypis aðgang að útsýnispallinum. Aðspurður hafnar Gunnar því að um sé að ræða mismunun. „Vildarvinakort Perlunnar er fríðindaklúbbur eins og aðrir fríðindaklúbbar á Íslandi. Allir geta sótt um að verða vildarvinir Perlunnar, útlendingar sem Íslendingar. Til að virkja kortið þarf að vera með íslenska kennitölu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira