Tillögur um úrræði Jón Sigurðsson skrifar 4. júní 2019 07:00 Meðal margra Íslendinga gætir um þessar mundir tortryggni, efa og andstöðu gegn þeirri fjölþjóðlegu samfélags- og viðskiptaþróun sem orðin er. Þessa sama gætir víðar, eins og fregnir sýna t.d. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Ungverjalandi og Norðurlöndum. Sá sem þetta ritar fylgir opnunarstefnu, aukinni fjölþjóðasamvinnu og viðskiptum í anda samþættingar, sjálfbærni og samkeppnishæfni. Áfangi í þeirri viðleitni var þátttaka í samþykkt flokksþings Framsóknarmanna 2009 um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þá voru sett níu umfangsmikil aðalskilyrði til að tryggja réttindi, hagsmuni og sérstöðu Íslendinga. Nauðsynlegt er að setja málefnaleg skilyrði og tryggja þjóðarhag, sérstöðu og þjóðerni. En við eigum að virða tortryggni og efasemdir manna og mæta þeim. Mikilvægt er að sem mest samstaða sé í afstöðu til fjölþjóðasamskipta og utanríkismála. Slíkt er hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Öðrum kosti aukast illdeilur og efi verður andúð, en sundrung getur vegið að sjálfstæði þjóðarinnar. Hér skulu nokkur úrræði nefnd: Að fyrirvarar við 3. orkupakka Evrópusambandsins fari, eftir samþykkt Alþingis, fyrir sameiginlegu EES-nefndina til staðfestingar, og taki 3. pakkinn fyrst gildi fyrir Ísland eftir að slík staðfesting liggur fyrir. Þetta er rökstutt með vægi orkulinda og orkunýtingar sem grunnforsendu byggðar í landinu. Orð sérfræðinga hníga að því að ekki sé varanlegt hald í öðrum staðfestingum. Að innflutningur á ófrystu kjöti, eggjum o.fl. verði því aðeins heimilaður að fullkomnar vottanir með jákvæðri niðurstöðu liggi fyrir um allan framleiðsluferilinn ásamt viðurkenningu framleiðenda og úrvinnslu, og sérstaklega verði heimilt að taka vörusendingar til skoðunar til að framfylgja þessu. Þetta er rökstutt með smithættu og sem forsenda fyrir heilsuvernd búfjárstofna og fjölbreytni í lífríki. Að lögfestar verði beinar hömlur við fjöldauppkaupum sama einkaaðila eða tengdra aðila, hvort sem eru Íslendingar eða útlendir, á jarðeignum, lóðum og fasteignum. Sams konar ákvæði verði síðan lögfest um vatnsréttindi, veiðiár, hitaréttindi og önnur hlunnindi. Þetta er rökstutt með tilvísun til fámennis í landinu, samheldni og byggðarfestu og mikilvægis auðlindanna. Að lögfest verði skylda atvinnurekenda til að veita útlendu starfsfólki við afgreiðslustörf námsaðstöðu til að það geti annast nauðsynleg tjáskipti á íslensku. Síðan verði gert átak til að styrkja aðstöðu og tækifæri innflytjenda og erlendra starfsmanna til að ná tökum á íslensku máli og ná rétti sínum hér á landi. Að stjórnvöld menningarmála komi því til leiðar að vandaður og skýr framburður íslenskrar tungu, hófsamleg málvöndun og virðing fyrir málhefðum íslenskunnar verði virk stefnumið í fjölmiðlum og þá einkum Ríkisútvarpinu, sjónvarpi og hljóðvarpi. Þessu verði framfylgt af hyggindum og festu. Að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki reynsluna af öllum þessum fjölþjóðlegu samskiptum til víðtækrar umræðu, upplýsingaöflunar og miðlunar. Það er mikilvægt fyrir þjóðina að taka stöðu, kanna hagsmuni og rök og rýna fram á veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal margra Íslendinga gætir um þessar mundir tortryggni, efa og andstöðu gegn þeirri fjölþjóðlegu samfélags- og viðskiptaþróun sem orðin er. Þessa sama gætir víðar, eins og fregnir sýna t.d. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Ungverjalandi og Norðurlöndum. Sá sem þetta ritar fylgir opnunarstefnu, aukinni fjölþjóðasamvinnu og viðskiptum í anda samþættingar, sjálfbærni og samkeppnishæfni. Áfangi í þeirri viðleitni var þátttaka í samþykkt flokksþings Framsóknarmanna 2009 um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þá voru sett níu umfangsmikil aðalskilyrði til að tryggja réttindi, hagsmuni og sérstöðu Íslendinga. Nauðsynlegt er að setja málefnaleg skilyrði og tryggja þjóðarhag, sérstöðu og þjóðerni. En við eigum að virða tortryggni og efasemdir manna og mæta þeim. Mikilvægt er að sem mest samstaða sé í afstöðu til fjölþjóðasamskipta og utanríkismála. Slíkt er hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Öðrum kosti aukast illdeilur og efi verður andúð, en sundrung getur vegið að sjálfstæði þjóðarinnar. Hér skulu nokkur úrræði nefnd: Að fyrirvarar við 3. orkupakka Evrópusambandsins fari, eftir samþykkt Alþingis, fyrir sameiginlegu EES-nefndina til staðfestingar, og taki 3. pakkinn fyrst gildi fyrir Ísland eftir að slík staðfesting liggur fyrir. Þetta er rökstutt með vægi orkulinda og orkunýtingar sem grunnforsendu byggðar í landinu. Orð sérfræðinga hníga að því að ekki sé varanlegt hald í öðrum staðfestingum. Að innflutningur á ófrystu kjöti, eggjum o.fl. verði því aðeins heimilaður að fullkomnar vottanir með jákvæðri niðurstöðu liggi fyrir um allan framleiðsluferilinn ásamt viðurkenningu framleiðenda og úrvinnslu, og sérstaklega verði heimilt að taka vörusendingar til skoðunar til að framfylgja þessu. Þetta er rökstutt með smithættu og sem forsenda fyrir heilsuvernd búfjárstofna og fjölbreytni í lífríki. Að lögfestar verði beinar hömlur við fjöldauppkaupum sama einkaaðila eða tengdra aðila, hvort sem eru Íslendingar eða útlendir, á jarðeignum, lóðum og fasteignum. Sams konar ákvæði verði síðan lögfest um vatnsréttindi, veiðiár, hitaréttindi og önnur hlunnindi. Þetta er rökstutt með tilvísun til fámennis í landinu, samheldni og byggðarfestu og mikilvægis auðlindanna. Að lögfest verði skylda atvinnurekenda til að veita útlendu starfsfólki við afgreiðslustörf námsaðstöðu til að það geti annast nauðsynleg tjáskipti á íslensku. Síðan verði gert átak til að styrkja aðstöðu og tækifæri innflytjenda og erlendra starfsmanna til að ná tökum á íslensku máli og ná rétti sínum hér á landi. Að stjórnvöld menningarmála komi því til leiðar að vandaður og skýr framburður íslenskrar tungu, hófsamleg málvöndun og virðing fyrir málhefðum íslenskunnar verði virk stefnumið í fjölmiðlum og þá einkum Ríkisútvarpinu, sjónvarpi og hljóðvarpi. Þessu verði framfylgt af hyggindum og festu. Að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki reynsluna af öllum þessum fjölþjóðlegu samskiptum til víðtækrar umræðu, upplýsingaöflunar og miðlunar. Það er mikilvægt fyrir þjóðina að taka stöðu, kanna hagsmuni og rök og rýna fram á veginn.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun