Túristar fái sér kennitölu fyrir ókeypis útsýni úr Perlunni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júní 2019 07:15 Perlan hefur gengist undir endurnýjun lífdaga og fær hátt í milljón gesti á ári. Útsýnispallurinn er vinsæll viðkomustaður en verðhækkun nýverið fór illa í einhverja. Aðgangsgjaldið hækkaði um rúm 80 prósent. Fréttablaðið/Ernir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins leigutaka Perlunnar, hafnar því að verið sé að gera upp á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna með vildarvinaklúbbi Perlunnar. Íslenska kennitölu þarf til að skrá sig í klúbbinn og fá þannig meðal annars ókeypis aðgang að útsýnispalli Perlunnar. Aðgangsgjaldið þar hækkaði nýverið um rúm 80 prósent og hefur sætt gagnrýni. Gunnar segir klúbbakjör sem þessi tíðkast víða og ekkert standi í vegi fyrir því að erlendir ferðamenn verði sér úti um íslenska kennitölu. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um gagnrýni á hækkunina, úr 490 í 890 krónur, sem kom fram í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir hækkunina í samtali við Fréttablaðið. „Svona hækkanir eru annars algjörlega úr takti og maður geldur varhuga við þeim.“ Gunnar segir hins vegar að alltaf hafi staðið til að hækka gjaldið, enda leigutakinn í fullum rétti til þess. Það hafi átt að gera í maí í fyrra en því frestað vegna eldsvoðans í apríl sama ár.Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu Norðursins. Fréttablaðið/ErnirHann segir útsýnispallana órjúfanlegan þátt í sýningunni „Undur íslenskrar náttúru“ þar sem sett hefur verið upp steinasafn úr fjallahringnum sem gestir geti snert. Þá hafi upplýsingaskilti verið sett upp sem segja frá því hvað fyrir augum ber. Útsýnisverð Perlunnar sé sömuleiðis ekki hátt í samanburði við útsýnisstaði annarra borga. Þúsund krónur kosti í Hallgrímskirkjuturn. Í Holmenkollen í Ósló kosti 1.970 krónur, í Eiffel-turninn kosti 3.500 krónur og Empire State-turninn í New York 4.500 krónur svo fátt eitt sé nefnt. Reglulega hefur komið upp umræðan um sérstök „Íslendingaverð“ í ferðaþjónustu þar sem Íslendingar fá afslátt á meðan erlendir ferðamenn greiði hærra verð. Var Bláa lónið meðal annars gagnrýnt fyrir slíkt fyrir nokkrum árum en mismunun eftir þjóðerni er brot á reglum EES. Í Perlunni mun meðlimum vildarvinaklúbbs Perlunnar standa til boða að fá ókeypis aðgang að útsýnispallinum. Aðspurður hafnar Gunnar því að um sé að ræða mismunun. „Vildarvinakort Perlunnar er fríðindaklúbbur eins og aðrir fríðindaklúbbar á Íslandi. Allir geta sótt um að verða vildarvinir Perlunnar, útlendingar sem Íslendingar. Til að virkja kortið þarf að vera með íslenska kennitölu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins leigutaka Perlunnar, hafnar því að verið sé að gera upp á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna með vildarvinaklúbbi Perlunnar. Íslenska kennitölu þarf til að skrá sig í klúbbinn og fá þannig meðal annars ókeypis aðgang að útsýnispalli Perlunnar. Aðgangsgjaldið þar hækkaði nýverið um rúm 80 prósent og hefur sætt gagnrýni. Gunnar segir klúbbakjör sem þessi tíðkast víða og ekkert standi í vegi fyrir því að erlendir ferðamenn verði sér úti um íslenska kennitölu. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um gagnrýni á hækkunina, úr 490 í 890 krónur, sem kom fram í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir hækkunina í samtali við Fréttablaðið. „Svona hækkanir eru annars algjörlega úr takti og maður geldur varhuga við þeim.“ Gunnar segir hins vegar að alltaf hafi staðið til að hækka gjaldið, enda leigutakinn í fullum rétti til þess. Það hafi átt að gera í maí í fyrra en því frestað vegna eldsvoðans í apríl sama ár.Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu Norðursins. Fréttablaðið/ErnirHann segir útsýnispallana órjúfanlegan þátt í sýningunni „Undur íslenskrar náttúru“ þar sem sett hefur verið upp steinasafn úr fjallahringnum sem gestir geti snert. Þá hafi upplýsingaskilti verið sett upp sem segja frá því hvað fyrir augum ber. Útsýnisverð Perlunnar sé sömuleiðis ekki hátt í samanburði við útsýnisstaði annarra borga. Þúsund krónur kosti í Hallgrímskirkjuturn. Í Holmenkollen í Ósló kosti 1.970 krónur, í Eiffel-turninn kosti 3.500 krónur og Empire State-turninn í New York 4.500 krónur svo fátt eitt sé nefnt. Reglulega hefur komið upp umræðan um sérstök „Íslendingaverð“ í ferðaþjónustu þar sem Íslendingar fá afslátt á meðan erlendir ferðamenn greiði hærra verð. Var Bláa lónið meðal annars gagnrýnt fyrir slíkt fyrir nokkrum árum en mismunun eftir þjóðerni er brot á reglum EES. Í Perlunni mun meðlimum vildarvinaklúbbs Perlunnar standa til boða að fá ókeypis aðgang að útsýnispallinum. Aðspurður hafnar Gunnar því að um sé að ræða mismunun. „Vildarvinakort Perlunnar er fríðindaklúbbur eins og aðrir fríðindaklúbbar á Íslandi. Allir geta sótt um að verða vildarvinir Perlunnar, útlendingar sem Íslendingar. Til að virkja kortið þarf að vera með íslenska kennitölu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent